Fréttablaðið - 19.09.2007, Side 27
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2007
S K O Ð U N
Nýleg könnun sem gerð var í
Bandaríkjunum leiddi í ljós að al-
mennir starfsmenn eru líklegri en
millistjórnendur og hærra sett-
ir stjórnendur til að nýta sumar-
frí í heilu lagi. Stjórnendur vilja
heldur framlengja helgar og nýta
þær sem frí, að því er fram kemur
í rannsókn sem gerð var á vegum
Workplace Vacation Survey,
Society for Human Resource
Management (SHRM), Career-
Journal.com og The Wall Street
Journal. Alls tóku 619 stjórnendur
mannauðsdeilda þátt í könnuninni
ásamt 473 starfsmönnum.
Um sextíu prósent aðspurðra
stjórnenda og 44 prósent starfs-
manna voru sammála því að
starfsmenn vildu í auknum mæli
lengja helgarnar og nýta þær sem
frí. Þannig komast þeir hjá því
að vera frá vinnu í langan tíma í
einu. Þá kom í ljós að þrátt fyrir
löng sumarfrí finna starfsmenn
fyrir þörf til að vinna eða hafa
samband við vinnustaðinn meðan
á sumarfríi stendur. Því má segja
að hugurinn sé við vinnuna þrátt
fyrir að sumarfrí standi yfir.
VIÐSKIPTAFERÐIR NÝTTAR SEM FRÍ
Nærri helmingur aðspurðra
stjórnenda (43 prósent) og 30
prósent starfsmanna voru fylgj-
andi því að starfsmenn blönduðu
saman viðskiptaferðum og per-
sónulegu fríi. Þriðjungur starfs-
manna sagðist taka vinnu með
sér í sumarfrí og nærri helm-
ingur stjórnenda sagðist finna
skyldu til að vera í nánu sam-
bandi við vinnustaðinn á meðan á
leyfi stæði.
Þrátt fyrir þessi svör kom í
ljós að aðeins fjögur prósent að-
spurðra sögðu fyrirtækið biðja
starfsmenn um að vera í sam-
bandi á meðan á leyfinu stæði.
Einnig kom fram að nýir starfs-
menn (með eins til tveggja ára
starfsreynslu) eru líklegastir til
að nýta veikindadaga sína sem
frí, en starfsmenn með meira en
sextán ára starfsreynslu nýta
veikindadaga síst sem frí.
SKORTUR Á FRÍI VELDUR KULNUN
Tækniþróun hefur gert mörgum
starfsmönnum auðveldara með að
vinna á meðan á leyfi stendur og
tæknin getur gert þeim kleift að
vera í nánum samskiptum við fyr-
irtækið hvar sem þeir eru staddir.
Meira en þrír af hverjum fjórum
yfirmönnum (81 prósent) segja
að fyrirtækið auðveldi þeim sam-
skipti við fyrirtækið meðan á leyfi
stendur með því að útvega þeim
aðgang að tækjum eða tæknibún-
aði. Þá er helst um að ræða far-
síma, símboða, fartölvur, Black-
berry eða annan búnað.
Susan R. Meisinger, forstjóri
SHRM, segir að „vissulega sé
ánægjulegt að bandarískir starfs-
menn skili mestri framlegð í heim-
inum. Þrátt fyrir það geti stöð-
ug vinna án frítíma leitt til kuln-
unar og starfsþrots, framleiðni
getur minnkað og starsfmanna-
velta hækkað“. Með því að nýta
sér sveigjanlegan vinnutíma og
tækni í auknum mæli telur Susan
að hægt sé að auðvelda
starfsmönnum að fara
í langþráð frí.
(Heimild:
hrmguide.com)
Sif Sigfúsdóttir,
markaðsstjóri viðskipta-
og hagfræðideildar HÍ og
stundakennari við HÍ.
Langar helgar
teknar fram yfir
sumarfrí
S T A R F S M A N N A M Á L
Lærdómur af stærsta fjármálahneyksli sögunnar
Málþing haldið á Nordica hóteli fimmtudaginn 20. september kl. 8.00-10.00
Frumkvæði, áræði, snerpa og dugnaður þykja virðingarverðir eiginleikar hjá starfsfólki fjármálafyrirtækja. En
eru fjármálamarkaðir þess eðlis að hætta sé á að þessir eiginleikar snúist upp í andhverfu sína og fari að hafa
óæskileg áhrif? Að einstaklingum sé ýtt út á ystu nöf þannig að þeir jafnvel knésetji stórfyrirtæki áður en hægt
er að taka í taumana?
