Fréttablaðið - 19.09.2007, Page 2

Fréttablaðið - 19.09.2007, Page 2
MARKAÐURINN 19. SEPTEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá áramótum Atorka 2,2% 46,2% Bakkavör -4,9% -1,6% Exista -9,7% 28,0% FL Group -3,0% -5,0% Glitnir -3,0% 15,9% Eimskipafélagið -1,5% 21,2% Icelandair -3,4% -8,0% Kaupþing -5,1% 23,7% Landsbankinn -2,3% 46,8% Straumur -5,4% 5,7% Teymi -1,0% 10,9% Össur -3,4% -11,9% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Aðstæður á fjármálamörkuðum eru jafnvel enn erfiðari og flókn- ari en fólk gerir sér almennt grein fyrir, að því er fram kom í opnunarávarpi Sigurjóns Þ. Árna- sonar, bankastjóra Landsbank- ans, þegar hagspá bankans fyrir árin 2008 til 2010 var kynnt. Yfir- skrift hagspárinnar er „Í skugga lausafjárkreppu“. Sigurjón vísar meðal annars til vandræða Northern Rock- bankans í Bretlandi þar sem fólk tekur í hrönnum út peningana sína þó að breska ríkisstjórn- in hafi ábyrgst innlán bankans. Hann segir erfiða umræðu sem íslensku bankarnir lentu í í fyrra vera lán í óláni, allir hafi þeir undirbúið sig mjög vel. „Og eru mun betur staddir til að stand- ast þær aðstæður sem eru í dag en ella hefði verið.“ Núna er munurinn hins vegar sá, að sögn Sigurjóns, að í fyrra hafi íslensku bankarnir einir fundið fyrir þrengingum á lánamörk- uðum, en núna séu allir bankar á sama báti í þeim efnum. Þannig hefur skuldatryggingarálag allra banka hækkað í haust, ekki bara íslensku bankanna. - óká Flókin staða á fjármálamörkuðum heimsins Þ R Ó U N S K U L D A T R Y G G I N G A R Á L A G S B A N K A N N A Dagsetning Landsbanki Glitnir Kaupþing 2.1.2006 42,00 32,00 45,00 1.6.2006 61,92 49,13 66,74 2.1.2007 40,50 37,00 50,50 1.6.2007 19,30 24,00 27,00 2.7.2007 24,50 30,20 32,70 1.8.2007 39,80 55,80 52,00 3.9.2007 63,30 82,30 104,20 17.9.2007 91,00 117,50 150,00 „Á næsta ári eru veislulok,“ segir Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, sérfræðingur greiningardeilda Landsbankans, um fasteigna- markaðinn. Greiningardeildin kynnti í gærmorgun hagspá bank- ans fyrir árin 2008 og 2010. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að aukið framboð nýrra fasteigna og skert kaupgeta fast- eignakaupenda valdi viðsnúningi í verðþróun fasteigna um mitt næsta ár. Gert er ráð fyrir að hækkun þessa árs gangi til baka. Kristrún segir að árin 2010 og 2011 megi svo búast við hægri verðhækkun fasteigna á ný í takt við almennar verðlagshækkan- ir og því ætti húsnæðisverð að ná núverandi styrk á ný á fáein- um árum. Greiningardeildin segir fast- eignamarkaðinn á krossgötum, mikið framboð sé af eignum og vextir teknir að bíta. Krist- rún segir vísbendingar um að verð sé orðið töluvert hærra en svo að nýir kaupendur ráði við. „Sem leiðir hugann að því hvern- ig staðan er hjá yngstu kynslóð- inni,“ segir hún og bendir á að á fimm árum hafi verð tveggja herbergja íbúðar farið úr níu í 17 milljónir króna. Núna séu vextir hærri og 100 prósenta lán alla jafna ekki í boði. Enn sé þó svigrúm til hækkana fram á mitt næsta ár. „En við erum ekki að tala um alvarlegt hrun heldur lít- illega leiðréttingu,“ segir Krist- rún Tinna. Veislulok á fasteignamarkaði Jón Skaftason skrifar „Við teljum að í félaginu felist ákveðin tækifæri sem menn hafa kannski ekki alveg kveikt á,“ segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group, en félagið ræður nú tæplega 84 prósentum hlutafjár í Trygg- ingamiðstöðinni og hyggst gera yfirtökutilboð í þá hluti sem eftir