Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 40
 „Mér líður eiginlega alveg ótrúlega vel,“ sagði alsæl Nína Björk Geirsdóttir við Fréttablað- ið eftir sigur sinn á Íslandsmótinu í gær. Nína spilaði samtals á tólf höggum yfir pari Hvaleyrarvall- arins en næst á eftir henni kom Tinna Jóhannsdóttir á fimmtán höggum yfir pari. Ragnhildur Sig- urðardóttir varð þriðja. „Það gekk mjög vel fyrir utan eina holu en annars var ég að spila nokkuð vel og get ekki verið annað en sátt. Ég fann alveg fyrir pressu, Ragga missti reyndar flugið þarna í byrjun og því var þetta í raun bara einvígi okkar Tinnu sem var að spila mjög vel líka. Ég varð að gera mitt allra besta, ég náði því og það var því mjög gott,“ sagði Nína, sem lék á 74 höggum í gær, þremur yfir pari. „Fyrri hringinn var þetta allt í lagi en rigningin gerði okkur erf- itt fyrir. Ég sló ágætlega og setti niður nokkur góð pútt, það skipti mig miklu máli. Annars má segja að lykillinn að þessu sé stöðug spilamennska, ég slapp við flest vandræðin,“ sagði Nína. Nína var í forystu eftir annan hringinn og sleppti aldrei tökum á henni. „Þetta var erfitt mót, það er ekki auðvelt að spila undir svona pressu. Þetta er stærsta mótið á árinu og vissulega er þetta mjög sætt. Ég er búin að vera nálægt þessu svo oft,“ sagði Nína. Ragnhildur lenti í miklum vand- ræðum í upphafi á lokadeginum og skilaði inn æði skrautlegu skorkorti. „Pútterinn minn byrj- aði á því að vera leiðinlegur við mig, það er kannski ósanngjarnt að kenna honum um,“ sagði Ragn- hildur brosmild þrátt fyrir allt en hún þrípúttaði á tveimur fyrstu flötunum. „Ég mátti í raun ekkert við því og vissi það alveg og því varð þetta mjög erfitt. Ég reyndi að halda áfram eins og ég gat, fékk fugl en sló svo ofan í gjótu í tvær brautir í röð. Ég fékk svo fugl aftur og þrípúttaði á næstu, þetta var því orðið mjög skrautlegt. Ég held að 80 högg sé bara fínt miðað við það sem ég lenti í á hringn- um,“ sagði Ragnhildur, sem hrós- aði Nínu sérstaklega. „Nína átti þetta skilið; hún hefur oft verið ansi nálægt þessu og ég tek hattinn ofan fyrir henni. Þetta var gott mót, stelpurnar voru að spila æðislega vel og það var frá- bært að spila með þeim,“ sagði Ragnhildur. Nína Björk Geirsdóttir fór með sigur af hólmi á Íslandsmótinu í kvennaflokki. Hún varð þremur höggum á undan næsta keppanda en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill hennar. „Þetta var mjög sætt,“ sagði Nína. ÍR hlaut flest stig í stigakeppni félaganna á meistara- móti Íslands í frjálsum íþróttum um helgina. Mótið, sem var númer 81 í röðinni frá upphafi, fór fram á Sauðárkróki. Tvö meistaramótsmet féllu á mótinu og þrjú aldursflokkamet. Í stigakeppni félaganna sigraði lið ÍR með 238 stig, FH varð í öðru sæti með 216 stig og Breiðablik í því þriðja með 145 stig. ÍR sigraði einnig í stiga- keppni kvenna og FH í stiga- keppni karla. ÍR sigraði sveitakeppnina Fanndís Friðriksdóttir var ein þriggja stúlkna sem skoruðu þrjú mörk á Evrópumóti kvennalandsliða sem lauk hér á landi í gær. Auk Fanndísar skoruðu þær Mary-Laure Delie frá Frakklandi og Englendingur- inn Ellen White þrjú mörk og deila þær því markakóngstitil- inum á mótinu. Fanndís varð markakóngur Aldrei að vita nema maður klobbi Maldini Þýskaland Evrópumeistari Þjóðverjar unnu Eng- lendinga með tveimur mörkum gegn engu í úrslitaleik U19 kvennalandsliða sem haldið var á Íslandi. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan markalaus og því þurfti að grípa til fram- lengingar. Þar skoruðu þær Nathalie Bock og Monique Kers- chowsky í síðari hálfleik hennar og tryggðu Þjóðverjum þar með titilinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.