Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 34
V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS JA SMF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA HEIMSFRUMSÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 27. JÚLÍ 11. HVER VINNUR ! Íslendingar læra ekki af reynslunni. Við látum okkur ekki segjast og komum upp um smáborgarahátt okkar sí og æ. Fyrir daga veraldarvefsins áttum við auðveldara með að leyna okkar innsta eðli en nú hafa bloggsíður og gagnvirkir frét- tamiðlar flett ofan af okkur. Við erum kjaftasögusjúkir smáborgarar. Því verður ekki leynt. Hundurinn Lúkas hristi upp í kjaftasöguþjóðinni sem fór offari á netinu og spann upp óhugnanlegar sögur af dauða hans. Þegar rakkinn fannst sprelllifandi í Fálkafelli skömmuðust sín margir og óskuðu þess eflaust að geta tekið orð sín til baka. Ég hélt í sakleysi mínu að málið, eins fáránlegt og það nú var, hefði megnað að vekja okkur aðeins til umhugsunar um hvað við skri- fum á netið. En allt kom fyrir ekki. Í gær lést maður í skotárás í Reykjavík. Lögreglurannsókn var varla hafin þegar dómstóll götunnar hafði dæmt í málinu á netinu. „Erlendir borgarar hér á ferð engin spurning. Uppgjör í gangi um hver ráði Reykjavík. Enda he- fur lögreglan engin tök á þessu, og þetta á bara eftir að versna,“ skrifar lesandi við frétt af málinu á Vísir.is. Skömmu seinna hafði þessi athugasemd verið fjarlægð og lesendum var meinað að skrifa fleiri athugasemdir við fréttina. Kjaftasöguþjóðinni var ekki trey- standi til þess. Á Moggablogginu drógu menn svipaðar ályktanir: „Þori að veðja stórt að hér er um að ræða „farand- verkamenn“ frá einhverju af gömlu Sovétríkjunum eða Póllandi... Sendum þá heim,“ skrifaði einn bloggarinn og annar þóttist vita hverju væri um að kenna. „Stefna stjórnvalda í vímuefnamálum er það sem skapar þetta ástand,“ skri- faði hann án þess að blikna. Ég hélt að Lúkas hefði kennt okkur að fara varlega í fullyrðingar- nar. Enda kom það á daginn að er- lendar mafíur og fíkniefnabarónar tengdust málinu ekki á nokkurn hátt. Kjaftasöguþjóðin þarf enn að læra að skammast sín.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.