Fréttablaðið - 21.10.2007, Page 4

Fréttablaðið - 21.10.2007, Page 4
Sími 591 3100 - www.atlantsolia.is 5 kr. afsláttur þegar þú átt afmæli! Þeir sem eru með dælulykil Atlantsolíu fá 5 krónu afslátt af lítraverði þegar þeir kaupa eldsneyti á afmælisdaginn sinn. Tólf eldri borgarar gengu á fund Páls Magnússonar útvarpsstjóra á fimmtudag með yfir þúsund undirskriftir á lista þar sem óskað var eftir því að dagskrárliðurinn Orð kvöldsins yrði aftur á dagskrá Rásar 1. Páll tók vel í hugmyndina og sagðist ætla að skoða málið. Orð kvöldsins voru á dagskrá fimm mínútum fyrir tíufréttir Rásar 1 á kvöldin, þar sem farið var með stuttar kvöldbænir. Hætt var að útvarpa þættinum um miðj- an síðasta mánuð. „Það er okkur mikið hjartans mál að fá þessar fáu mínútur á kvöldin,“ segir Valgerður Gísla- dóttir, sem situr í stjórn ellimála- ráðs Reykjavíkurprófastsdæmis. Hún stóð fyrir undirskriftasöfn- uninni og kom á fundinum með útvarpsstjóra fyrir hönd aðdá- enda þáttarins. „Þessi þáttur er eldra fólki óhemju mikils virði. Það er oft einangrað og eitt, og vill fá bænina sína meðan það liggur í bólinu og bíður eftir að sofna.“ Hún segist ekki vita hvers vegna þátturinn var tekinn af dag- skrá, en í kjölfarið hafi síminn hringt látlaust hjá henni í elli- málaráði. „Fólkið er í svo góðu sambandi við mig að ef eitthvað þarf að gera þá heldur það að ég geti það bara. Ég berst fyrir minni hjörð.“ Fundurinn með útvarps- stjóra gekk mjög vel að sögn Val- gerðar. „Við hlustum á þá sem hlusta á okkur og við ætlum að skoða þetta mál,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Hann kveður við- brögðin hafa komið sér á óvart. „Ég hugsa að við förum yfir þetta strax eftir helgi og tökum ákvörð- un í kjölfarið.“ Hann segir mönnum hafa þótt þátturinn afkáralega tímasettur, nánast eins og kveðjuorð í dag- skrá áður en kvöldfréttir byrjuðu. Því hafi hann verið tekinn af dag- skrá á þeim tíma sem hann var og ekki settur inn aftur. „Það voru vangaveltur um það hvað þátturinn ætti að vera lang- ur, hvar hann ætti að vera í dag- skránni og hvernig flutningi hans ætti að vera háttað. En við skoð- um þetta núna í ljósi þess hversu mikil viðbrögðin hafa verið.“ Orðið er eldra fólki óhemju mikils virði Eldra fólk vill fá Orð kvöldsins aftur á Rás 1. Fundað var með útvarpsstjóra sem tók vel í hugmyndina. Okkur hjartans mál að fá þessar fáu mínútur, segir for- svarsmaður aðdáenda. Hlustum á þá sem hlusta á okkur, segir útvarpsstjóri. Átta manna áhöfn bátsins Tjaldaness GK 525 slapp með skrekkinn þegar báturinn missti vélarafl á föstudagskvöld. Orsökin var sprenging í smurolíu- dælu. Báturinn, sem er 240 tonn, var staddur um þrjár sjómílur frá landi út frá Þórsnesi skammt frá Grindavík. Björgunarsveitir og lögregla voru send á staðinn en ekki reyndist þörf á aðstoð þeirra því áhöfn bátsins tókst að gangsetja vélina og sigla bátnum til hafnar í Grindavík. Að sögn lögreglu var engin hætta á ferðum. Áhöfnin slapp með skrekkinn Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að Ólafur Örn Haraldsson hafi látið af störfum fyrir nokkrum dögum sem forstjóri Ratsjárstofnunar í góðu samkomu- lagi við ráðuneytið. Tilefni tilkynn- ingarinnar er frétt á forsíðu Frétta- blaðsins í gær um fráhvarf Ólafs frá stofnuninni, undir fyrirsögn- inni „Forstjóri gekk á