Fréttablaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 24
greinar@frettabladid.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki B oðskapur utanríkisráðherra á Norðurpólsráðstefnunni kom ekki á óvart í ljósi stjórnarsáttmálans. En þessi fyrsta stefnumarkandi ræða nýrrar húsmóður í utan- ríkisráðuneytinu var skýr og afdráttarlaus bæði um gamlan merg stefnunnar í varnar- og öryggismálum sem og ný viðfangsefni. Það var mikilvægt að ráðherrann skyldi vitna til lýðræðis, frels- is, jafnréttis og mannréttinda. Sú grundvallarbreyting sem varð á utanríkis- og varnarstefnu Íslands 1949 með aðildinni að Atlants- hafsbandalaginu snerist einmitt um brotthvarf frá ríkjandi hlut- leysi gagnvart andstæðum pólitískum gildum. Þessi skírskotun er því ekki orðin tóm eins og ráðherrann benti réttilega á. Í henni felst sögulegt samhengi utanríkis- og varnarstefnunnar. Merkasta nýmælið í ræðunni var yfirlýsing um að hafinn væri undirbúningur að gerð vandaðs, faglegs ógnarmats fyrir Ísland. Hér er stigið nýtt og öllu fremur mikilvægt skref til þess að auð- velda pólitískar ákvarðanir á þessu sviði á grundvelli eigin mats á varnarþörf. Þetta er staðfesting á aukinni ábyrgð og vaxandi eigin umsvifum á varnarmálasviðinu. Ráðherrann skýrði enn fremur að forsendur fyrir áframhald- andi rekstri íslenska loftvarnakerfisins byggðust á því mati Atl- antshafsbandalagsins að starfræksla þess væri nauðsynleg fyrir varnir Íslands og bandalagsþjóðanna. Þörf var á þessari pólitísku röksemdafærslu. Engin efni eru til að draga réttmæti hennar í efa. Óhjákvæmilegt er að setja sérstaka löggjöf um þennan þátt loft- varnanna. Hún mun marka þáttaskil að því leyti að í fyrsta sinn stendur Alþingi andspænis því að lögbinda íslenska hernaðarlega starfsemi. Þó að hún feli ekki í sér vopnvæðingu tökum við eigi að síður að okkur hernaðarlegt verkefni sem gæti, ef þau atvik gerð- ust, orðið grundvöllur ákvarðana um vopnaða valdbeitingu banda- lagsþjóðanna. Ísland bæri þar eðlilega sameiginlega ábyrgð. Utanríkisráðherra ítrekaði með enn skilmerkilegri hætti en áður hefur verið gert stefnuyfirlýsingu fyrri ríkisstjórnar um að koma á fót lýðræðislegum samráðsvettvangi um þessi viðfangsefni. Áform um sérstaka rannsóknarstofnun á þessu sviði eru einnig fagnaðar- efni. Ekki er öldungis víst að utanríkisráðherra verði að frómri ósk sinni um að viðhald átakahefðar um varnar- og öryggismál verði niður fellt. Til þess standi þó öll skynsamleg rök. Taka verður undir það með ráðherranum. En hér verður að hafa í huga að helsta ástæðan fyrir því að Vinstri grænt átti ekki kost á að komast í ríkisstjórn var sú að yfir til þess flokks er óbrúanleg gjá á þessu sviði. Ræða utanríkisráð- herra staðfestir að það á nú jafnt við um Samfylkinguna sem Sjálf- stæðisflokkinn. Óljós stefna í varnar- og öryggismálum hefur fram til þessa verið einn helsti veikleiki Samfylkingarinnar. Það á sér eðlilega skýringu með því að hún er gerð úr þremur flokkum allsendis óskyldra hug- myndaheima í þessum efnum. Í því sögulega samhengi má ljóst vera að það er ekki vandalaust fyrir formann Samfylkingarinnar í hlutverki utanríkisráðherra að leggja línur þar að lútandi um ný viðfangsefni á óbreyttum rót- föstum grundvelli. Sú afdráttarlausa stefnumörkun sem ráðherr- ann hefur nú mælt fyrir er