Fréttablaðið - 06.10.2007, Síða 70

Fréttablaðið - 06.10.2007, Síða 70
Enginn vindur að blása á undan sér bylgjum, við kinnungana gutlaði sjórinn, bátur á lygnum fleti og pabbi setti á munninn flöskustút og bræðurnir sungu. Tónar leituðu út í loftið, titruðu þar örstund áður en þeir steyptust í hafið; raddirnar vitnuðu um öryggi. Festu. Þokubakki huldi múlann, fjallið, og voru í för með honum skósveinar hans og þjöppuðu sér hægt saman og komu til þeirra með kæruleysis- legri hreyfingu líkt og þeir væru á spásséringu, ættu leið hjá; tekið utanaf nesinu og kaffið drukkið úr emaléruðum bollum og ekki vissu þau fyrr til en þoku- bakkarnir tóku undir sig stökk og voru umkringd. Álfrún Gunnlaugsdóttir: Hringsól ( 1987) Í umsögn um nýja íslenska kvik- mynd var komist laglega að orði í Mbl. 8. september: „Það er ekki auðvelt að finna vörðurnar í gjörningaveðrinu sem hún hefur magnað upp umhverfis persónur sínar, nánast öll sund lokuð til að ná viðunandi og vitrænum sögu- lokum. Guðný tapar aldrei áttun- um og lokakaflinn rökréttur og snjall.“ Hér sést glöggt hvernig vel valið myndmál lífgar málfar. Fyrirsögn í Fréttablaðinu 10. september hefur smitast illa af þágufallssýki: „Liðinu hefur vantað herslumuninn.“ Í þeirri ágætu bók Íslensk málfræði eftir Björn Guðfinnsson, sem ég lærði í gagnfræðaskóla (meðan enn var kennd málfræði í íslenskum skól- um), er að finna býsna skýra reglu. Þar segir: „Varast ber að rugla saman þolfalli og þágufalli orða er standa með ópersónuleg- um sögnum. Þágufall er notað framan við sagnir er geta tekið á eftir sér nefnifall: Mér líkar (sagan). Mér leiðist (maðurinn). Mér þykir (maturinn góður). Mér svíður (skaðinn). Annars er oftast þolfall framan við óper- sónulegar sagnir: Mig langar (í mat). Mig vantar (peninga [eða herslumun]. Mig dreymir (draum). Mig svíður (í sárið). Þetta þykir mér ekki erfitt að muna, og mig langar að vekja athygli á þessum mun. „Heilabilaðir valsa um í kerfinu“ segir í fyrirsögn í Blaðinu 11. september, og í greinni er hnykkt á því að fólk sem þjáist af minn- istapi sé „lengi að valsa um í kerfinu áður en meinið uppgötv- ast“. Hér skilur blaðamaður ekki merkingu so. valsa um: rása hindrunarlaust, leika lausum hala. Hann hefur væntanlega ætlað að segja velkjast um, hrekjast um kerfið. Svona mis- skilin merking orða er því miður of algeng í íslenskum blöðum og ber vott um ófullburða tök á orðaforða. Baksneidd braghenda frá liðnu sumri: Birkið lætur bærast fyrir björtum vindi líkt og væri veifað hendi, vinum þessa hugsun sendi. Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@vortex.is Það er ekki vaninn að fara á fætur klukkan þrjú um nótt í Kína, en mánudaginn 1. október var þjóð- hátíðardagur og mikil hátíðarhöld framundan. Ég og bekkjarfélagar mínir ákváðum því að taka þátt í stemningunni og drífa okkur af stað til Torgs hins himneska friðar þrátt fyrir hellidembu af himnum ofan. Kínverjar hafa haldið upp á þennan dag síðan Maó lýsti yfir stofnun Alþýðuveldisins Kína á þessu sama torgi árið 1949. Ég lagði af stað rúmlega fjögur og tók leigubíl niður í bæ í niðamyrkri. Það voru fáir á ferli og ferðin tók ekki langan tíma. Þegar ég kom á áfangastað var fólk að byrja að streyma að og menn voru ýmist að fá sér morgunmat eða kaupa sér regnhlífar eða regnstakka af sölu- fólkinu. Ég fylgdi mannfjöldanum að torginu í grenjandi rigningu. Á leiðinni mættum við lögreglu- mönnum sem voru með vopnaleitar- tæki og ég var auðvitað tékkuð, kannski grunsamleg sem útlend- ingur. Ég rakst líka á gamlan mann sem var að selja litla kínverska fána og mér fannst ég verða að kaupa fána í tilefni dagsins. Fólkið safnaðist saman á torginu undir regnhlífunum sínum og þegar ég leit í kringum mig sá ég hafsjó regnhlífa eins langt og augað eygði. Þarna var mest af ungu fólki, lítið var af börnum og ég sá engan annan ( hvítan mann?) Vesturlandabúa. Athöfnin sem við vorum að bíða eftir var sú að kín- verski fáninn yrði dreginn að húni við sólarupprás sem var að þessu sinni kl. 6.10. Þessi athöfn fer fram á hverjum degi en það er siður hjá Pekingbúum að safnast saman og fylgjast með þessari athöfn á þjóðhátíðardaginn. Eftir nokkuð langa bið þá fór mannskapurinn að ókyrrast og ég fann hvernig eftirvæntingin jókst í fólkinu og allir fóru nú að horfa í áttina að fánastönginni. Mann- fjöldinn fylgdist svo með þegar fáninn var dreginn að húni við sól- arupprásina sem sást nú reyndar lítið í vegna rigningarinnar. Um leið og athöfninni lauk setti lög- reglan sig í stellingar og byrjaði að koma fólkinu af torginu, því í raun er þetta fræga torg ekki torg heldur breiðasta akbraut Peking- borgar. Þeir mynduðu röð þvert yfir torgið, héldust hönd í hönd og ýttu þannig fólkinu af torginu. Þá marseruðu hermennirnir þarna í kring klæddir í regngalla frá toppi til táar og með hvíta hanska. Að koma öllum þessum mann- fjölda af torginu tók alveg ótrú- lega stuttan tíma og áður en ég vissi af var farið að keyra um göturnar og allir horfnir á braut. Ég staldraði við í nokkurn tíma og virti fyrir mér þennan stað sem hefur að geyma svo stóran part af kínverskri sögu. Ég var ánægð með að hafa eytt þessari morgunstund með heima- mönnum og fá að fylgjast með því hvernig þeir fagna þjóðhátíðar- degi sínum. Á leiðinni heim naut ég þess að virða fyrir mér opin- berar byggingar sem höfðu verið fallega skreyttar með fánum og blómum í tilefni dagsins. 99 kr. smsið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Þú gætir unnið TMNT á DVD! Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.