Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 48
hús&heimili Valgerður Ólafsdóttir og Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir hafa búið í gömlu húsi við Grettisgötu í áratug. Á þeim tíma hafa þær tekið húsið algjörlega í gegn og gert það að sínu en eldri hluti hússins er frá 1904 en nýrri hlutinn var byggður 1947. Þær hafa unnið mikið af endurbótunum sjálfar en Jó- hanna er húsgagnasmiður og Vala vinn- ur á lögfræðistofu og syngur auk þess í Mótettukór Hallgrímskirkju og víðar. Þær eru báðar mikil uppspretta sniðugra hug- mynda en Jóhanna er þó einna helst í hand- verkinu og hefur smíðað mikið af húsgögn- um á heimilinu og gert upp. Heimili þeirra er afar persónulegt og hlýlegt og ber þess merki að mikil alúð er þar lögð í alla hluti og virðing borin fyrir fortíðinni. Húsið er uppfullt af skemmtilegum hlutum með sögu sem hlotið hafa endurnýjun lífdaga í með- förum þeirra Völu og Jóhönnu. hrefna@frettabladid.is Á Grettisgötunni búa tvær konur og tveir kettir í yndislegu gömlu húsi sem nostrað hefur verið við í gegnum tíðina. Í hverju horni má finna áhuga- verða hluti með skemmtilega sögu sem hæfa anda hússins. Handlögnu húsfreyjurnar, Val- gerður Ólafsdóttir og Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir. Fjalagólfið er upprunalegt og hér má sjá hinn fræga Wassily-stól Marcel Breuer sem er frábær nútíma- hönnun frá árunum 1925-26. Annar stólanna fékkst hjá Kristjáni Siggeirs- syni en hinn fékkst í húsgagnaverslun í Ármúlanum. Leðursófinn fékkst í Línunni og hilluna smíðaði Jóhanna í stíl við skáp sem keyptur var í Tekk- Company. Sófa- borðið er gamalt borð frá Hrafnistu sem átti að henda en Jóhanna gerði það upp og setti glerplötu ofan á. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hlýlegt heimili með sál Skipt var um alla glugga í húsinu og eru þeir sérstaklega fallegir. Í eldhúsinu hafa þær stöllur kosið að leyfa útsýninu að njóta sín og hafa engar gardínur heldur hengja þær upp óróa sem þær hafa fund- ið á ferðum sínum og ýmsa smáhluti eins og til dæmis gömul hnífapör. Vegglampana fann Jóhanna í Gámastöðinni og gerði þá upp og skipti um perur. Sérstaklega stílhreinir og fallegir og sóma sér vel í stofunni. Þessa forláta klukku átti langafi Völu, Gunnar Ólafsson alþingis- maður, en hann og kona hans, Jóhanna Eyþórsdóttir, fengu hana að gjöf frá Mýrdæling- um árið 1909. Hilluna smíðaði Jóhanna. Hér er húsbóndinn á heimilinu, gæðakisinn Pjakkur. Stiginn er nýr og leiðir upp í ris þar sem útbúið hefur verið notalegt sjónvarpsrými og tómstunda- herbergi. Þar má einnig finna gestaherbergi. Saumavélina átti amma Jóhönnu, Ríkey Örnólfsdóttir, en hún var skraddari og vann mikið á þessu saumavélaborði. Litla prentarahillan var keypt í Austurríki. 6. OKTÓBER 2007 LAUGARDAGUR6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.