Fréttablaðið - 31.08.2007, Qupperneq 16
Úrskurður Jónínu Bjart-
marz um Gjábakkaveg hefur
komist í hámæli vegna ótta
um að veglagningin ógni
stöðu Þingvalla á heims-
minjaskrá UNESCO. Í úr-
skurðinum virðist lítið mark
hafa verið tekið á harðorðu
áliti Umhverfisstofnunar
gegn Gjábakkavegi.
Í umsögn Umhverfisstofnunar
um Gjábakkaveg segir að út frá
gildandi lögum og sæti Þingvalla
á heimsminjaskrá UNESCO væri
„ljóst að Íslendingum beri skylda
til að gæta þess að lífríki Þing-
vallavatns verði ekki raskað“.
Full þörf sé á að rannsaka hugs-
anleg áhrif köfnunarefnismeng-
unar á vatnið, þ.e. að aukning
köfnunarefna geti raskað lífríki
vatnsins. Telur stofnunin að
„náttúran eigi að njóta vafans“.
Við vegagerð eigi að velja þá
leið sem lengst sé frá vatninu,
því í lögum um verndun Þingvalla-
vatns segi að „óheimilt [sé] að
gera nokkuð það sem geti spillt
vatni eða mengað það“, en í kæru
Péturs M. Jónassonar vatnalíf-
fræðings var bent á að lagning
vegarins myndi riðla fæðuvef,
búsvæðum og hrygningarstöðv-
um bleikjunnar í Þingvallavatni.
Bleikjan er friðuð af UNESCO
og Alþingi.
Um náttúruminjar segir Umhverf-
isstofnun að framkvæmdin „muni
raska Eldborgarhrauni með áber-
andi hætti og verða lýti í hrauninu
og jafnframt skapa nýtt sár (mann-
virkjabelti) þvert á brotastefnu
sigdældarinnar“.
Þar sem hrauninu hafi nú þegar
verið raskað sé „enn brýnna en
ella að forðast rask á því og sér-
staklega í þeim mæli sem hér um
ræðir“. Eldra rask réttlæti ekki
endilega frekara rask.
Stofnunin klykkir út með að við
framkvæmdina, sem hafi „umtals-
verð umhverfisáhrif“ í för með
sér, sé einblínt á takmarkaðan
ávinning (fyrir sveitunga) af aukn-
um hraða á nýrri leið.
Þessar röksemdir, sem Heilbrigð-
isstofnun Suðurlands tók að mörgu
leyti undir, voru bornar saman í
úrskurði ráðuneytisins við rök
Skipulagsstofnunar, Bláskóga-
byggðar og Vegagerðar.
Í stuttu máli túlka ríkisstofnan-
irnar lögin á annan hátt en
Umhverfisstofnun. Lög um Þing-
vallavatn stuðli að verndun vatns-
ins, en feli ekki í sér friðun þess. Í
þeim sé gert ráð fyrir raski af
mannvirkjagerð.
Ráðuneytið reifar þá að sam-
kvæmt lögum sé óheimilt að gera
nokkuð það sem geti spillt vatninu
og að þess skuli gætt að raska ekki
umhverfi bleikjunnar.
Vísað er til valdheimilda ráð-
herra um losun úrgangsefna og að
reglur um frárennsli yrðu strang-
ari en venjulega. Taldar eru til
hömlur á vöruflutningum, reglur
sem lágmarki mengun og svo
framvegis.
Ráðuneytið virðist álíta það gild
mótrök þegar Bláskógabyggð
segir um bleikjuna friðuðu að það
sé fremur væntanleg aukning á
komu ferðamanna sem muni auka
álag á þjóðgarðinn heldur en nýr
Gjábakkavegur. Sveitarstjórn Blá-
skógabyggðar minnir á að Pétur
Jónasson hafi sjálfur barist fyrir
því að koma Þingvöllum á heims-
minjaskrá, orsakavaldi ferða-
mannastraumsins.
Tekið skal fram að rök Blá-
skógabyggðar fyrir lagningu veg-
arins snúast ekki síst um lengd
vegarins, hentugleika og öryggi
fyrir vegfarendur, en þau rök
snerta ekki álit Umhverfisstofn-
unar beinlínis, utan þess sem getið
er um hámarkshraðann hér á
undan.
Ráðuneytið fellst þó á að mengun
aukist líklega vegna vegarins. Á
móti vísar það til fyrrgreindra
reglna um framkvæmdir á svæð-
inu og, einhverra hluta vegna, í
reglur um notkun áburðar á svæð-
inu.
Telur ráðuneytið því rétt að
framkvæmdaraðila verði gert
skylt að mæla köfnunarefnis-
mengun áður en framkvæmdir
hefjist og í fimm ár eftir að þeim
ljúki.
Komi í ljós að lífríki vatnsins
hafi spillst að þeim tíma liðnum,
er áréttað að ráðuneytið geti „grip-
ið til aðgerða“, án þess að það sé
skýrt nánar.
Ráðuneytið féllst ekki á að lagn-
ing vegarins hefði umtalsverð
umhverfisáhrif í för með sér, sem
kunnugt er.
fréttir og fróðleikur
Fjórtán dagar
að hámarki
Bráðkvaddir á knattspyrnuvellinum
Áberandi rask og lýti á Þingvöllum
Forsætisráðuneytið
ePSIplus
LÍSA samtök