Fréttablaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 18
taekni@frettabladid.is Þrátt fyrir að tekist hafi að opna lásinn í iPhone þannig að hægt sé að nota símann í öðrum símkerfum en bandarískum munu Íslend- ingar eiga erfitt með að nota hann hér á landi. Hann hefur ekki CE-merkingu og er því bannaður á Íslandi. Þeir sem hafa í hyggju að panta hann frá Bandaríkj- unum eiga á hættu að hann komist ekki lengra en í tollinn. Fréttir af afrekum sautján ára bandarísks tölvusnillings bárust fyrir nokkrum dögum, en honum tókst fyrstum að taka lásinn af símanum með því að opna hann og beita lóðunarkúnstum. Nokkr- um dögum síðar bárust síðan fréttir af öðrum hóp hakkara sem hafði tekist hið sama án þess að opna sjálft tækið. Þeirra lausn byggir eingöngu á hugbúnaði, og er því mun einfaldari í fram- kvæmd en að opna símann og lóða saman víra. Hugbúnaðurinn hefur ekki verið gefinn út en tæknisíður á borð við Engadget hafa sannreynt búnaðinn og segja hann virka afbragðsvel. Á síðu hópsins sem gerði hugbúnaðinn, www.iphon- esimfree.com, má sjá tilkynningu um að hann verði seldur hverjum sem vill kaupa á næstu sólar- hringum. Þó að mögulegt sé að nota iPhone á Íslandi eftir að hann hefur verið tekinn úr lás þýðir það ekki að auðvelt sé að koma honum til landsins. Öll fjarskipta- tæki sem nota á í löndum Evrópu- sambandsins, auk Íslands, Nor- egs og Liechtensteins, þurfa að hafa svokallaða CE-merkingu, annars má varan ekki vera mark- aðssett. Innflutningur einstakl- inga telst markaðssetning í þessu samhengi, og því má einstakling- ur ekki flytja iPhone inn til lands- ins þó hann sé aðeins til einka- nota. Þegar síminn verður formlega settur á markað í Evrópu, sem gerist í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta, má ganga út frá því að öll skilyrði fyrir markaðssetn- ingu verði uppfyllt, og löglegt verði að flytja símann til lands- ins. Þangað til verður hann stopp- aður í tollinum. Apple er í hag að geta samið við símfyrirtæki um læsingar og stjórnað því nákvæmlega hvenær iPhone kemur út í hvaða heims- álfu, og því hafa fréttirnar af því að hægt sé að taka lásinn af sím- anum ekki fallið í kramið hjá lög- fræðingum fyrirtækisins. Engar tilkynningar varðandi hugsanlega lögsókn hafa þó enn borist frá Apple eða AT&T. Steingrímur Árnason, þróunar- stjóri hjá Apple IMC, segist von- ast til þess að fyrirtækið geti hafið sölu á Evrópuútgáfu símans sem fyrst á næsta ári. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig um til- raunir hinna ýmsu hópa til að taka símann eftirsótta úr lás. iPhone tekinn úr lás en bannaður á Íslandi Lítilmagninn í mynddiskastríðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.