Fréttablaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 82
420 7001 • lifsstill.net Fylkir var mikið mun betra liðið gegn HK í gær en fyrir einskæran klaufaskap tókst Árbæingum ekki að klára Kópa- vogsliðið fyrr en ellefu mínútum fyrir leikslok. Það þurfti þrumu- fleyg frá Peter Gravesen til að landa stigunum þremur sem Fylkir átti svo sannarlega skilið enda var HK ekki með í leiknum fyrr en í síðari hálfleik. „Við áttum ekkert skilið enda byrjum við ekki fyrr en eftir klukkutíma og það dugar ekki gegn liði eins og Fylki,“ sagði hundfúll markvörður HK, Gunn- leifur Gunnleifsson, en hann varði eins og berserkur og hélt HK- ingum á floti nánast allan leikinn. „Þetta var framhald af Fram- leiknum. Ég skil ekki hvað við erum að spá. Það er margt að sem verður að laga fyrir KR-leikinn.“ Fylkir átti fyrri hálfleik með húð og hári og Gunnleifur hafði brjálað að gera allan hálfleikinn við verjast stórskotahríð Árbæinga. Hann réði þó ekki við skot Gravesens á 39. mínútu er Halldór lagði boltann laglega á hann. Það var fjórtánda skot Fylk- is í leiknum. HK kom mun grimmara til síð- ari hálfleiksins en það vantaði ákveðinn slagkraft í sóknarleik- inn. HK-ingar gáfust þó ekki upp og Hermann var verðlaunaður fyrir gott hlaup þegar hann náði að skila boltanum í netið á fjær- stöng en vörn Fylkis gleymdi að hafa gætur á Hermanni sem var einn á auðum sjó. Það var síðan Gravesen sem kláraði leikinn með einu falleg- asta marki sumarsins, þrumufleyg fyrir utan teig sem Gunnleifur átti ekki möguleika á að verja. „Ég get alveg játað að ég er alveg búinn,“ sagði brosmildur Páll Einarsson, en hann lék allan leikinn í fremstu víglínu hjá Fylki og átti frábæra spretti í síðari hálfleik. „Þrjú stig eru frábær hér í dag en við áttum að klára þetta fyrr. Nú erum við í hörkubaráttu um þriðja sætið og við ætlum okkur það,“ sagði Páll sem reiknar með að vera klár í næsta leik þó svo hann hafi verið ansi þreyttur í gær. Gravesen afgreiddi HK með stæl Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skoraði þrennnu í 5-1 stórsigri FH á KR í Landsbankadeildinni í gær. FH náði með því sex stiga og þriggja marka forskoti á Val sem á leik inni gegn Víkingum á sunnudaginn. Það var meistarabragur á FH-liðinu í gær, það leysti vel úr martraðarbyrjun og setti nú alla pressuna yfir á Valsmenn. KR-ingar höfðu ekki skorað í 482 mínútur í leikjum gegn KR fyrir leikinn en það tók þá ekki nema tíu skeúndur að bæta út því. Bjarnólfur Lárusson skoraði þá stórglæsilegt mark með viðstöðulausu skoti eftir sendingu Sigmunds Kristjánssonar og upphlaup Grétars Hjartarsonar. FH-ingar voru steinsofnandi og það hjálpaði örugglega ekki að FH-lagið var í gangi hálfa sóknina þar sem vallarstarfsmenn gleymdu að slökkva á því þegar flautað var til leiks. KR-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og það skall oft hurð nærri hælum upp við mark FH- inga. Bjarnólfur Lárusson var allt í öllu fyrstu tuttugu mínúturnar en síðan var eins og hann springi á limminu og í kjölfarið tók FH-liðið yfir miðjuna með Ásgeir Gunnar Ásgeirsson í fararbroddi. Ásgeir skoraði tvö mörk með sjö mínútna millibili og FH-liðið var búið að vinna upp forgjöfina sem þeir færðu botnliðinu í upphafi leiksins. Fyrst fylgdi hann á eftir skoti Guðmundar Sævarssonar og svo kom hann með eitt af sínum frægu hlaupum inn í teiginn af miðjunni og nýtti sér að mislukkað skot Davíðs Þórs Viðarssonar varð að hinni bestu stoðsendingu. FH-ingar skoruðu síðan þriðja markið á aðeins ellefu mínútum þegar Tommy Nielsen skallaði inn hornspyrnu Tryggva Guðmundssonar. KR-liðið hélt áfram að skapa sér færi og vesturbæingar voru duglegir að láta vaða á markið en þeir máttu sín lítils á miðjunni og FH-ingar voru komnir með öll völd síðustu mínúturnar í hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var síðan algjörlega í eigu FH-inga og KR- ingar geta þakkað fyrir að meistaranir bættu bara við tveimur mörkum, fyrst Ásgeir Gunnar með laglegu langskoti eftir skallasendingu Davíðs Þórs Viðarssonar og svo Sigurvin Ólafsson með skalla eftir aukaspyrnur Tryggva Guðmundssonar sem var allt í öllu í sóknaruppbyggingu FH-liðsins í gær. „Það er þvílíkt gaman að skora þrennu, það er ekki það oft sem maður skorar og hvað þá þrjú mörk,“ sagði FH-ingurinn og miðjumaðurinn Ásgeir Gunnar Ásgeirsson sem varð fyrsti leikmaður Landsbankadeildar karla til þess að skora þrjú mörk í sumar. „Þeir skora eftir 10 sekúndur og það var áfall fyrir okkur. Við hikstuðum þarna í byrjun en þegar við komumst yfir þá var þetta aldrei spurning. Við ætluðum að svara þessu marki þeirra og gerðum það með stæl,“ sagði Ásgeir Gunnar sem átti frábæran leik og gat vel bætt við mörkin sín þrjú. „Mér finnst alltaf skemmtilegast að spila í rigningu sérstaklega þegar það er svona logn og á svona góðum velli. Maður var að reyna að stinga sér inn í teig og það gekk vel í dag. Ég er réttfættur en setti samt tvö með vinstri í dag. Þetta er einn af bestu leikjunum á ferlinum allavega miðað við mörkin,“ sagði Ásgeir kátur í leikslok og bætti við. „Nú er pressan á Val.“ Logi Ólafsson, þjálfari KR, var ekki eins kátur. „Við höfðum þann einlæga ásetning að fara með góða samvisku í fríið sem framundan er en ég held að menn hafi ekki góða samvisku eftir þennan leik. Það eru þýðingarmikil smáatriði sem eru að klikka í okkar leik. Það var mjög góð stemning í liðinu í upphafi leiks og fyrir leikinn en þegar FH komst yfir þá var eins og menn glötuðu þeirri trú að hægt væri að vinna þennan mun upp. Við reyndum í fyrri hálfleik og náðum upp nokkuð mikilli pressu en þetta fellur ekki með okkur eins og oft áður í sumar,“ segir Logi og bætir við. „Það er verk að vinna í þessu fríi. Það er vonandi að menn láti þessa rassskellingu sér að kenningu verða,“ sagði Logi að lokum. Mark Bjarnólfs Lárussonar eftir 10 sekúndur dugði KR-ingum skammt þegar FH-ingar rasskelltu þá 5-1 í Kaplakrikanum í gær. KR-ingar sitja því sem fastast á botninum með fjórtán mörk í mínus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.