Fréttablaðið - 06.10.2007, Side 37

Fréttablaðið - 06.10.2007, Side 37
Ræsir hf. er með sniðuga tölvu á sínum snærum en með henni er hægt að greina ýmsar bil- anir í bílum á mun styttri tíma en áður. Tölvan er þráðlaus bilanagreinir og prófari sem kemur frá Bosch fyrirtækinu. „Tölvan er mjög þægileg þar sem hún getur átt þráðlaus sam- skipti við bílinn. Inni í tölvunni eru rafmagnsteikningar yfir bíla, varahlutanúmer yfir íhluti ásamt bilanakóðalesara og nánari bilana- greiningum,“ útskýrir Guðjón Magnússon, bifvélavirki hjá Ræsi. Tölvan er notuð til að leita eftir bilunum sem koma fram í marg- víslegum og flóknum kerfum í bílum. „Nú eru ýmis tölvustýrð kerfi í bílum eins og ABS, spólvörn, ETS, og vélatölvur og geta kerfin verið mjög flókin. Það eru kannski þrjá- tíu til fjörutíu litlar stjórntölvur sem stýra þessum kerfum. Í fínum bílum getur því verið mjög flók- inn búnaður og þetta er svona græja sem leysir og styttir bilana- ferli og bilanaleit,“ segir Guðjón og lýsir fyrir okkur hvernig tölv- an vinnur. „Þegar bíll bilar er fyrst farið í upplýsingabankann þar sem valið er um gerðir bíla og réttur bíll fundinn. Þá komumst við í sam- band og tölvan leitar eftir öllum villum sem eru til staðar og skil- greinir hvort villurnar séu fyrir hendi eða hvort þær séu geymdar. Við einblínum fyrst og fremst á þær villur sem eru til staðar.“ Guðjón segir að þessi tölva frá Bosch sé sem stendur sú full- komnasta sinnar tegundar. „Þú tengir bara þráðlaust net í bílinn og þá geturðu notað tölvuna hvar sem er. Það er mjög þægilegt og léttir okkur vinnuna til muna. Þetta styttir tímann fyrir okkur og viðskiptavininn líka,“ segir Guð- jón ánægður. Ræsir hf. er með þrjár tölvur af þessu tagi á verkstæði sínu en nokkur önnur fyrirtæki eru líka komin með þessa tækni. Þar má til dæmis nefna Bifreiðastillingu í Kópavogi, Nýsprautun í Innri- Njarðvík og Borgarholtsskóli er búinn að fá tvær tölvur fyrir sína nemendur. Þessi tækni virðist því virka vel og vera komin til að vera. Tölva styttir biðtíma 15% afsláttur til 20. október Barðinn ehf | Skútuvogi 2 | 104 Reykjavík | Sími 568 3080 | www.bardinn.is Nýbarði | Lyngási 8 | 201 Garðabæ| Sími 565 8600 Sólning | Smiðjuvegi 68-70 | Kópavogi | sími 544 5000 | www.solning.is Með Hankook dekk undir bílnum ertu öruggari í vetur. Hankook vetrardekk tryggja gott grip allan veturinn við síbreytilegar íslenskar aðstæður. Þú færð Hankook dekk í Barðanum á sérstöku hausttilboðsverði. Hankook - öryggi og gæði 15% afsláttu r Sölustaðir: Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.