standa. Hannes segir tækifæri Tryggingamiðstöðvar- innar einkum felast í ytri vexti og segist horfa til Norðurlandanna og Bretlands í því samhengi. Ætl- unin sé að láta fyrirtækið vaxa í höndum FL Group, og til þess séu takmörkuð tækifæri hér á landi. „Við höfum séð nokkur félög sem við teljum að geti fallið mjög vel að rekstri TM. Þessi mál eru á byrj- unarstigi, en við höfum séð ákveðin tækifæri sem við teljum okkur geta nýtt“, segir Hannes. Um nokkur fyrirtæki er að ræða að sögn Hannesar; bæði rótgróin og önnur smærri. „Hversu mörg félögin á endanum verða kemur í ljós síðar. Við horfum svolítið á þetta eins og þegar við keyptum hollenska drykkjarframleiðandann Refresco. Við höfum náð að að tvöfalda það félag á tæpum tólf mánuðum og hver veit nema við getum gert ein- hverja svipaða hluti gegnum TM.“ Tryggingamiðstöðin keypti í fyrra norska trygg- ingafélagið REMI forsikring. Hannes segir Trygg- ingamiðstöðina hafa náð góðum árangri í Noregi. Hann bendir á að Glitnir sé þar sterkur fyrir sem skapi augljós tækifæri fyrir samvinnu milli félag- anna tveggja. Með kaupunum eykst enn vægi fjármálafyrir- tækja hjá FL Group enn frekar. Hannes bendir á að nú sé í fyrsta skipti hreint rekstrarfélag undir hatti FL Group, síðan félagið seldi hlut sinn í Icelandair. „Þarna er komið fyrirtæki með fjárstreymi sem við teljum okkur geta nýtt.“ Jafnframt verður áhersla á að styrkja stöðu Tryggingamiðstöðvarinnar enn frekar á þeim mörk- uðum sem félagið hefur starfað á. Hannes segist vonast til að hægt verði að auka arðsemi í trygg- ingarekstri enn frekar, en hagnaður félagsins af tryggingastarfsemi nam 337 milljónum fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum árs. Heildarhagnaður var rúmir 2,4 milljarðar króna. Mikils óróa hefur gætt á hlutabréfamörkuð- um undanfarnar vikur og hefur FL Group ekki farið varhluta af þeim hræringum. Gengi félags- ins stendur nú í rúmum 24 krónum á hlut og hefur lækkað um tæplega tuttugu og eitt prósent frá 19. júlí á þessu ári. Hannes segist lítið geta tjáð sig um hvort verðlagning félagsins sé sanngjörn, en segir þó mögulegt að draga ákveðnar ályktanir. „Ég keypti í FL Group fyrir sex milljarða á mánu- daginn. Ég hefði nú varla gert það ef ég teldi félag- ið of dýrt.“ Horfa til ytri vaxtar Hannes Smárason segir tækifæri Tryggingamiðstöðvarinnar felast í ytri vexti. Forsvarsmenn TM hafa nú þegar nokkur félög á Bretlandi og Norðurlöndum í sigtinu. Frank O. Reite, stjórnarformaður Glitnir Property Holding og fyrrverandi framkvæmda- stjóri Glitnis í Lúxemborg, hefur ákveðið að gerast virkur fjárfestir í Glitni Property Hold- ing. Hann mun því víkja úr framkvæmdastjórn Glitnis í lok september. Fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar að Reite muni halda áfram nánu sambandi við Glitni, sérstaklega hvað varðar áframhaldandi vöxt Glitnis Prop- erty Holding og sem ráðgjafi við stefnumótun bankans. Reite eignast um sex prósent hlutafjár í Glitni Property Hold- ing og heldur áfram sem stjórnar- formaður. Glitnir á nú tæplega sextíu prósent í Glitni Property Holding. - jsk Reite úr framkvæmda- stjórn Glitnis „Ég keypti í FL Group fyrir sex milljarða á mánudaginn. Ég hefði nú varla gert það ef ég teldi félagið of dýrt,“ segir Hannes. EINA VIÐSKIPTABLAÐIÐ SEM ÞÚ ÞARFT Með Fréttablaðinu alla miðvikudaga Í hádeginu kl 12:12 á Stöð 2 Markaðurinn á Vísi alla daga VIÐSKIPTAFRÉTTIR ALLA DAGA VIKUNNAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.