Fréttablaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 81
A-riðill:
B-riðill:
C-riðill:
D-riðill:
E-riðill:
F-riðill:
G-riðill:
H-riðill:
Bandaríski
spretthlauparinn Tyson Gay vann
í gær keppni í 200 metra sprett-
hlaupi á HM í frjálsíþróttum sem
fer fram í Osaka í Japan. Gay
hljóp á 19,76 sekúndum og bætti
þar með mótsmet Michaels
Johnson. Annar varð Usain Bolt
frá Jamaíka og þriðji Wallace
Spearmon frá Bandaríkjunum.
Gay var vitanlega í skýjunum
með árangurinn en hann vann
einnig keppnina í 100 m hlaupi.
Þar með lék hann eftir afrek
fyrirmyndar sinnar, Maurice
Greene, sem vann þessar tvær
greinar á HM árið 1999.
Tyson Gay fékk
sitt annað gull
Fjórir leikir eru fram-
undan hjá U-21 og U-19 karla-
landsliðum Íslands. Síðarnefnda
liðið leikur tvo æfingaleiki við
Skota, hinn 8. september í
Sandgerði og tveimur dögum
síðar í Keflavík. U-21 liðið heldur
áfram þátttöku sinni í undan-
keppni EM 2009 og mætir
Slóvakíu ytra 7. september og
Belgíu á heimavelli hinn 11.
september.
Theodór Elmar Bjarnason,
leikmaður Celtic, var valinn í U-
21 liðið en hann lék síðast með A-
landsliðinu gegn Svíþjóð í júní
síðastliðnum. Hann er nú að stíga
upp úr meiðslum.
Margir leikir
framundan
Það var mikið um dýrðir í
Mónakó í gær þegar dregið var í
riðlakeppni Meistaradeildar Evr-
ópu í gær. Meistarar AC Milan
voru ánægðir með dráttinn enda
lenti liðið í þægilegum riðli með
Benfica, Celtic og Shaktar
Donetsk.
E-riðill er mjög áhugaverður
þar sem Eiður Smári og félagar í
Barcelona fá mjög erfiða móth-
erja. Öll ensku félögin voru í
fyrsta styrkleikaflokki og Chelsea
lenti líklega í erfiðasta riðlinum
með Valencia, Schalke og Rosen-
borg.
Við athöfnina í gær voru einnig
krýndir bestu leikmenn Meistara-
deildarinnar á síðustu leiktíð og
skyldi engan undra að meistarar
Milan hrepptu nánast öll verðlaun-
in. Kaká var valinn besti leikmað-
ur Meistaradeildarinnar sem og
besti sóknarmaðurinn. Það kom
ekki á óvart.
Félagi hans hjá Milan, Clarence
Seedorf, var besti miðjumaðurinn
og fyrirliði Milan, Paolo Maldini,
var valinn besti varnarmaðurinn.
Petr Cech, markvörður Chelsea,
var síðan valinn besti markvörð-
urinn.
Meistarar AC Milan í
þægilegum riðli
ALLT
AÐÚTS
ALA
70%
AFS
L
HOL
E IN
ONE
ATH:
höfu
m op
ið su
nnud
aginn
2. se
ptem
ber f
rá 12
:00 -
16:00
Hole in One • Bæjarlind 1-3 • 201 Kópavogur • Sími: 577 4040 • www.holeinone.is
Opnunartími:
Mán - fös..................
Laugardaga...............
Sunnudaga...............
10 - 18
10 - 16
LOKAÐ