Fréttablaðið - 09.10.2007, Síða 25

Fréttablaðið - 09.10.2007, Síða 25
[Hlutabréf] Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 Opið virka daga: 10-18 og laugardaga: 11-15 „Það er útilokað að ganga í mynt- bandalag [Evrópusambandsins] án þess að vera aðili að Evrópusamband- inu,“ sagði Jean-Claude Trichet, bankastjóri Evrópska seðlabankans, í gær. Hann var þar að svara fyrirspurn frá íslenskum embættismanni sem staddur var í Brussel og hafði spurt hvort Íslendingar gætu tekið upp evruna. Trichet benti á að besta ráðið sem hann gæti gefið Íslendingum væri að ganga í Evrópusambandið, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Amelía Torres, talsmaður ESB, svaraði í sömu mynt í gær en hún segir lönd utan Evrópusambandsins ekki eiga að innleiða evruna án inngöngu í sambandið og síðan myntbandalag þess. „Forsendur fyrir innleiðingu evrunnar eru afar skýrar,“ sagði Torres. Þrettán lönd eru aðilar að mynt- bandalagi Evrópusambandsins og hafa þau innleitt evruna. Hún hefur hins vegar verið innleidd í tveimur löndum utan sambandsins, í Svartfjallalandi og í Kosovo auk nokkurra nýlendueyja Frakka. Evran útilokuð án aðildar að ESB Gengi hlutabréfa í bandaríska netleitarrisanum Google fór í rúma 601,45 Bandaríkjadali á hlut í gær, sem er hæsta verð fyrir- tækisins frá upphafi. Gengið dalaði lítillega eftir því sem leið á daginn og fór undir 600 dala á markaði undir lokin. Miðað við hæsta gengi Google í gær nam markaðsvirði þess um 25 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 1.525 milljarða íslenskra króna. Google var skráð á Nasdaq- hlutabréfamarkaðinn vestanhafs í ágúst fyrir þremur árum en gengi bréfa í fyrirtækinu fór á 85 dali á hlut í frumútboði. Þetta jafngildir því að þeir fjárfestar sem keyptu hluti í hlutabréfaútboði netleitar- fyrirtækisins hafa ávaxtað pund sitt vel því gengi bréfanna hefur sjöfaldast á tímabilinu. Gengi Google í hæstu hæðum Um næstu áramót stefnir Kauphöllin á að taka upp nýja aðferðafræði við útreikning og val á fyrirtækjum í OMXI15 vísitöluna, en hún er einnig nefnd Úrvalsvísitalan. Um leið verður valið á ný í vísitöluna. Áhersla í val á félögum í vísitöluna verður fyrst og fremst á veltu og miðað við heildarveltu síðustu sex mánuði, í stað 12 áður. Þá verða félögin að vera meðal þeirra 15 veltumestu í Kauphöll- inni. Markmiðið er meðal annars sagt vera að laga útreikning vísitölunn- ar betur að því sem almennt tíðkast innan OMX Nordic Exchange. „Þar að auki er það mat Kauphallarinnar að markaðurinn hafi þroskast talsvert á síðustu árum og því ekki jafn mikil þörf á ströngum reglum er varða t.d. birtingu fréttatilkynninga á ensku og tilvist kaup- og sölutilboða innan viðskiptakerfisins,“ segir í tilkynningu, en þeir sem hags- muna eiga að gæta eru hvattir til að koma að athugasemdum fyrir næsta mánudag. Úrvalsvísitalan með nýju lagi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.