Fréttablaðið - 19.09.2007, Page 5

Fréttablaðið - 19.09.2007, Page 5
Á Hótel Búðum er frábær aðstaða til að þjappa saman vinnuhóp eða til að halda fundi og allt að 40 manna ráðstefnur fjarri skarkala hversdagsins. Náttúrufegurðin skapar einstaka og óvenjulega umgjörð og frá þessu stórbrotna umhverfi stafar jákvæðum straumum til sköpunar. Herbergin eru gullfalleg og hvert einasta með guðdómlegt útsýni og að sjálfsögðu öll með nettengingu. Að loknu funda- haldi er síðan hægt að slaka á, njóta rómaðrar matargerðar Hótels Búða, kanna nánasta umhverfi eða skreppa á jökul. Hótel Búðir eru tvímælalaust eitt fegursta sveitahótel Íslands og veitingahúsið á Hótel Búðum er rómað fyrir matargerð sem hefur borið hróður hótelsins út fyrir landsteinana. Matseðillinn er alla jafna bundinn árstíðum og íslenskt úrvalshráefni í öndvegi, m.a. sjávarfang úr nágrenninu, ferskt og ljúffengt. Seiðmögnuð náttúra umhverfisins skapar einstaka umgjörð fyrir fullkomna máltíð. Veitingastaðurinn bókar jafnt hótelgesti sem aðra í mat. Bókaðu árangursríkan fund í einstöku umhverfi Ef þú vilt gleðja góðan starfsmann eru gjafakortin okkar frábær hugmynd. Allar upplýsingar í síma 435 6700 eða á www.budir.is Hótel Búðir – Snæfellsbæ Sími 435 6700 budir@budir.is www.budir.is Opið allt árið F ít o n S ÍA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.