Fréttablaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 70
Mikið gengur á hjá Lista- safni Reykjavíkur þessa dagana. Hafþór Yngva- son og hans lið stendur í ströngu; ekki færri en fjórar sýningar eru á lokastigi, þrjár bækur þeim tengdar að koma út, og sú fyrsta opnar í kvöld. Fyrir eru tvær sýningar sem heimta verðskuldaða athygli. Lista- safn Reykjavíkur er enda kraftmesta sýningastofnun myndlistar í landinu. Hafþór var gripinn á blaðamanna- fundi í gær þar sem gengið var frá samningi við Glitni, aðalstyrktar- aðila yfirlitssýningar um feril Gjörningaklúbbsins sem opnar í kvöld í Hafnarhúsi. Hafþór hefur lagt áherslu á þá stefnu í sýninga- stjórn í hinum mörgu sölum Lista- safnsins að auka hlut yngri mynd- listarmanna og gera sýningar að lifandi starfsvettvangi þeirra sem eru í hvað mestu starfi í margvís- legum birtingarmyndum þessi dægrin. . Þá er í vændum sýning á verka- röð eftir Birgi Snæbjörn Birgisson og Jóhannes Atli Hinriksson er með innsetningu í D-salnum í Hafnar- húsinu sem hefur verið lagður undir yngstu kynslóðina. Þar verð- ur Karlotta Blöndal með aðsetur í nóvember á sama tíma og Margrét Blöndal sýnir í aðalsölum hússins. Þá er ógetið sýningar á lágmyndum Helga Gíslasonar sem opnar líka 8. september á Kjarvalsstöðum Hafþór segir um stefnuna: „Þetta er svo huglægt, það á ekki að vera áþreifanlegt.. Það er ekki ungviðið hér og hefðbundin list á Kjarvals- stöðum. Erlendis eru söfn sem sýna listamenn sem eru að berjast við takmörkin, vilja brjótast út úr viðjunum, vera með tilraunastarf- semi. Fólk sem fer þangað hefur áhuga á þeirri stemningu: hvað er að gerast? Síðan,vill kannski sama fólkið bara sjá vandaða sýningu í öðrum söfnum vegna þess að það vill sökkva sér niður í listina á öðrum forsendum. Þetta gengur út á að skapa tilfinningu frekar en að eitt sé hér og annað þar.“ Um aðra helgi opna tvær aðrar sýningar í sölum safnsins: yfirlits- sýning á verkum Eggerts Péturs- sonar, hins dáða málara, er á Kjar- valsstöðum 8. september og er styrkt af Landsbankanum, og í Norðursal verður á sama tíma opnuð sýningin Byggingarlist í augnhæð. Báðum sýningunum fylgja vandaðar bækur. „Við erum búnir að gefa út bækur sem tengjast sýningunum hér: Þegar ég kom hingað sá ég að það vantaði bækur hérna. Hingað komu erlendir sýningarstjórar sem vildu fá hugmynd um hvað væri að gerast hérna og þær vantaði. Svo ekki sé talað um íslenskan almenn- ing. Það er feikileg vinna sem ligg- ur að baki sýningum. Ólöf K. Sig- urðardóttir er sýningarstjóri á sýningu Eggerts og er búin að vinna við hana í meira en ár. Eitt af því sem safn þarf að gera er að sinna rannsóknum og við gerum það í beinum tengslum við sýning- arnar, en það má ekki láta þá vinnu tapast. Þess vegna verður að gefa út rit um sýningarhaldið. Við ætlum að safna saman gögn- um um sýningarnar í D-salnum og gefa út, vonandi fyrir Listahátíð í vor, fyrstu bókina í þeirri röð.“ Sýning Eggerts er viðamikil. Verk- in spanna allan feril Eggerts, frá því hann tók þátt í starfi Suðurgötu 7 og til þessa dags. Málverk hans af smágerðu landi undir fótum okkar hafa lengi verið feikilega eftirsótt enda fágætar smíðar á striga. „Það eru svo mörg handtökin við að undirbúa sýningu, ekki bara að færa verkin inn í safnið, tryggja þau og það allt, heldur þarf líka að búa til sýninguna. Það eru ekki listamenn sem sýna í safninu held- ur sýnir safnið verk þeirra. Það eru ekki listamenn sem velja sín verk, taka það sem til er á vinnu- stofunni, heldur gengur sýningin út á að finna einhverja hlið á mál- unum. Sýna verkin í ákveðnu ljósi. Það er hlutverk sýningarstjór- anna,“ segir Hafþór. Aðrir sýningarstjórar sem eru í önnum þessi dægrin eru þau Mika Hannula, Yean Fee Quay og Æsa Sigurjónsdóttir, en það er Guja Dögg Hauksdóttir deildarstjóri byggingardeildar sem vinnur Byggingarlist í augnhæð í Norður- salnum. Hún er eins og fyrri sýningar í þeim sal einkum hugsuð fyrir börn og er unnin í samstarfi við Arki- tektafélag Íslands og Námsgagna- stofnun. Gestum er boðið að upp- lifa sýninguna á margvíslegan hátt og geta sjálfir spreytt sig á að skapa og hanna. Í tengslum við sýninguna kemur út bók eftir Guju sem er ætluð til fræðslu í byggingarlist. „Hingað koma þúsundir skóla- barna á hverju ári,“ segir Hafþór. „Þau byrja á að skoða verk Kjar- vals, næsta ár sýnum við þeim verk Ásmundar og leiðum þau svo lengra. Það verður að leiða fólk inn í myndlistina. Skynjun á myndlist er ekki sprottin af sjálfu sér, hún er lærð. Ég vissi ekkert um bygg- ingarlist fyrr en ég fór að læra um hana og eftir það sá ég borgina sem ég bjó í þá í nýju ljósi. Við þurfum því að kenna fólki að njóta þeirrar listar sem við bjóðum upp á.“ Ruglað saman reitum Miðasala hefst Miðasala og sala áskriftarkorta á www.leikhusid.is eða í síma 551 1200 3. september „Vits er þörf þeim er víða ratar“, listaverk Finns Arnar Arnarssonar myndlistarmanns, var valið til þess að prýða Háskólatorg Háskóla Íslands. Verkið er til minningar um gjöf Vestur-Íslendinganna er stofn- uðu Háskólasjóð Eimskipafélags Íslands. Verkið verður staðsett í keilu sem stendur upp úr þaki Háskólatorgsins. Björgólfur Guð- mundson, stjórnarformaður Háskólasjóðs, greindi frá valinu. Bygging Háskólatorgs er að hluta fjármögnuð með framlagi Háskóla- sjóðs sem stofnaður var með gjöf Vestur-Íslendinga og er verkið til minningar um þá gjöf. Tillögu sína segir Finnur vísa til þeirra sem um aldamótin 1900 fóru vestur um haf, til Háskólans og menntunar. Finnur Arnar Arnarsson er fædd- ur 1965. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hann á að baki margar einkasýningar og sam- sýningar heima og heiman,. Hann starfar við kennslu í Listaháskóla Íslands og margt fleira. Finnur Arnar vann ath kl. 22 á Nasa. Bjöggi Gísla, Björn Thoroddsen, Larry Coryell og fleiri gítarsnillingar bregða á leik í kvöld. Sannnkölluð gítarveisla sem verður ekki endur- tekin. Skyldumæting fyrir luftgítar- menn og þá sem kunna gripin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.