Fréttablaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 12
Hundrað dagar eru liðnir síðan ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar tók við völdum. Hveiti- brauðsdagarnir hafa verið tíðindalitlir og flest fyrir- heitin í stjórnarsáttmálan- um bíða þess að verða efnd. Víða um lönd er til siðs að ríkis- stjórnir geri sem mest á fyrstu vikum og mánuðum valdatíðar sinnar. Nýir ráðherrar keppast við að kynna pólitísk stefnumál og gæta þess að ekki fari á milli mála að mannaskipti hafi orðið í ráðu- neytinu. Á Íslandi er þessu öðru vísi farið og helgast það vísast af þeirri staðreynd að hér starfa jafnan samsteypustjórnir og einn eða fleiri stjórnarflokkar sátu líka í fyrri stjórn. Afrekalisti ríkisstjórnarinnar þessa hundrað daga er ekki langur en magn er svo sem ekki gildur mælikvarði í pólitík. Niðurskurð- ur þorskkvóta um 63 þúsund tonn er viðamesta ákvörðun ríkis- stjórnarinnar til þessa enda snert- ir hún lífsafkomu þúsunda um allt land. Um leið og tilkynnt var um niðurskurðinn voru mótvægisað- gerðir til að styrkja atvinnulíf í sjávarbyggðum boðaðar. Vikið var að þeim almennum orðum mið- sumars en útfærslur eru enn á huldu, ef undan eru skilin áform um að flýta vegaframkvæmdum. Að sönnu hefur meira borið á ráð- herrum Samfylkingarinnar en ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur skipað nokkr- ar nefndir og starfshópa auk þess sem hún hefur lækkað lánshlutfall Íbúðalánasjóðs og ráðist gegn bið- listum hjá Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur ráðist gegn hliðstæðum bið- listum hjá Barna- og unglingageð- deild Landspítala. Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra hefur, líkt og Jóhanna, skipað nokkrar nefndir og undan hans rifjum eru runnin bráðabirgðalög um rafmagn á Keflavíkurflugvelli. Tvö ferðalög Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur utanríkisráð- herra – til Afríku og Mið-Austur- landa – voru býsna fréttnæm en af vettvangi varnarmála voru yfir- taka Íslendinga á ratsjárkerfinu og heræfingin Norðurvíkingur einna helst í kastljósi fjölmiðla. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Grímseyjarferjumálið hefur verið efst á baugi í pólitíkinni síðan hún var opinberuð um miðjan mánuð- inn. Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra komst að þeirri niður- stöðu, eftir lestur skýrslunnar, að ráðgjafi Vegagerðarinnar bæri ábyrgð. Óskaði hann eftir stjórn- sýsluúttekt og setti nefnd á fót. Í kjölfarið hafa fylgt hnútuköst milli Ríkisendurskoðunar og fjár- málaráðuneytisins um ákvæði fjárreiðulaga og góða stjórnsýslu. Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra hefur hafnað öllum óskum um rannsóknarleyfi á hugs- anlegum virkjunarsvæðum og gert embættismönnum að taka vatnalögin til endurskoðunar. Eiga þau að óbreyttu að taka gildi 1. nóvember. Össur mótmælti fyrir- huguðum lögum harðlega þegar þau voru til umræðu í þinginu á síðasta ári. Sigurður Kári Kristj- ánsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, hefur sagt að hann telji ástæðulaust að endurskoða lögin. Áhugamenn um pólitísk átök sjá fram á veislu. Samkvæmt stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar er stöðugleiki í efnahagslífinu eitt brýnasta verk- efni hennar. Segir þar að tryggja verði að íslensk fyrirtæki búi við bestu samkeppnis- og rekstrar- skilyrði sem völ sé á og að mikil- vægt sé að rekstrarumhverfi fyr- irtækja tryggi vöxt þeirra og laði að starfsemi frá öðrum löndum. Á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því að stjórnin tók við hefur þensla aukist. Lækkun hámarkslánshlutfall Íbúðalána- sjóðs er það eina sem gert hefur verið til að sporna við þenslunni. Þó sagt sé að vika í pólitík sé langur tími eru hundrað dagar í lífi ríkisstjórnar kannski ekkert svo ofboðslega langur tími. Þing kemur saman 1. október og þá opnast farvegur hugmynda til laga. Um leið opnast leikvöllur stjórnarandstöðunnar til að berja á ríkisstjórninni. Hveitibrauðsdagarnir eru liðnir „Sumarið er búið að vera eins og tíðindalaus fyrri hálfleikur þar sem þjálfarinn lætur spila vörn með einn frammi,“ segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsam- bandsins og áhugamaður um stjórnmál. Hann segir að áfram verði virkjað á Íslandi og sú staðreynd þvælist fyrir Samfylkingarráðherrunum. Fólk vilji atvinnuöryggi og náttúru- vernd gleymist þegar þarf að borga vísareikninginn. Guðmund- ur bendir líka á að erfiðara sé að vera ráðherra með skömmtuð fjárráð heldur en að sitja í stjórnarandstöðu og boða ókeypis námsbækur, jarðgöng og malbik heim á hvern bæ. Varnarleikur „Almennt séð hefur ríkisstjórnin lítið aðhafst og mér virðist sem hún hafi notið veðurblíðunnar í sumar og raunveruleg stefnumótun sé eftir,“ segir Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins. Hann hefur áhyggjur af stöðu og þróun efnahagsmála, ekki síst krónubréfunum, og telur stjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi í því máli. Jón telur stefnumörkun í utanríkismálum ábótavant sem og hvernig standa eigi að mótvægis- aðgerðum vegna niðurskurðar þorskkvóta. Þá gagnrýnir hann að ríkisstjórnin skuli ekki beita sér fyrir að íslenskir lántakendur njóti sömu kjara og bjóðast á hinum Norðurlöndunum. Í sólbaði í sumar „Þessir hundrað dagar hafa einkennst af gaspri Samfylking- arinnar, sem áttar sig ekki á að hún er komin í ríkisstjórn og þögn Sjálfstæð- isflokksins, sem virðist þjást af valdaþreytu,“ segir Siv Friðleifsdóttir, formaður þingflokks Framsókn- arflokksins. Hún segir málefnasamning stjórnarflokkanna loðinn og almennt orðaðan og gefi auk þess engin fyrirheit. Þá greinir Siv ósamstöðu milli flokkanna; yfirlýsingar hafi verið gefnar þvers og kruss um orkumál og óeining sé til dæmis um hvalveiðar og tilfærslu verkefna milli ráðuneyta. Gaspur og þreyta A T A R N A – K M I / F ÍT Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Þetta er vél sem hefur algera sérstöðu. Fjórtán blettakerfi fyrir ólíka bletti, t.d. vínbletti, blóðbletti og grasgrænku. Tromlan er óvenjustór, tekur 65 l og hægt er að þvo í henni allt að 8 kg. Innra byrði tromlunnar er með droplaga mynstri sem fer sérlega vel með þvottinn. Vélin er mjög snör í snúningum: 15 mín. hraðkerfi og 60 mín. kraftþvottakerfi fyrir meðalóhreinan þvott. Snertihnappar. Stór og öflugur skjár. Vélin hefur mjög góða hljóðeinangrun og er í orkuflokki A+.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.