Fréttablaðið - 21.10.2007, Side 14
Hafið þið hist áður – hver er ykkar
fyrsta minning um hvort annað?
Veist þú hver Reynir Pétur er, Unnur
Birna, sem og Stiklur?
Og veist þú hvað bíómyndin sem
Unnur Birna hefur nýlokið að leika í
heitir?
Ómar: Við höfum ekki hist áður.
Unnur Birna: En fyrsta minning. Ja,
sko. Ég man eftir Ómari í sjónvarpinu
þegar ég var frekar ung og ég man
eftir þættinum, Stiklum. Ég var ein-
mitt að ræða þetta við mömmu áðan
og hún talaði um hvað þetta hefði
verið frábær þáttur og eins góður
þáttur í þessum dúr hefði ekki komið
fram á sjónarsviðið síðan. Og já, ég
veit hver Reynir Pétur er.
Ómar: Ég mun einmitt setja þáttinn
með Reyni Pétri á DVD-disk á næsta
ári. Núna er ég með þætti af Vestur-
og Norðurlandi.
Unnur Birna: Já, gaman að því.
Ómar: En ég er eins og Unnur – ég
man eftir henni úr sjónvarpinu. En nú
er illt í efni, með bíómyndina hennar
Unnar. Ég verð því að svara því með
vinsælu svari þessa dagana: Ég minn-
ist þess ekki að hafa áttað mig á því í
hvaða bíómynd hún var að leika í.
Unnur Birna: Já, enda er ekki byrjað
að sýna hana – hún verður frumsýnd í
byrjun næsta árs. En það er næsta
íslenska mynd, held ég, á markaðinn.
Að því sem allra hæst ber í fréttum.
Nýr borgarstjóri er tekinn við völdum.
Ef þið fengjuð að vera hann á morgun
– hvaða verki mynduð þið fyrst reyna
að hrinda í framkvæmd? Og fengjuð
þið það verkefni að koma einhverju
skemmtitæki eða afþreyingarmögu-
leika fyrir í Hljómskálagarðinum –
hvað mynduð þið velja?
Unnur Birna: Þar sem ég ræði nú
helst ekki stjórnmál í fjölmiðlum ætla
ég ekki að fara djúpt í borgarmálin en
ég veit þó að ég myndi halda áfram
þessu góða starfi sem byrjað er að
vinna fyrir eldri borgara. Ætli þessi
mál séu mér ekki hugleikin af því ég
er gömul sál og hef verið mjög náin
ömmum mínum og öfum í gegnum tíð-
ina.
Ómar: Ég tek nú alveg undir þetta en
af því að Vilhjálmur var byrjaður á
þessu og Dagur er kominn í umönnun-
arstörfin þá myndi ég fara í kennara-
stéttina. Það er ekki spurning hvort
heldur hvenær kennararnir springa.
Svo væri ég til í að sjá Víkingahöfn,
helst sem næst Kvosinni, í tengslum
við opinn læk. Og á hverju ári yrði
haldin þar hátíð eins og á Stiklastað í
Noregi og líkt eftir því þegar Ingólfur
Arnarson setti súlurnar fyrir borð.
Unnur Birna: Það væri magnað. Ef ég
ætti að koma einhverju fyrir í Hljóm-
skálagarðinum væri það Parísarhjól.
Það væri rómantískt og skemmtilegt.
Ómar: Ég hef að vísu ekki skoðað
Hljómskálagarðinn nýlega en þar sem
ég bý á Háaleitisbraut er það einfald-
asta vinsælast hjá barnabörnunum:
Rennibraut, sandkassi og rólur. Ef þú
hefur ekki slíkt í slíkum garði, deyr
hann.
Landsleikur Íslands við Liechtenstein
þótti ná nýjum botni í knattspyrnu-
sögu Íslendinga. Hvaða tilfinningar
bærast með ykkur við uppákomur
sem þessar? Af hvaða íslenska íþrótta-
manni eruð þið stoltust?
Unnur Birna: Ég var fyrir norðan
þegar leikurinn var en annars hefði
ég nú horft á hann. Ég reyni að fylgj-
ast með boltanum.