dyr hjá Rat- sjárstofnun“. Utanríkisráðuneytið segir að fyrirsögn Fréttablaðsins eigi ekki við rök að styðjast, en gerir ekki athugasemdir við efnis- tök fréttarinnar að öðru leyti. Þetta eru mun fyllri upplýsingar um fráhvarf Ólafs frá Ratsjárstofn- un en Grétar Már Sigurðsson, ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytis- ins, lét blaðamanni í té við vinnslu fréttarinnar. Í fréttatilkynningunni segir jafn- framt að ráðuneytið og Ólafur Örn séu sammála um að nú þegar ljóst er að aftur verði ráðist í verulega umbreytingu á rekstrinum sé heppi- legast að gefa svigrúm fyrir að nýir aðilar komi að málum. Því hafi orðið samkomulag um að Ólafur vinni ekki út uppsagnarfrest sinn. Sex mánaða uppsagnarfrestur Ólafs tók gildi 1. október síðastliðinn. Ráðuneytið þakkar Ólafi Erni í tilkynningunni fyrir vel unnin störf og væntir góðs samstarfs við hann og ráðgjafar um fyrirsjáanlega endurskipulagningu. Ekki náðist í Ólaf Örn við vinnslu fréttarinnar. Vinnur ekki út uppsagnarfrest Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglunn- ar í Reykjavík vegna umfangs- mikillar kannabisræktunar. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu í Reykjavík aðfara- nótt laugardagsins eftir að húsleit var gerð í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Þar fundust 160 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar. Húsleitin var fram- kvæmd að undangengnum dómsúrskurði. Rannsókn málsins er á frum- stigi. Kannabisrækt- un stöðvuð Herstjórnin í Búrma hefur aflétt útgöngubanni sem tók gildi í síðasta mánuði vegna mótmæla almennings gegn verðhækkunum í landinu. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Hervagnar óku með hátalara um götur borgarinnar og til- kynntu um þessa ákvörðun. Ekki er ljóst hvort útgöngubanni, sem verið hefur í gildi í borginni Mandalay, hefur einnig verið aflétt. Á fimmtudag leystu stjórnvöld úr haldi hóp mótmælenda sem handtekinn var þegar mótmælin stóðu sem hæst. Banni aflétt í Rangún Kvenfélag Kópavogs hefur veitt fjölbýli geðfatlaðra í Hörðukór 200 þúsund króna peningagjöf. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, veitti peningagjöfinni viðtöku. Helga Skúladóttir, formaður kvenfélagsins, segir að félagið vilji styðja við bakið á þeim sem minna mega sín og vonast til þess að fleiri úrræði á borð við fjölbýlið í Hörðukór verði til. Íbúðakjarninn við Hörðukór samanstendur af sjö tveggja herbergja íbúðum sem eru til útleigu og einni þjónustuíbúð. Markmið úrræðisins er að hvetja íbúana til sjálfshjálpar. Styrkja fjölbýli geðfatlaðra Þingkosningar fara fram í Póllandi í dag, en samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins eru uppi áhyggj- ur af áhugaleysi kjósenda. Í síðustu kosning- um var aðeins um 40 prósent þátttaka og stefnir í svipaða þátttöku í ár. Sitjandi stjórn hefur einkennst af baráttu gegn spillingu annars vegar og af harðsvíraðri afstöðu gagnvart Evrópusambandinu hins vegar. Forsætisráðherra landsins, Jaroslaw Kaczynski, hefur biðlað til kjósenda að veita sér tækifæri til að halda starfi sínu áfram. Donald Tusk er helsti andstæð- ingur forsætisráðherrans í kosningunum. Hann segir ríkisstjórnina einbeita sér of lítið að uppbyggingu efnahags landsins. Áhyggjur af áhugaleysi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.