Fréttablaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 16
Úrskurður Jónínu Bjart- marz um Gjábakkaveg hefur komist í hámæli vegna ótta um að veglagningin ógni stöðu Þingvalla á heims- minjaskrá UNESCO. Í úr- skurðinum virðist lítið mark hafa verið tekið á harðorðu áliti Umhverfisstofnunar gegn Gjábakkavegi. Í umsögn Umhverfisstofnunar um Gjábakkaveg segir að út frá gildandi lögum og sæti Þingvalla á heimsminjaskrá UNESCO væri „ljóst að Íslendingum beri skylda til að gæta þess að lífríki Þing- vallavatns verði ekki raskað“. Full þörf sé á að rannsaka hugs- anleg áhrif köfnunarefnismeng- unar á vatnið, þ.e. að aukning köfnunarefna geti raskað lífríki vatnsins. Telur stofnunin að „náttúran eigi að njóta vafans“. Við vegagerð eigi að velja þá leið sem lengst sé frá vatninu, því í lögum um verndun Þingvalla- vatns segi að „óheimilt [sé] að gera nokkuð það sem geti spillt vatni eða mengað það“, en í kæru Péturs M. Jónassonar vatnalíf- fræðings var bent á að lagning vegarins myndi riðla fæðuvef, búsvæðum og hrygningarstöðv- um bleikjunnar í Þingvallavatni. Bleikjan er friðuð af UNESCO og Alþingi. Um náttúruminjar segir Umhverf- isstofnun að framkvæmdin „muni raska Eldborgarhrauni með áber- andi hætti og verða lýti í hrauninu og jafnframt skapa nýtt sár (mann- virkjabelti) þvert á brotastefnu sigdældarinnar“. Þar sem hrauninu hafi nú þegar verið raskað sé „enn brýnna en ella að forðast rask á því og sér- staklega í þeim mæli sem hér um ræðir“. Eldra rask réttlæti ekki endilega frekara rask. Stofnunin klykkir út með að við framkvæmdina, sem hafi „umtals- verð umhverfisáhrif“ í för með sér, sé einblínt á takmarkaðan ávinning (fyrir sveitunga) af aukn- um hraða á nýrri leið. Þessar röksemdir, sem Heilbrigð- isstofnun Suðurlands tók að mörgu leyti undir, voru bornar saman í úrskurði ráðuneytisins við rök Skipulagsstofnunar, Bláskóga- byggðar og Vegagerðar. Í stuttu máli túlka ríkisstofnan- irnar lögin á annan hátt en Umhverfisstofnun. Lög um Þing- vallavatn stuðli að verndun vatns- ins, en feli ekki í sér friðun þess. Í þeim sé gert ráð fyrir raski af mannvirkjagerð. Ráðuneytið reifar þá að sam- kvæmt lögum sé óheimilt að gera nokkuð það sem geti spillt vatninu og að þess skuli gætt að raska ekki umhverfi bleikjunnar. Vísað er til valdheimilda ráð- herra um losun úrgangsefna og að reglur um frárennsli yrðu strang- ari en venjulega. Taldar eru til hömlur á vöruflutningum, reglur sem lágmarki mengun og svo framvegis. Ráðuneytið virðist álíta það gild mótrök þegar Bláskógabyggð segir um bleikjuna friðuðu að það sé fremur væntanleg aukning á komu ferðamanna sem muni auka álag á þjóðgarðinn heldur en nýr Gjábakkavegur. Sveitarstjórn Blá- skógabyggðar minnir á að Pétur Jónasson hafi sjálfur barist fyrir því að koma Þingvöllum á heims- minjaskrá, orsakavaldi ferða- mannastraumsins. Tekið skal fram að rök Blá- skógabyggðar fyrir lagningu veg- arins snúast ekki síst um lengd vegarins, hentugleika og öryggi fyrir vegfarendur, en þau rök snerta ekki álit Umhverfisstofn- unar beinlínis, utan þess sem getið er um hámarkshraðann hér á undan. Ráðuneytið fellst þó á að mengun aukist líklega vegna vegarins. Á móti vísar það til fyrrgreindra reglna um framkvæmdir á svæð- inu og, einhverra hluta vegna, í reglur um notkun áburðar á svæð- inu. Telur ráðuneytið því rétt að framkvæmdaraðila verði gert skylt að mæla köfnunarefnis- mengun áður en framkvæmdir hefjist og í fimm ár eftir að þeim ljúki. Komi í ljós að lífríki vatnsins hafi spillst að þeim tíma liðnum, er áréttað að ráðuneytið geti „grip- ið til aðgerða“, án þess að það sé skýrt nánar. Ráðuneytið féllst ekki á að lagn- ing vegarins hefði umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér, sem kunnugt er. fréttir og fróðleikur Fjórtán dagar að hámarki Bráðkvaddir á knattspyrnuvellinum Áberandi rask og lýti á Þingvöllum Forsætisráðuneytið ePSIplus LÍSA samtök
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.