Árið 1995 tapaði Nick Leeson hjá Barings-banka svo miklu fé í áhættusömum viðskiptum
að bankinn varð gjaldþrota. Síðustu ár hefur verið stöðugur uppgangur á
fjármálamörkuðum á Íslandi og víða um heim. Við þessar aðstæður er ástæða til að
staldra við, líta til baka og spyrja: Hver er staðan nú? Getur saga Nick Leesons og
Barings-banka endurtekið sig? Hvað getum við lært af reynslunni?
Eftir að Nick Leeson afplánaði refsingu sína hefur hann náð hljómgrunni og öðlast
virðingu með því að segja sögu sína opinskátt og miðla af reynslu sinni. Hann mun
halda erindi á málþingi Icebank þar sem hann rekur hvernig hann gerði 233 ára virta
fjármálastofnun gjaldþrota á örfáum vikum. Einnig fjallar hann um hvort svipaðir atburðir
geti gerst í nútímafjármálaumhverfi og hvernig megi koma í veg fyrir það.
Dagskrá:
8:00 Léttur morgunverður
8:30 Ávarp: Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík
Stjórnendur og knattspyrnudómarar
Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Icebank
Hvað gerist þegar eftirlit bregst? Samanburður á viðskiptum og stjórnmálum
Páll Ásgeir Davíðsson, lögfræðingur og sérfræðingur í lagadeild Háskólans í Reykjavík
Hvernig Barings-banki varð gjaldþrota og lærdómurinn fyrir fjármálafyrirtæki nútímans
Nick Leeson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Barings-banka
Umræður og fyrirspurnir
10:00 Fundarlok
Fundarstjóri: Agnar Hansson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Icebank
Málþingið er haldið á vegum Icebank í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og er enginn aðgangseyrir. Þar
sem sætafjöldi er takmarkaður er þess óskað að þátttaka verði tilkynnt á netfangið icebank@icebank.is eða
í síma 540 4000 fyrir 19. september. Nánari upplýsingar um málþingið má nálgast á vefsíðu Icebank,
www.icebank.is.
Getur Barings-málið endurtekið sig?
H
2 h
ö
n
n
u
n
Það er ekki líklegt að við Íslend-
ingar kynnum okkur á alþjóða-
vettvangi sem klettinn í Norður-
höfum eftir atganginn sem
Northern Rock bankinn fékk á
sig um helgina.
Djöfull sem ég fann til með
þeim. Þarna voru þeir blásak-
lausir í því að tryggja hagsmuni
innistæðueigenda enn frekar
með því að hafa vaðið fyrir neðan
sig og tryggja sér frekari aðgang
að fjármagni. Taugaveiklunin á
markaði gerði það hins vegar að
verkum að gert var „run“ á bank-
ann.
Í fyrra voru íslensku bank-
arnir gagnrýndir hástöfum fyrir
að fjármagna sig of lítið með
innistæðum, en með svona inni-
stæðueigendur, þá vildi ég frekar
vera að elta kengúru og samúr-
æjabréfamarkaðinn til að fjár-
magna mig.
Það er nú einu sinni þannig að
ef viðskiptavinir hópast til að taka
út, þá þolir enginn banki slíkt.
Þess vegna var atlaga Davíðs um
árið, þegar hann tók 400 þúsund
kallinn út af bundnu sparisjóðs-
bókinni sinni í KB, svo hættuleg.
Ekki gaman að hafa djúpstæða
fjármálakrísu á samviskunni.
Hann má reyndar eiga það að í
vitleysisumræðunni í fyrra var
hann frekar skynsamur og varði
íslensku bankana. Ef sú umræða
hefði farið af stað nú í núverandi
taugaveiklun á heimsmarkaði, þá
er við því að búast að við hefð-
um lent í afar vondum málum og
verri en allir hinir. Nú erum við
ekki Northern Rocksolid, heldur
bara solid og sennilega í betri
málum en margir aðrir.
Hættan nú er sem fyrr smit á
dýra fasteignamarkaði. Þar eru
Bretland og Danmörk hvað við-
kvæmust. Danske Bank er ekki
í minnstri hættu með að lenda
í vandræðum, hefur enda lánað
með háu veðhlutfalli í íbúða-
markaði. Hér heima held ég að
hættan sé ekki mikil og er því
frekar rólegur. Ég neita því ekki
að hlutfall fjármuna hjá mér á
hliðarlínunni vex eftir því sem á
þessa krísu líður. Maður er nátt-
úrulega búinn að taka gírunina
vel niður.
Svona niðursveifla getur nefni-
lega opnað alveg gullin tækifæri
fyrir þá sem hafa hana af og
eiga „cash“ og traust á mark-
aði. Kannski maður kaupi bara
Danske Bank áður en yfir lýkur.
Spákaupmaðurinn á horninu
S P Á K A U P M A Ð U R I N N
Alveg
Northern
Rocksolid
Auglýsingasími
– Mest lesið