Fréttablaðið - 31.08.2007, Page 18

Fréttablaðið - 31.08.2007, Page 18
taekni@frettabladid.is Þrátt fyrir að tekist hafi að opna lásinn í iPhone þannig að hægt sé að nota símann í öðrum símkerfum en bandarískum munu Íslend- ingar eiga erfitt með að nota hann hér á landi. Hann hefur ekki CE-merkingu og er því bannaður á Íslandi. Þeir sem hafa í hyggju að panta hann frá Bandaríkj- unum eiga á hættu að hann komist ekki lengra en í tollinn. Fréttir af afrekum sautján ára bandarísks tölvusnillings bárust fyrir nokkrum dögum, en honum tókst fyrstum að taka lásinn af símanum með því að opna hann og beita lóðunarkúnstum. Nokkr- um dögum síðar bárust síðan fréttir af öðrum hóp hakkara sem hafði tekist hið sama án þess að opna sjálft tækið. Þeirra lausn byggir eingöngu á hugbúnaði, og er því mun einfaldari í fram- kvæmd en að opna símann og lóða saman víra. Hugbúnaðurinn hefur ekki verið gefinn út en tæknisíður á borð við Engadget hafa sannreynt búnaðinn og segja hann virka afbragðsvel. Á síðu hópsins sem gerði hugbúnaðinn, www.iphon- esimfree.com, má sjá tilkynningu um að hann verði seldur hverjum sem vill kaupa á næstu sólar- hringum. Þó að mögulegt sé að nota iPhone á Íslandi eftir að hann hefur verið tekinn úr lás þýðir það ekki að auðvelt sé að koma honum til landsins. Öll fjarskipta- tæki sem nota á í löndum Evrópu- sambandsins, auk Íslands, Nor- egs og Liechtensteins, þurfa að hafa svokallaða CE-merkingu, annars má varan ekki vera mark- aðssett. Innflutningur einstakl- inga telst markaðssetning í þessu samhengi, og því má einstakling- ur ekki flytja iPhone inn til lands- ins þó hann sé aðeins til einka- nota. Þegar síminn verður formlega settur á markað í Evrópu, sem gerist í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta, má ganga út frá því að öll skilyrði fyrir markaðssetn- ingu verði uppfyllt, og löglegt verði að flytja símann til lands- ins. Þangað til verður hann stopp- aður í tollinum. Apple er í hag að geta samið við símfyrirtæki um læsingar og stjórnað því nákvæmlega hvenær iPhone kemur út í hvaða heims- álfu, og því hafa fréttirnar af því að hægt sé að taka lásinn af sím- anum ekki fallið í kramið hjá lög- fræðingum fyrirtækisins. Engar tilkynningar varðandi hugsanlega lögsókn hafa þó enn borist frá Apple eða AT&T. Steingrímur Árnason, þróunar- stjóri hjá Apple IMC, segist von- ast til þess að fyrirtækið geti hafið sölu á Evrópuútgáfu símans sem fyrst á næsta ári. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig um til- raunir hinna ýmsu hópa til að taka símann eftirsótta úr lás. iPhone tekinn úr lás en bannaður á Íslandi Lítilmagninn í mynddiskastríðinu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.