Fréttablaðið - 21.10.2007, Page 12

Fréttablaðið - 21.10.2007, Page 12
Þ etta gengur ekki snurðu- laust í byrjun. Stefán Karl er önnum kafinn, á síma- fundum. Ég er númer eitthvað í röðinni og hann segir mér strax í byrjun samtals að hann gæti þurft að rjúka úr miðju viðtali á annan símafund. Klukkan er 10 að morgni í San Diego. Hann er þá þegar búinn að vera vak- andi í heila fimm klukkutíma en yngsta dóttir þeirra hjóna, hans og Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, Júlía, er þá vöknuð og til í tuskið. Stef- án Karl byrjar þá maraþonsímtöl til Evrópu og slekkur svo á símanum milli tvö og þrjú um daginn. Þá koma börnin heim úr skóla og leikskóla og við tekur heimalærdómur, akstur í ballettíma og hið daglega fjölskyldu- brauð. Hann segist þó jafnvel ætla að reyna að fara í golf þarna eftir hádegi. „Þetta gengur mjög vel núna en þetta gekk ekki snurðulaust þarna í byrjun. Ef einhverjum þykir skriffinnskan og kerfið þungt á Íslandi þá er það svona tíu sinnum flóknara hér úti. Við vorum samt heppin að vera ekki seinna á ferðinni út. Í dag er nær alveg von- laust að komast inn í landið og fá atvinnuleyfi. Þótt skriffinnskan og kerfið þar ytra væri völundarhús var umhverfið mjög þægilegt. „Við vorum í mestu sjokki yfir því að sjá hvað matvara gæti verið ódýr. Draumaumhverfi fyrir fjölskylduna? Jú algjörlega. Á móti kemur að þetta svæði er langt frá því að vera hættulaust og þú lítur ekki af börnunum eina sekúndu. Við fylgjum þeim í skólann og við inn- ganginn er öryggisgæsla. Frjálsræðið sem við búum við heima er saknæmt athæfi hér ytra,“ segir Stefán og bætir við að oft ætti það frjálsræði svo sem að vera saknæmt athæfi á Íslandi líka. „Það eru allt of mörg börn á Íslandi sem eru ein og ganga sjálfala. Það veit ég í gegnum mín samtök, Regnbogabörn, og það er glæpur út af fyrir sig.“ Það er helst elsta dóttirin á heimilinu sem man eftir frjálsræðinu á Íslandi og kvartar. En nú er fjölskyldan sem sagt flutt til San Diego, frá Los Angel- es, sem er mun fjölskylduvænna umhverfi og Stefán Karl líkir San Diego við gamla þorpið sitt, Hafnar- fjörðinn – ef við gefum okkur það að Los Angeles hafi verið Reykjavík. Alþjóð veit að það var Latibær sem rak þau út í byrjun, að fylgja eftir þáttunum á erlendri grundu, en kom eitthvað meira til? „Okkur var farið að þyrsta í eitthvað nýtt og öðruvísi og í kjölfar frumsýninga Latabæjar- þáttanna í Bandaríkjunum fékk ég tækifæri sem enginn leikari hefur fengið áður. Við ákváðum því að freista gæfunnar. Hins vegar er það alveg ljóst að það tekur lágmark 3-5 ár að koma sér á kortið hér ytra. Þau ár þarftu til að kynnast fólki, mynda tengsl og komast í alvöru prufur. Þetta gengur ekki þannig að þú getir komið hingað út í mánuð, hittir umboðsmenn og svo hringi þeir í þig næst þegar þá vantar hávaxinn, dökk- hærðan og bláeygan mann með íslenskan hreim í hlutverk.“ Stefán Karl segir að þau Steinunn Ólína hafi haft virkilega gott af því að fara út. Þau hjónin hafi verið í ákveðn- um forréttindahópi í leikarastéttinni og það sé aldrei hollt eða gott til lengd- ar fyrir leikarann að vera í umhverfi þar sem hægt sé að hafna og þiggja að vild þau verkefni sem manni bjóðast. „Að koma úr þannig umhverfi, sem við vorum vissulega í heima, þar sem við vorum bæði búin að festa okkur vel í sessi, og í umhverfi þar sem fólki er nákvæmlega sama um hver þú ert er heilbrigð og þroskandi lífsreynsla. Þú verður bara að standa og sitja eins og allir aðrir og sanna þig. Sem var mjög sjokkerandi fyrir ofdekraðan ungan leikara eins og mig. Hér hefur maður fengið að heyra hluti sem maður hefur aldrei fengið að heyra áður um sjálfan sig.“ Þremur árum síðar segir Stefán þau hjón skilja mun betur hvernig þetta allt saman virki. Því sé fyrst núna hægt að fara að tala um ein- hverjar væntingar til hlutanna, þegar maður skilji hvar maður getur stað- sett sig á kortinu. Nýjasti áfanginn er ótrúlega stór. Samstarf við einn af stóru leikstjórunum á Broadway; Jack O´Bryan. „Okkar kynni byrja með umboðsmanni sem ég hitti á Broadway, eldri kona sem hefur gert mjög góða hluti fyrir leikara sína og meðal annars verið umboðsmaður Ben Stiller, Matt Damon og jú – Britn- ey Spears, þótt það samstarf hafi fljótlega runnið út í sandinn. Sam- starf okkar hófst fyrir um ári en því er frá að segja að fyrst þegar ég kom út hitti ég fyrir þennan sama umboðs- mann, sem vildi þá strax fá mig í sam- starf en maður var auðvitað svo blaut- ur á bak við eyrun og grænn að ég Þroskandi reynsla fyrir ofdekraðan leikara Stefán Karl Stefánsson hefur gert það sem fáir íslenskir leikarar hafa fengið tækifæri til eða þorað – að henda sér út í djúpu laugina í Hollywood. Stökk- ið virðist vera að borga sig og eftir þriggja ára búsetu þar ytra hefur hann skapað sér nafn og sambönd sem leikarar myndu borga aleiguna sína fyrir að eiga. Júlía Margrét Alexandersdóttir ræddi við leikarann um frægð sem verður ekki til á einni nóttu heldur árum. Þú verð- ur bara að standa og sitja eins og allir aðrir og sanna þig. afþakkaði.