Fréttablaðið - 30.07.2007, Síða 41

Fréttablaðið - 30.07.2007, Síða 41
 Tveir efstu kylfingar Íslandsmótsins, Björgvin Sigurbergsson og Örn Ævar Hjartarson, náðu besta skorinu á Íslandsmótinu um helgina. Báðir spiluðu þeir á 68 höggum, þremur höggum undir pari, fyrsta keppnisdaginn. Vallarmetið á Ólafur Már Sigurðsson, 64 högg, sem hann setti í fyrra. Ólafur varð þriðji á mótinu núna og hans besti hringur var 71 högg, par vallarins. 68 besta skorið Feðgar spiluðu saman fyrstu tvo keppnisdaga Íslandsmótsins. Það voru þeir Sigurður Pétursson og sonur hans Pétur Óskar. Sigurður spilaði báða dagana á 75 höggum en Pétur á 79 og svo 74. Sigurður endaði í 28. sæti á mótinu á 20 höggum yfir pari en Pétur varð númer 32, einu höggi síðra. Golffjölskyldan spilar saman Birgir Leifur Hafþórsson tók sér krók út frá Evrópumótaröð- inni til að spila á Íslandsmótinu hér heima en gekk ekki sem skyldi. Birgir endaði á níu höggum yfir pari og endaði í sjöunda sæti á mótinu. Fyrsta daginn lék Birgir á 69 höggum og var þá á meðal efstu manna en tveir hringir þar sem hann lék á 75 höggum settu leik hans úr skorðum. Hann lék á 74 höggum á lokadeginum í gær. „Þetta gekk ekki vel hjá mér í dag. Ég spilaði á þremur yfir og það gekk ekkert upp sem ég var að reyna. Ég ætlaði að sækja og hitti fín högg en endaði á vitlausum stöðum. Þetta voru mjög erfiðar aðstæður, sem eru auðvitað eins fyrir alla. Púttin voru ekki að detta og þetta var bara eitt af þessum mótum. Þetta var bara ekki nægi- lega gott hjá mér og ég er bara ekki sáttur,“ sagði Birgir við Fréttablaðið í gær. Hann náði ekki að fylgja eftir því góða golfi sem hann hefur sýnt undanfarið í Evrópu. „Ég var ekki að spila í þessu móti eins og ég hef verið að spila. Ég þarf að slá mig í gegnum þetta,“ sagði Birgir, sem er á leið til Rússlands þar sem hann keppir um næstu helgi. Hann var þó ánægður með að koma heim til Íslands til að spila. „Það er mjög gaman og mótið var skemmtilegt. Ég hefði viljað spila betur en það eru ekki alltaf jólin í þessu. Ég vil bara gleyma þessu sem fyrst og halda áfram úti því það hefur verið gott,“ sagði Birgir. Margir bjuggust við miklu af Birgi sem hefur staðið sig mjög vel á Evrópumótaröðinni undan- rið. Hvað sem líður segist atvinnu- kylfingurinn ekki hafa fundið fyrir pressu eða óvenju miklum væntingum í kringum mótið. „Nei, en það var gaman að sjá að fólk var að koma og eflaust ein- hverjir til að sjá mig. Ég hefði vilj- að sýna það sem ég hef verið að gera en svona er þetta,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Þetta var bara ekki nægilega gott hjá mér Björgvin Sigurbergsson vann glæsilegan sigur á Íslandsmótinu í höggleik sem lauk á Hvaleyrar- velli í gær. Björgvin er heima- maður, sem hafði eflaust sitt að segja, en þetta er þriðji Íslands- meistaratitill hans. Hina vann hann árin 1999 og 2000. Örn Ævar Hjartarson varð annar og Ólafur Már Sigurðsson þriðji. Íslands- meistarinn frá því í fyrra, Sig- mundur Einar Másson gerði ekki atlögu að titlinum að þessu sinni og hafnaði í 22. sæti. Björgvin var með forystu fyrir lokadaginn sem hann hélt allt til enda. Hann byrjaði hringinn í gær á því að fá skolla en eftir röð para fékk hann tvo fugla og spilaði fyrri níu holurnar á einu höggi undir pari. Hann fékk svo tvo skolla til viðbótar áður en hann sýndi ein bestu tilþrif mótsins þegar hann vippaði boltanum í á sautjándu holu. „Ég vippaði í á sautjándu og það var lykillinn að þessu öllu,“ sagði Björgvin við Fréttablaðið eftir hringinn. Hann átti tvö högg á Örn Ævar fyrir síðustu holuna og spil- aði hana af öryggi. Eftir fínt upp- hafshögg setti hann boltann utar- lega í flatarkantinn til að sleppa örugglega við vatnið, hann vippaði svo um þrjá metra frá holu og tví- púttaði örugglega og gulltryggði sér sigurinn. Hann vann því með einu höggi og spilaði samtals á einu höggi yfir pari vallarins. „Þetta var auðvitað bara meiri- háttar, þetta datt með mér. Ég var að spila skynsamlega og stöðugt og ég vissi svona um það bil að hverju ég gat gengið. Ég tók einni kylfu of lítið á fjórtándu holu og fékk skolla sem gerði þetta óþarf- lega spennandi en þetta hafðist,“ sagði Björgvin. Björgvin var í forystu allt mótið og var fyrstur eftir alla keppnis- dagana. „Ég var aldrei neitt í því að verja forystuna mína. Ég hugs- aði bara um að spila mitt golf,“ sagði Björgvin, sem þekkir völl- inn mjög vel og hafði því ákveðið forskot á marga sem hann nýtti sér til hins ítrasta. Veðrið í gær setti svip sinn sterklega á mótið en það tók að hellirigna eftir hádegið. Margir kylfingar lentu í vandræðum sökum þessa en völlurinn var þungur og erfiður viðureignar. Samt sem áður sáust glæsileg til- þrif inni á milli og mótið var vel heppnað. Heiðar Davíð Bragason var allan tímann meðal efstu manna en honum fataðist flugið í gær. Hann var í öðru sæti fyrir loka- daginn. „Þetta gekk frekar illa, sérstaklega á flötunum. Ég púttaði mig eiginlega út úr þessu. Ég var ekki að strjúka boltann illa en ég virtist ekki geta lesið þetta rétt. Þegar ég hélt að væri brot gerðist ekki neitt og öfugt og ég held að ég hafi verið með 35 pútt á hringnum. Ég sló ágætlega en gerði svo bara ekkert á flötunum,“ sagði Heiðar. „Ég var ekki að koma mér nógu nálægt pinnanum og átti því oft erfið pútt eftir. Ég náði að halda þessu í þrjá daga en þetta datt svo aðeins í sundur núna. Ég hefði vilj- að enda betur. „Sá sem púttar best vinnur. Bjöggi púttaði mjög vel og vippaði auk þess í þarna á sautj- ándu holu, þetta var flott hjá honum,“ sagði Heiðar Davíð. Björgvin Sigurbergsson varð Íslandsmeistari karla í gær eftir skemmtilega keppni. Hann setti niður vipp á sautjándu holu sem hann segir lykilinn að þessu öllu. Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill Björgvins.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.