Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 70

Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 70
Enginn vindur að blása á undan sér bylgjum, við kinnungana gutlaði sjórinn, bátur á lygnum fleti og pabbi setti á munninn flöskustút og bræðurnir sungu. Tónar leituðu út í loftið, titruðu þar örstund áður en þeir steyptust í hafið; raddirnar vitnuðu um öryggi. Festu. Þokubakki huldi múlann, fjallið, og voru í för með honum skósveinar hans og þjöppuðu sér hægt saman og komu til þeirra með kæruleysis- legri hreyfingu líkt og þeir væru á spásséringu, ættu leið hjá; tekið utanaf nesinu og kaffið drukkið úr emaléruðum bollum og ekki vissu þau fyrr til en þoku- bakkarnir tóku undir sig stökk og voru umkringd. Álfrún Gunnlaugsdóttir: Hringsól ( 1987) Í umsögn um nýja íslenska kvik- mynd var komist laglega að orði í Mbl. 8. september: „Það er ekki auðvelt að finna vörðurnar í gjörningaveðrinu sem hún hefur magnað upp umhverfis persónur sínar, nánast öll sund lokuð til að ná viðunandi og vitrænum sögu- lokum. Guðný tapar aldrei áttun- um og lokakaflinn rökréttur og snjall.“ Hér sést glöggt hvernig vel valið myndmál lífgar málfar. Fyrirsögn í Fréttablaðinu 10. september hefur smitast illa af þágufallssýki: „Liðinu hefur vantað herslumuninn.“ Í þeirri ágætu bók Íslensk málfræði eftir Björn Guðfinnsson, sem ég lærði í gagnfræðaskóla (meðan enn var kennd málfræði í íslenskum skól- um), er að finna býsna skýra reglu. Þar segir: „Varast ber að rugla saman þolfalli og þágufalli orða er standa með ópersónuleg- um sögnum. Þágufall er notað framan við sagnir er geta tekið á eftir sér nefnifall: Mér líkar (sagan). Mér leiðist (maðurinn). Mér þykir (maturinn góður). Mér svíður (skaðinn). Annars er oftast þolfall framan við óper- sónulegar sagnir: Mig langar (í mat). Mig vantar (peninga [eða herslumun]. Mig dreymir (draum). Mig svíður (í sárið). Þetta þykir mér ekki erfitt að muna, og mig langar að vekja athygli á þessum mun. „Heilabilaðir valsa um í kerfinu“ segir í fyrirsögn í Blaðinu 11. september, og í greinni er hnykkt á því að fólk sem þjáist af minn- istapi sé „lengi að valsa um í kerfinu áður en meinið uppgötv- ast“. Hér skilur blaðamaður ekki merkingu so. valsa um: rása hindrunarlaust, leika lausum hala. Hann hefur væntanlega ætlað að segja velkjast um, hrekjast um kerfið. Svona mis- skilin merking orða er því miður of algeng í íslenskum blöðum og ber vott um ófullburða tök á orðaforða. Baksneidd braghenda frá liðnu sumri: Birkið lætur bærast fyrir björtum vindi líkt og væri veifað hendi, vinum þessa hugsun sendi. Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@vortex.is Það er ekki vaninn að fara á fætur klukkan þrjú um nótt í Kína, en mánudaginn 1. október var þjóð- hátíðardagur og mikil hátíðarhöld framundan. Ég og bekkjarfélagar mínir ákváðum því að taka þátt í stemningunni og drífa okkur af stað til Torgs hins himneska friðar þrátt fyrir hellidembu af himnum ofan. Kínverjar hafa haldið upp á þennan dag síðan Maó lýsti yfir stofnun Alþýðuveldisins Kína á þessu sama torgi árið 1949. Ég lagði af stað rúmlega fjögur og tók leigubíl niður í bæ í niðamyrkri. Það voru fáir á ferli og ferðin tók ekki langan tíma. Þegar ég kom á áfangastað var fólk að byrja að streyma að og menn voru ýmist að fá sér morgunmat eða kaupa sér regnhlífar eða regnstakka af sölu- fólkinu. Ég fylgdi mannfjöldanum að torginu í grenjandi rigningu. Á leiðinni mættum við lögreglu- mönnum sem voru með vopnaleitar- tæki og ég var auðvitað tékkuð, kannski grunsamleg sem útlend- ingur. Ég rakst líka á gamlan mann sem var að selja litla kínverska fána og mér fannst ég verða að kaupa fána í tilefni dagsins. Fólkið safnaðist saman á torginu undir regnhlífunum sínum og þegar ég leit í kringum mig sá ég hafsjó regnhlífa eins langt og augað eygði. Þarna var mest af ungu fólki, lítið var af börnum og ég sá engan annan ( hvítan mann?) Vesturlandabúa. Athöfnin sem við vorum að bíða eftir var sú að kín- verski fáninn yrði dreginn að húni við sólarupprás sem var að þessu sinni kl. 6.10. Þessi athöfn fer fram á hverjum degi en það er siður hjá Pekingbúum að safnast saman og fylgjast með þessari athöfn á þjóðhátíðardaginn. Eftir nokkuð langa bið þá fór mannskapurinn að ókyrrast og ég fann hvernig eftirvæntingin jókst í fólkinu og allir fóru nú að horfa í áttina að fánastönginni. Mann- fjöldinn fylgdist svo með þegar fáninn var dreginn að húni við sól- arupprásina sem sást nú reyndar lítið í vegna rigningarinnar. Um leið og athöfninni lauk setti lög- reglan sig í stellingar og byrjaði að koma fólkinu af torginu, því í raun er þetta fræga torg ekki torg heldur breiðasta akbraut Peking- borgar. Þeir mynduðu röð þvert yfir torgið, héldust hönd í hönd og ýttu þannig fólkinu af torginu. Þá marseruðu hermennirnir þarna í kring klæddir í regngalla frá toppi til táar og með hvíta hanska. Að koma öllum þessum mann- fjölda af torginu tók alveg ótrú- lega stuttan tíma og áður en ég vissi af var farið að keyra um göturnar og allir horfnir á braut. Ég staldraði við í nokkurn tíma og virti fyrir mér þennan stað sem hefur að geyma svo stóran part af kínverskri sögu. Ég var ánægð með að hafa eytt þessari morgunstund með heima- mönnum og fá að fylgjast með því hvernig þeir fagna þjóðhátíðar- degi sínum. Á leiðinni heim naut ég þess að virða fyrir mér opin- berar byggingar sem höfðu verið fallega skreyttar með fánum og blómum í tilefni dagsins. 99 kr. smsið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Þú gætir unnið TMNT á DVD! Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.