mikilsverð fyrir Ísland. Hún þjónar á hinn veginn með árangri einnig þeim tilgangi að styrkja trúverð- ugleika Samfylkingarinnar. Ný viðfangsefni Mér varð það á að hugsa um daginn að örlög lífs míns væru að sitja borgarafundi. Ótal slíka hélt ég í útvarpi og sjónvarpi um ýmis mál, hélt svo úti síma- fundi kenndum við Þjóðarsálina árum saman og líf mitt sem borg- arfulltrúi var að sjálfsögðu sam- felldur borgarafundur. Úti á mörk- inni í Norður-Namibíu halda borgarafundir áfram. Þrír í einni viku meðal hirðingja. Einn var undir tré. Þar sátu himbakonur, naktar nema í lendaskýlu, vandlega smurðar leir og lit, með voldug armbönd og glæsilegt hálsskraut; hver og ein með hárgreiðslu sem hæfir samfélagsstöðu. Náskyldar konur úr öðrum ættbálki sátu einnig í hringnum, dekkri á hörund og með litríkari muni. Karlar á pilsum eða stuttum buxum, sumir með örvarodda bak við eyrun eða langa hnífa við belti, allir með stóra þunga hringi um hálsinn. Og svo auðvitað þeir sem kusu Adidasboli í viðbót við forna skreytilist. Nær grasrótinni verður ekki komist en að sitja á henni og hlusta á þetta fólk. Það eru þurrkar og vatnsból væru vel þegin. Menntun barna er áhyggjuefni. Tekjuskap- andi úrræði vantar; er býflugna- rækt málið? „Við sendum fólk til höfuðborgarinnar til að leita ásjár,“ segir einn. Það er augljóst að það hefur verið stór ákvörðun og allnokkur fjárfesting að gera út sendifulltrúa til að leita uppi hugsanlega aðstoð. Og þótt sú fjárfesting hafi skilað heimsókn okkar hjá Þróunarsamvinnustofn- un til að skoða aðstæður frá fyrstu hendi er ekkert fast í hendi enn, og það veit fólkið. „Við erum enn verr stödd en margir aðrir sem fá aðstoð“ eru skilaboðin. Þessi héruð eru eins konar Vestfirðir Namibíu. Vegirnir eru að minnsta kosti sérlega slæmir og þarf yfir klungur að fara til að komast í lítið þorp þar sem er lögreglustöð, skóli og félagsmið- stöð, en ekkert símsamband. Vatnið úr borholu sem Þróunar- samvinnustofnun lét gera. Hér leysist grjótruðningurinn sem kallast vegur upp í sandslóðir sem liggja hingað og þangað um sveitir; þar eru nautgripa- og geitahjarðir og aðalstarfið að elta þær og reka þangað sem beitilönd er að finna. Ætlunin er að gera kringum 30 vatnsból hér á næstunni fyrir íslenskt fé. Á fundinn mæta höfðingjar sveitanna, æðstihöfð- inginn fyrir miðju, síðan koma nokkrir stórbændur, starfsmenn frá ráðuneytinu og fulltrúar kvenþjóðarinnar, sem fyrr klæddir hefðbundnum búningum og vandlega smurðar ryðbrúnum leir frá hvirfli til ilja, sitja flötum beinum og hlýða á. Þetta er skrautleg samkoma. Alveg eins og á kvótafundi á Vestfjörðum ræða menn úthlutun gæða eins og staðsetningu vatnsbóla. Með okkur er sérfræð- ingur í vatnsmálum og það er eins með hann og karlana frá Hafró, það þarf sannfæringarkraft þegar talað er um að vísindin ráði. Ekki þarf að fjölyrða um að mörgum liggur hátt rómur um „skilnings- leysi stjórnvalda“ sem hafa „vanrækt þennan landshluta“ árum saman. En þakka Íslending- unum fyrir að koma. Ég hef setið marga borgarafundi á landsbyggð Íslands og þessi í Etanga í norðvesturhluta Namibíu var ekkert öðruvísi. Það er mikilvægt að ræða málin og útskýra sjónarmið áður en hafist er handa. Himbarnir verða að skilja að þegar vatnsbólin eru tilbúin verða þeir að annast þau sjálfir, sjá um viðhald og rekstur. Það