Fréttablaðið - 19.09.2007, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2007
smá tíma en yfirleitt er þetta alla
daga. Þetta er líka eins alla daga,
það er ýmislegt sem fellur til, og
ekkert meira um helgar en aðra
daga,“ segir Theódór.
Theódór er eini starfsmaður
Hreinsitækni sem vinnur á sugu
en Hreinsitækni er verktaka-
fyrirtæki sem vinnur fyrir
Reykjavíkurborg. „Þannig að já,
ef að einhver sér mann á ferð-
inni á sugu, þá er það líklega ég,“
segir hann og hlær.
emilia@frettabladid.is
týri á vörubíl
konum í slíku starfi innan fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
hún sótti um starfið. „Svo lærist
þetta bara. Ég fer út um allt og það
er alveg nóg að gera,“ segir hún og
bætir því við að hún sé líka ánægð
með launin. „Ég var að vinna á elli-
heimili áður og hjá Póstinum og
ákvað að finna leið til þess að fá
hærri laun.“
Hildur vill ekki meina að það séu
neinir fordómar gagnvart stelpum
í þessu starfi. „Ég hef að minnsta
kosti ekki orðið vör við það. Menn-
irnir hérna eru rosalega góðir við
mig, hjálpa mér og segja mér til.
Þeir tala líka oft um að þeir séu
ánægðir með að fá fleiri stelpur í
starfið og þeim er alltaf að fjölga,“
segir Hildur, sem er með merki í
glugga vörubílsins sem á stendur
„Ljóskan“. „Þetta er bara húmor
frá því ég var að byrja í starfinu því
þá lenti ég í ýmsum klaufamistök-
um og var kölluð Ljóskan í kjölfar-
ið. Svo stakk einhver upp á því að
ég setti þetta í gluggann hjá mér og
ég ákvað að gera það bara og hafa
gaman af þessu,“ segir Ljóskan og
hlær. sigridurh@frettabladid.is
gan á sex árum