Fréttablaðið - 19.09.2007, Side 28
MARKAÐURINN 19. SEPTEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR12
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Á dögunum var tilkynnt að Ólafur Jóhann
Ólafsson, rithöfundur og kaupsýslumaður,
og bandaríski fjárfestingarbankinn Gold-
man Sachs myndu ganga til liðs við hlut-
hafahóp Geysi Green Energy. Saman munu
Ólafur Jóhann og Goldman Sachs fara
með um 8,5 prósenta eignarhlut í Geysi
í tveimur aðskildum eignarhaldsfélögum.
Ólafur Jóhann mun ráða yfir um þriggja
prósenta eignarhlut.
Ólafur Jóhann segist lengi hafa haft
áhuga á orkugeiranum enda hverju manns-
barni ljóst hvaða áhrif orkugjafar á borð
við olíu og kol hafa á umhverfið. Hann
telur Íslendinga hafa mikla sérstöðu á
þessu sviði. Hér hafi menn
lært að virkja það sem náttúr-
an hefur boðið upp á. „Í Geysi
er allt sem til þarf; þekking,
reynsla, hugvit og fjármagn.
Í hópnum eru félög sem eru
í rekstri, auk þeirrar vísinda-
legu þekkingar sem krafist
er. Þegar þetta kemur saman
er hægt að fara að hugsa sér
til hreyfings.“
Fjárfesting Ólafs Jóhanns
í Geysi Green er hugsuð til
langs tíma. Hann telur mikil-
vægt að menn geri sér grein
fyrir því að í þessum geira
sé enginn skjótfenginn gróði;
fjárfestingin sé hugsuð til ára
eða áratuga en ekki vikna eða
mánaða. Ólafur Jóhann hefur
ekki áhyggjur af því að menn
skorti þrek og þolinmæði til
að fylgja verkefninu eftir. „Auðvitað er
það samt þannig að erfiðara er að græða
peninga en tapa þeim. Í þessum bransa
er kannski svolítil hætta á því að menn
fari inn með einhverju gullæðishugarfari.
Bæði Glitnismenn og FL Group hafa hins
vegar lagt mikla vinnu í að kynna sér þetta
og vita nákvæmlega að hverju er gengið.
Hins vegar getur vel verið að menn hagn-
ist mikið á skömmum tíma, ég hugsa þetta
þó til langs tíma.“
GRÍÐARLEGUR STYRKUR Í GOLDMAN
Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var að
bandaríski fjárfestingabankinn Goldman
Sachs myndi bætast í hluthafahóp Geysis
Green. Goldman Sachs er einhver virt-
asti og stærsti fjárfestingar-
banki í heimi, stofnaður árið
1869 og með höfuðstöðvar í
New York auk starfsemi í
fjölmörgum löndum. Mark-
aðsvirði Goldman Sachs er
um 5.331 milljarðar íslenskra
króna, og er félagið því rúm-
lega sjö sinnum stærra en
Kaupþing, sem er stærsta ís-
lenska félagið sé miðað við
markaðsvirði.
Ólafur Jóhann hefur marg-
sinnis starfað með Goldman
Sachs að ýmsum verkefnum
í Bandaríkjunum og hafði
milligöngu um komu bank-
ans inn í fjárfestahóp Geysis
Green. „Þegar það kom fyrst
til tals að ég kæmi inn í hlut-
hafahópinn ræddum við um
hvað vantaði til að við færum
inn á leikvöllinn með sem allra best lið.
Allir voru sammála um að okkur vantaði
erlendan samstarfsaðila. Goldman Sachs er
hreinlega sá besti sem völ er á, bæði vegna
stöðu hans sem fjárfestingarbanka og innan
orkugeirans.“ Goldman Sachs rekur um
tveggja milljarða Bandaríkjadala fjárfest-
ingarsjóð sem fjárfestir í vistvænni orku,
en hefur hingað til aðallega lagt fé til þró-
unar á vinnslu vind- og sólarorku.
