Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 48

Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 48
hús&heimili Valgerður Ólafsdóttir og Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir hafa búið í gömlu húsi við Grettisgötu í áratug. Á þeim tíma hafa þær tekið húsið algjörlega í gegn og gert það að sínu en eldri hluti hússins er frá 1904 en nýrri hlutinn var byggður 1947. Þær hafa unnið mikið af endurbótunum sjálfar en Jó- hanna er húsgagnasmiður og Vala vinn- ur á lögfræðistofu og syngur auk þess í Mótettukór Hallgrímskirkju og víðar. Þær eru báðar mikil uppspretta sniðugra hug- mynda en Jóhanna er þó einna helst í hand- verkinu og hefur smíðað mikið af húsgögn- um á heimilinu og gert upp. Heimili þeirra er afar persónulegt og hlýlegt og ber þess merki að mikil alúð er þar lögð í alla hluti og virðing borin fyrir fortíðinni. Húsið er uppfullt af skemmtilegum hlutum með sögu sem hlotið hafa endurnýjun lífdaga í með- förum þeirra Völu og Jóhönnu. hrefna@frettabladid.is Á Grettisgötunni búa tvær konur og tveir kettir í yndislegu gömlu húsi sem nostrað hefur verið við í gegnum tíðina. Í hverju horni má finna áhuga- verða hluti með skemmtilega sögu sem hæfa anda hússins. Handlögnu húsfreyjurnar, Val- gerður Ólafsdóttir og Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir. Fjalagólfið er upprunalegt og hér má sjá hinn fræga Wassily-stól Marcel Breuer sem er frábær nútíma- hönnun frá árunum 1925-26. Annar stólanna fékkst hjá Kristjáni Siggeirs- syni en hinn fékkst í húsgagnaverslun í Ármúlanum. Leðursófinn fékkst í Línunni og hilluna smíðaði Jóhanna í stíl við skáp sem keyptur var í Tekk- Company. Sófa- borðið er gamalt borð frá Hrafnistu sem átti að henda en Jóhanna gerði það upp og setti glerplötu ofan á. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hlýlegt heimili með sál Skipt var um alla glugga í húsinu og eru þeir sérstaklega fallegir. Í eldhúsinu hafa þær stöllur kosið að leyfa útsýninu að njóta sín og hafa engar gardínur heldur hengja þær upp óróa sem þær hafa fund- ið á ferðum sínum og ýmsa smáhluti eins og til dæmis gömul hnífapör. Vegglampana fann Jóhanna í Gámastöðinni og gerði þá upp og skipti um perur. Sérstaklega stílhreinir og fallegir og sóma sér vel í stofunni. Þessa forláta klukku átti langafi Völu, Gunnar Ólafsson alþingis- maður, en hann og kona hans, Jóhanna Eyþórsdóttir, fengu hana að gjöf frá Mýrdæling- um árið 1909. Hilluna smíðaði Jóhanna. Hér er húsbóndinn á heimilinu, gæðakisinn Pjakkur. Stiginn er nýr og leiðir upp í ris þar sem útbúið hefur verið notalegt sjónvarpsrými og tómstunda- herbergi. Þar má einnig finna gestaherbergi. Saumavélina átti amma Jóhönnu, Ríkey Örnólfsdóttir, en hún var skraddari og vann mikið á þessu saumavélaborði. Litla prentarahillan var keypt í Austurríki. 6. OKTÓBER 2007 LAUGARDAGUR6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.