Fréttablaðið - 19.09.2007, Page 32

Fréttablaðið - 19.09.2007, Page 32
4,2% 1 83,7%B A N K A H Ó L F I Ð Létt var yfir kynningu Lands- bankans á efnahagshorfum næstu ára á Nordica hóteli í gær- morgun. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri lét vandræðagang með hljóðkerfið ekki trufla sig þegar hann átti að flytja opn- unarerindi. Skipt var á áhengd- um hljóðnema og honum fenginn einn gamaldags sem haldið er á. Örlítið bar þó á hnökrum þegar næstu fyrirlesarar hófu sitt mál. Björn Rúnar Guðmundsson, for- stöðumaður greiningardeild- ar bankans, gerði að þessu grín og sagði: „Mér líður eins og í gamalli íslenskri bíómynd, hljóðið aldrei í lagi!“ Yfirleitt var hljóðið þó í fínu lagi, ólíkt því sem fólk þekkir úr sumum íslenskum kvikmyndum. Hljóð eins og í íslenskri mynd Enn af Landsbankanum. Reglulega berast af því fregnir hversu vel bankanum gengur að safna fé á Bretlandsmarkaði í gegnum Icesave-innlánsreikn- inginn. Landsbankinn hefur unnið ötullega að þessu og aug- lýst á hinum ýmsu stöðum. Tímaritið Horse & Hound er þar á meðal. Allar ástríkar konur – og mun fleiri karlar en myndu vilja viðurkenna – þekkja þann titil vel. Frá því tímariti þótt- ist William Thacker (leikinn af Hugh Grant) einmitt vera þegar hann laumaði sér inn á blaða- mannafund leikkonunnar Önnu Scott (leikin af Juliu Roberts) í hinni ódauðlegu ástar- og gaman- mynd Notting Hill. Flestir hefðu að öllum líkindum talið þann titil uppspuna einn. Því fer þó fjarri því tímaritið hefur skip- að mikilvægan sess á meðal breskra hestaunnenda allt frá árinu 1884. Horse & Hound Undanfarna daga hafa myndast langar raðir úti fyrir útibúum breska bankans Northern Rock. Hugsjúkir viðskiptavinir hafa hraðað sér á svæðið í tilraun til að bjarga sparifé sínu í kjöl- far fregna af lausafjárkreppu bankans. Breska dagblaðið The Daily Telegraph fór á stúfana og ræddi við þessa áhyggjufullu viðskiptavini bankans. Einn þeirra, herra Duncan, hafði talið sparifé sitt tryggt í bankanum frá því hann var tveggja ára. Nú sá hann sér þann kost vænstan að taka það út sem fyrst og koma í öruggt skjól. „Ætli ég leggi ekki peningana inn á reikning hjá Landsbanka Íslands,“ sagði Duncan gamli. „Þar eru hag- stæðir vextir í boði.“ Spariféð í Landsbankann Það skiptir máli að spara á réttum stað Bahamas eða Viðey? Peningamarkaðssjóður SPRON hefur gefið langhæstu ávöxtun allra peningamarkaðssjóða á Íslandi síðustu 12 mánuði eða 15,4%* Vegmúla 2 – 108 Reykjavík – 550 1310 – verdbref@spron.is – www.spronverdbref.is *Nafnávöxtun miðast við 31. ágúst 2006 til 31. ágúst 2007, skv. sjodir.is. Peningamarkaðssjóður SPRON er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Rekstrarfélag SPRON. Útboðslýsingu má nálgast á heimasíðu SPRON Verðbréfa, www.spronverdbref.is. H im in n o g h af / S ÍA - 9 0 7 1 0 9 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.