Fréttablaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 38
BLS. 8 | sirkus | 31. ÁGÚST 2007 M ér finnst þetta alveg meiri háttar skemmti-legt enda blundar lítill spennufíkill í mér,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal en ný syrpa af Tekinn hefst 14. september á Stöð 2. Á meðal fórnarlamba Audda að þessu sinni verða Jói Fel, Laddi, Ragnhildur Steinunn, Hermann Hreiðars, Jógvan og Ásgeir Kolbeins. „Við reynd- um að taka Eið Smára en það var eini hrekkur- inn sem heppnaðist ekki. Áhorfendur fá samt að sjá hvernig til tókst,“ segir Auddi og bætir við að hugmyndavinnan og undirbúningurinn við þættina sé afar skemmtileg. „Þetta er oft mikið stress og margt verður að ganga upp svo hjartað er oft í buxunum. Jói Fel þurfti til dæmis að leggja í hárrétt bílastæði á réttum tíma svo hrekkurinn myndi heppnast. Keðjuverkunin getur verið mikil.“ Auddi segir hin frægu fórnar- lömb hingað til hafa tekið hrekkjunum vel. Sem betur fer hafi flestir húmorinn í lagi. „Við erum náttúrlega ekkert að niðurlægja fólk, bara hrekkja og það virðist sem þekkt fólk á Íslandi sé voðalega kurteist. Það hefur allavega enginn sett sig á háan hest enda væri voðalega skrítið ef fólk væri gott með sig af því að það er frægt á Íslandi. Menn missa sig kannski í Bandaríkjunum þar sem þú getur fengið mörg hundruð milljónir fyrir að vera frægur en hér á Íslandi missirðu varla stjórn á skapinu þótt einhver leggi í stæðið þitt. Jafnvel þótt þú sért frægur.“ Væri til í að eiga pylsuvagn Auddi hefur starfað í sjónvarpi frá því hann byrj- aði í 70 mínútum á sínum tíma á Popptíví. Spurður hvað hann hefði fyrir stafni ef hann væri ekki í sjónvarpi segir hann að hann væri til í að eiga sinn eigin pylsuvagn. „Ef ég væri ekki fyrir framan myndavélina vildi ég vinna á bak við hana enda kominn með góða reynslu af sjón- varpi eftir sjö ár í bransanum. Ef ég yrði að velja eitthvað ótengt sjónvarpi þá yrði minn eigin pysluvagn, Blöndalspylsur, fyrir valinu en honum myndi ég koma fyrir fyrir utan sundlaug- ina á Sauðárkróki,“ segir Auddi brosandi. Lilja, kærasta Auðuns, vakti athygli í fyrri seríunni af Tekinn. Auddi tekur undir að hún hafi staðið sig vel enda þrusugóð leikkona. „Hún reyndi fyrir sér í leiklistardeild Listahá- skóla Íslands á sínum tíma og komst langt en ákvað að skella sér í staðinn í lögfræðina. Hún verður hins vegar ekki með í þessari syrpu því við vildum ekki taka sénsinn á að einhver myndi þekkja hana,“ segir Auddi sem vill sem minnst tala um sitt persónulega líf. „Ég hef ekki gert það í fimm ár og við erum enn saman svo ég er sáttur og ætla ekkert að breyta því,“ segir hann ákveðinn. Barneignir ekki á dagskránni Auddi er með margt í deiglunni en segist alltaf á leiðinni í skóla þótt hann hafi ekki enn komið sér í það. „Mér finnst mjög gaman að leika og langar að mennta mig sem leikara. Vinnan er bara svo skemmtileg að það er erfitt að kúpla sig út og setjast á skólabekk,“ segir hann og bætir við að hann myndi líklega halda til Bretlands eða Bandaríkjanna þar sem enginn myndi þekkja hann til að læra fagið. Hvort áhugi á frek- ari frægð og frama í útlöndum blundi í honum segir hann að það væri gaman að reyna fyrir sér. „Það væri ekkert leiðinlegt að prófa Hollywood en það eru kannski dálítið miklir draumórar. Það er samt aldrei að vita hvað maður gerir.“ Auddi á sér sinn draumahrekk sem honum hefur ekki enn tekist að framkvæma. „Mig langar að hrekkja Björgólf yngri, það er draumurinn. Það hefur hins vegar ekki tekist hingað til enda næst- um jafn erfitt og að nálgast sjálfan páfann.“ Auddi segist ekki verða fyrir miklu áreiti vegna frægðarinnar. Aðallega sé fólk að ræða við hann um þáttinn á djamminu en það sé vanalega á góðum nótum. Hann viðurkennir að hafa gaman af því að kíkja út á lífið en að hann geri minna af því í dag en áður fyrr. Hvort hann sé ekkert farið að langa í rólegra fjölskyldulíf segist hann varla geta eignast börn á meðan hann sé sjálfur barn. „Ég heyrði þetta hjá einum gæja en held ég verði að víkja frá þessari reglu því annars mun ég aldrei eignast börn. Vonandi koma þau í fram- tíðinni. Maður er umkringdur börnum vinanna því Simmi, Jói, Sveppi og Pétur eru allir með börn og spyrja mig reglulega hvort ég sé nokkuð með vatnspung, svo ég er undir smá þrýstingi. Barneignir eru samt ekkert á dagskránni.“ Þrátt fyrir að geta fíflast og grínast í sjónvarpi viðurkennir Auddi að hann sé í rauninni feim- inn, allavega við ókunnuga. „Ég er opinn og kátur á mínum heimavelli en feiminn við fólk sem ég þekki ekki og virðist því stundum hroka- fullur,“ segir hann en bætir við að hrokinn sé misskilinn. „Sjálfstraustið er í góðu lagi í því sem ég er að gera, annars gæti ég líklega ekki unnið þessa vinnu.“ Eins og flestir vita er Auddi frá Sauðárkróki. Hvort hann gæti hugsað sér að flytja aftur heim segir hann það ekki koma til greina í nánustu framtíð. „Kannski í ellinni þegar ég verð kominn með þrjú börn sem geta séð um pylsuvagninn á meðan ég stjórna á bak við tjöld- in,“ segir Auddi brosandi. indiana@frettabladid.is AUÐUNN BLÖNDAL SNÝR AFTUR Á SKJÁINN Á NÆSTUNNI ÞEGAR ÞÁTTURINN TEKINN HEFUR GÖNGU SÍNA. AUDDI, SEM STEFNIR Á LEIKLISTARNÁM Í FRAMTÍÐINNI, SEGIST UNDIR ÞRÝSTINGI VARÐANDI BARNEIGNIR. SÆT SAMAN Auddi vill lítið sem ekkert tjá sig um ástina í lífi sínu en Lilja kærastan hans birtist í fyrri þáttaröðinni af Tekinn. Hún verður þó ekki með í ár. KÆRASTAN FJARRI GÓÐU GAMNI AUÐUNN BLÖNDAL „Sjálfstraustið er í góðu lagi í því sem ég er að gera, annars gæti ég líklega ekki unnið þessa vinnu.” MYND/HÖRÐUR „ÉG ER OPINN OG KÁTUR Á MÍNUM HEIMAVELLI EN FEIMINN VIÐ FÓLK SEM ÉG ÞEKKI EKKI OG VIRÐIST ÞVÍ STUNDUM HROKAFULLUR.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.