“ Sá sami umboðsmaður kom Stefáni í samband við Jack O´Bryan sem er ávísun á góða hluti og hefur Stefán Karl nú gert samning við umboðsmanninn til framtíðar. „Enda hefur lækkað í manni rostinn á þessum þremur árum sem maður hefur verið að harka hérna.“ Umboðsmaðurinn sendi Stefán í prufur og hjólin fóru að snúast og fyrirtækið The Running Subway Productions, sem er eitt stærsta framleiðslufyrirtækið á Broad- way, vildi ólmt fá Stefán í hlutverk sjálfs Trölla sem stal jólunum. Framleiðendurn- ir þóttust sjá að taktar Stefáns myndu hæfa Trölla mjög vel. Stefán fór í „workshop“ þar sem hann æfði Grinch með Jack O´bryan og ekkju dr. Seuss, höf- undar bókanna, sem var að sögn Stefáns fjörgömul og vel strekkt! „Upp frá þessu fórum við að velta því fyrir okkur hvar og hvort ég myndi gera þetta. Upphaflega stóð til að ég myndi gera þetta í San Diego og fluttumst við þá m.a. hingað en það vannst ekki tími til að færa atvinnuleyfið og koma mér inn í ameríska leikarafélag- ið í tíma. Því var ákveðið að mér stæði til boða að gera þetta á næsti ári, 2008, og ég mætti velja mér borg til að leika þetta í. Auðvitað sagði ég New York – Broadway. Heiðurinn er gríðarlega mikill en hann valdi mig og ég vanmet það ekki og er auvitað bara fullur auðmýktar að fá að vinna með honum. Ég veit ekki hvað þetta mun bera í skauti sér, það er eins og allt hér úti – mjög svo óráðið enn en hann vill vinna með mér og ég með honum svo það er bara frábært. Rulla Grinch er til í koll- inum á mér og ég geymi hana þegar og ef kallið kemur. En svo gæti eitthvað allt annað verkefni komið upp. Til dæmis er Jack O´Bryan viðriðinn Young Franken- stein svo eitthvað sé nefnt, ég myndi henta vel sem skrímslið enda afskaplega ófrýni- legur að sögn Steinunnar Ólínu, eiginkonu minnar.“ Leiklistin í Bandaríkjunum er iðnaður. Bara stóru stúdíóin í Hollywood skila margföldu hagkerfi Íslands í kassann og Stefán segist verða var við það að heima ríki oft fordómar og þekkingarleysi í garð Hollywood. „Hér gerast hlutirnir hægt og hratt. Einn kunningi minn sagði að í Bandaríkjunum værir þú ekki kominn með vinnu fyrr en þú værir búinn að fá hlutverkið, leika það, fá ávísunina, kaupa fyrir hana mat og já – skila aftur í klósett- ið. Þess vegna er manni svo illa við að tala um óorðinn hlut þótt maður sjái að það eru meira en yfirgnæfandi líkur á að það sé tryggt að allt gangi eftir.“ En þakkar hann Latabæjarþáttunum þau tækifæri sem honum er að bjóðast nú? „Já að sjálfsögðu. Þættirnir hafa gefið mér mikla reynslu og tengls við fólk. Hollywood er eins og flug- völlur – allt umhverfið svolítið eins og fólk hlaupandi um með skjalatöskur að flýta sér að gera bissness. Við Steinunn erum nú loksins farin að sjá árangur erf- iðis okkar hér í borginni. Og heima eru auðvitað allir forvitnir um hvað sé að gerast. Fréttir um stóra kvik- mynd frá framleiðslufyrirtæki þeirra hjóna, High Risk Production, fóru hátt í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum. Hvar stendur það verkefni nú? „Það stendur mjög vel. Við erum að vinna að nokkrum verkefnum, með sænskum aðilum og bandarískum, og framleiða kvikmynd á alþjóðamarkaði sem væntanlega fer í vinnslu eftir áramót og erum með stóra dreifingaraðila þar. Þessa dagana er ég einmitt í símanum því við erum að vinna að fjármögnun þess verkefnis, sem er mjög spennandi og opnar möguleika fyrir okkur. Fyrirtækið stækkar ört og þetta er mjög alþjóðlegt eins og maður segir. Síma- fundurinn bíður mín einmitt þar sem ég mun byrja á því að biðjast afsökunar á því að vera 20 mínútum of seinn.“ Áður en Stefáni er sleppt í næsta tól er þeirri sveitalubbalegu og hégómlegu spurningu varpað fram hvort einhverjum úti finnist hann vera næsti Jim Carrey? „Jú, jú. Og Tom Hanks og Antonio Banderas. En ég tek jafn mikið mark á því og að Garðar Cortes sé hinn næsti Pavarotti án þess að ég sé með þessu að halla á hæfileika Garð- ars sem er að gera góða hluti úti í hinum stóra heimi. Ég tel bara að engum sé greiði gerður með svona samlíkingum.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.