Fréttablaðið - 09.10.2007, Side 17

Fréttablaðið - 09.10.2007, Side 17
Margir muna eflaust eftir morgunleikfiminni á Rás 1 með Valdimar Örnólfssyni en um þessar mundir eru fimmtíu ár síðan útsendingar hófust á leikfiminni. „Ég var með þetta í 25 ár, frá 1957-1982, ásamt Magn- úsi Péturssyni,“ segir Valdimar og brosir að minning- unni. „Tvisvar á dag sagði ég: „Komið þið blessuð og sæl,“ og svo framvegis,“ bætir hann við hlæjandi. „Þegar við hættum árið 1982 tók Jónína Benediktsdóttir við og eflaust muna margir eftir henni í þáttunum,“ segir Valdimar, sem veltir því fyrir sér að gefa út geisladisk með morgunleikfimi í tilefni afmælis morgunleikfiminnar. „Ég þarf líklega að fara að drífa í því,“ bætir hann við en Valdimar hleypur enn á hverjum morgni og gerir Mullers- æfingar á eftir þótt hann sé kominn vel á áttræðis- aldurinn. Valdimar var íþróttastjóri Háskóla Íslands og hætti þar 72 ára gamall en er enn í dag með tvo hópa í leik- fimi. „Þetta eru tveir góðir kunningjahópar, nokkurs konar „old boys“,“ segir hann en tvisvar í viku hittast þeir og gera saman æfingar í tvo tíma í senn þannig að Valdimar á nóg eftir í leikfiminni enn í dag. Hleypur og gerir Mull- ers-æfingar alla morgna

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.