er því stór ákvörðun fyrir fátækt samfélag að taka við vatnsbóli sem rekið er með dísildælu – hver borgar olíuna þegar fram í sækir? Væri þá ekki betra að hafa sólarrafhlöður? En virka þær um regntímann? Sama á við um leikskóla. Smátt og smátt eru hirðingjarnir að vakna til vitundar um að börnin þeirra verða alltaf undirmáls ef þau fá ekki menntun eins og önnur börn í Namibíu. En hver á þá að reka geiturnar, ausa vatni og bera heim? Hér telja bændur auðlegð sína í kúm og barnafjölda til að annast hjarðirnar. Og borga kennurum? Með hverju? Geit? Hér er ekkert skattheimtukerfi, enda ekkert fjármagnskerfi þar sem lifað er af landinu. Bankar ótraustvekjandi hugtak. Fyrir okkur er erfiðast að skilja hvernig gamla höfðingja- veldið og nútíma stjórnsýsla mætast „með skilgreindum ábyrgðarsviðum“ eins og það kallast í stjórnunarfræðum. Hefðbundið höfðingjaveldi er viðurkennd stjórnsýslueining í Namibíu en manni er ekki alltaf ljóst hvar mörkin liggja milli ríkisvalds og gamla ættbálkasam- félagsins. Það er því úr smá flækju að greiða þegar sest er niður og rætt um „kvótamál“ við héraðshöfðingja sem tala tæpi- tungulaust eins og menn gera jafn- an fyrir vestan. En að lokum er sæst á frekari samræður og að leitað skuli lausna sem koma samfélaginu best. Allt gamlir kunningjar. Hlustað á grasrótina Nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum.“ Þessa setningu er að finna í stjórnarsátt- mála ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks sem samþykkt var af báðum þessum flokkum nú í vor. Þessi stjórnar- sáttmáli er mjög merkilegur. Eiginlega merkilegri en stjórnarsáttmálar sem við höfum séð lengi – finnst mér, því hann einkennist af miklum metnaði og framsýni. Sáttmálinn ber þess merki að nýr flokkur er kominn í ríkisstjórn. Sá flokkur er Samfylkingin. Undanfarna viku hefur birst sérkennileg umfjöllun hér á síðum Fréttablaðsins um þá hugmynd Sam- fylkingarinnar að bjóða ókeypis skólabækur í fram- haldsskólum, til að draga úr námskostnaði fram- haldsskólanema og foreldra þeirra. Framsóknarmenn með Höskuld Þórhallsson nýliða á Alþingi í farar- broddi hafa farið mikinn og sakað Samfylkinguna um svik á þessu kosningaloforði á þeim forsendum að ekkert sé um málið fjallað í stjórnarsátt- málanum. Fyrirsögn þessarar greinar stað- festir hið gagnstæða; í kaflanum um barn- vænt samfélag er einmitt sérstaklega hreyft þessu umbótamáli og það er sameiginlegur ásetningur stjórnarflokkanna að þessi stuðn- ingur muni ekki einvörðungu ná til skóla- bóka heldur annarra námsgagna að auki. Þar með verði gætt jafnræðis milli allra nemenda á framhaldsskólastigi, óháð náms- greinum, en margir nemendur svo sem í verk- og listnámi bera mikinn kostnað af öðrum námsgögnum en skólabókum. Ég hef upplýs- ingar um það að vinna við útfærslu þessa framfara- máls er þegar hafin í menntamálaráðuneytinu og má vænta frekari fregna af málinu þaðan. Að lokum vil ég fagna áhuga framsóknarmanna á þessu máli nú en það er athyglisvert að flokkurinn sem sat samfellt í tólf ár í ríkisstjórn, skyldi fyrst átta sig á því eftir að ríkisstjórnarsetu hans lauk að stuðningur af þessu tagi við framhaldsskólanema væri góð hugmynd. Velkomin í hópinn! Höfundur er alþingismaður. Stuðningur til námsgagnakaupa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.