Ólafur Jóhann telur það hafa mikla þýð-
ingu fyrir Geysi Green að fá jafn sterk-
an fjárfesti og Goldman Sachs inn í hlut-
hafahópinn. Ekki einungis sé bankinn hinn
þekktasti og virtasti í veröldinni, heldur
hafi Goldman Sachs mikla reynslu af fjár-
festingum í orkugeiranum. „Þeir hafa
áhuga á fjárfestingu í jarðvarma og voru
að leita sér að samstarfsaðilum. Fyrirtæki
á borð við Goldman Sachs stendur allt til
boða og því er gríðarlegur fengur að fá
það inn. Það mun greiða aðgang Geysis að
erlendum mörkuðum, og það er kannski
helst það sem þurfti til að styrkja útrás
Geysis.“
JAÐRAR VIÐ HRÆSNI
Geysir horfir einkum út á við; aðaláhersla
er lögð á að finna verkefni utan land-
steinanna. Félagið hefur þegar fjárfest í
stórum jarðvarmaverkefnum í Bandaríkj-
unum, Þýskalandi og Asíu, auk þess sem
nýlega var gengið frá kaupum á Atorku,
sem telst stærsta borfyrirtæki sinnar teg-
undar í heiminum. „Næsta skref er raunar
að kortleggja verkefni hér og annars stað-
ar í heiminum, og ráðast síðan til atlögu.
Þekkingin og fjármagnið mynda grunninn,
og nú erum við komin með þann samstarfs-
aðila sem við þurfum til að stíga næsta
skref,“ segir Ólafur Jóhann.
Geysir Green er sem kunnugt er næst-
stærsti hluthafi í Hitaveitu Suðurnesja
með rétt tæplega þriðjungs eignarhlut.
Einhverjir hafa orðið til þess að gagnrýna
hlutdeild einkafyrirtækis í slíkum rekstri,
sem oft hefur verið talinn til grunnhlut-
verka hins opinbera. Ekki minnkaði sú
gagnrýni með fregnum af tilkomu Gold-
man Sachs inn í hluthafahóp Geysis Green
Energy. „Þessi frétt fór nú svolítið vitlaust
í loftið heima, og orðrómur var uppi um
að útlendingar væru að kaupa þriðjung í
Geysi og taka þannig yfir íslenskar auð-
lindir. Raunveruleikinn er hins vegar allur
annar, eins og komið hefur á daginn,“ segir
Ólafur Jóhann.
Hann segir viðhorf sem þessi einkennast
af nokkurri hræsni. Geysir Green hafi ein-
mitt í hyggju að eignast sem mest af auð-
lindum í útlöndum, auk þess sem óbeinn
eignarhlutur Goldman Sachs í Hitaveitu
Suðurnesja sé einungis eitt til tvö prósent
hlutafjár. „Það jaðrar við hræsni ef við setj-
um það fyrir okkur að útlendingar eignist
brotabrot í íslenskum auðlindum, þegar við
stefnum sjálf að því að eignast sem mest af
sams konar auðlindum annars staðar.“
Ekkert gullæðishugarfar í Geysi
Ólafur Jóhann Ólafsson hugsar Geysi Green sem langtímafjárfestingu og segir Goldman Sachs bestu viðbót við
hluthafahópinn sem völ er á. Hann telur athugasemdir við að útlendingar eignist hlut í íslenskum auðlindum
jaðra við hræsni, enda markmið félaga á borð við Geysi Green að komast yfir sem mest af auðlindum utan land-
steinanna. Jón Skaftason spjallaði við Ólaf Jóhann.
„Þegar það kom
fyrst til tals að ég
kæmi inn í hlut-
hafahópinn rædd-
um við um hvað
vantaði til að við
færum inn á leik-
völlinn með sem
allra best lið. Allir
voru sammála um
að okkur vantaði
erlendan sam-
starfsaðila.“
BANDARÍKIN ERU NÆR EN ÞÚ HELDUR
Nú brúar DHL bilið til Bandaríkjanna. Með beinum og betri tengingum við þéttriðið flutningsnet DHL um gjörvöll
Bandaríkin getum við afhent sendingar þínar til Bandaríkjanna næsta virka dag. 34.000 starfsmenn DHL í Bandaríkjunum
eru til þjónustu reiðubúnir. Kynntu þér þjónustuna á www.dhl.is og prófaðu hana næsta virka dag.
DHL afhendir sendingar þínar til Bandaríkjanna næsta virka dag
www.dhl.is