Ómar: Þú ert heppin að hafa ekki
horft á hann.
Unnur Birna: Ég heyri það.
Ómar: Við bíðum öll ósigur á lífsleið-
inni og ég hef mikla samúð með þeim
sem þurfa á einhvern hátt að snúa
þessu við. Markatala Íslands í síðustu
leikjum er farin að nálgast 14:2 með
samlagningu marka.
Unnur Birna: Ég segi það sama, maður
hefur samúð með öllum aðilum. Þeir
eru undir mikilli pressu.
Ómar: Ég veit ekki hvort sama töfra-
lausn gildi hér og 1970 eða 71. Þá var
hér um bil skipt um landsliðið komp-
lett og í kjölfarið unnum við Dani 15-
10. Menn komu þá inn í liðið sem urðu
burðarás landsliðsins í rúm 10 ár á
eftir. En ég held að þetta sé orðið mun
erfiðara núna í framkvæmd.
Unnur Birna: Eins og þetta horfir við
mér þá eru allir þessir strákar að
spila erlendis í sitt hvoru lagi og að
sjálfsögðu er boltinn og áherslurnar
mismunandi eftir því í hvaða landi
þeir spila. Þar af leiðandi hugsa ég að
þeir æfi ekki nógu mikið saman til
þess að þetta gangi allt upp.
Ómar: Já, það er sko langt frá því að
þeir æfi nógu mikið saman. Og þannig
verður það meðan að aðstaða lands-
liðsins er eins og hún er.
Unnur Birna: En af þeim íþróttamönn-
um sem ég er stoltust af myndi ég
fyrstan velja Magga Scheving. Mér
finnst hann hafa unnið vel úr ferli
sínum sem hófst á sviði íþrótta og
nýtt krafta sína í að koma góðum hug-
myndum á fót og láta gott af sér
leiða.
Ómar: Það er einn íþróttamaður sem
hefur gert svipaða hluti og Maggi en
það er Vilhjálmur Einarsson heitinn.
Hann nýtti sér sinn frækilega feril til
þess að smita ungdóminn og fylgja
því eftir sem kennari. Ég hrífst alltaf
af íþróttamönnum sem ryðja brautina
og því myndi ég nefna Hauk Gunnars-
son. Hann er því miður alveg gleymd-
ur en þetta var fyrsti íþróttamaðurinn
sem sló í gegn á ólympíuleikum fatl-
aðra. Og ég get vel ímyndað mér hvað
það þýðir fyrir fatlaðan íþróttamann
að þurfa að fara að keppa og þjóð hans
verður að sætta sig við fötlun hans
eins og hann sjálfur er búinn að gera,
og vinna sig út úr fötlun hans. Ég met
svona fólk mjög mikils, sem ryður
nýjar brautir.
Iceland Airwaves er á lokaspretti.
Fengjuð þið það hlutverk að mynda
hljómsveit saman – á hvaða hljóðfæri
mynduð þið setja hvort annað og
hvaða tvo aðra þjóðþekkta einstakl-
inga mynduð þið fá með ykkur? Hvað
ætti hljómsveitin að heita?
Ómar: Ef við eigum að stofna hljóm-
sveit við Unnur Birna held ég að hún
tæki sig mjög vel út með flautu.
Unnur Birna: Ég ætla að setja Ómar á
trommur. Ég sé hann einhvern veginn
strax fyrir mér þar. Til viðbótar vil ég
svo fá Geir Ólafs í hljómsveitina.
Ómar: Á hvað eigum við að láta hann
spila?
Unnur Birna: Já, það er góð spurning,
líklega best að setja hann á míkrafón-
inn. Held að þannig mundi hann færa
hópnum mikla spilagleði.
Ómar: Hann gæti tekið hliðarhopp
fyrir okkur! Alltaf þegar ég og undir-
leikarinn minn, Haukur Heiðar Ing-
ólfsson, hittum Geir biðjum við hann
eins og litlu börnin: Viltu taka hliðar-
hoppið. Og þá stekkur hann upp og
slær saman fótunum. En ég hefði
gaman af því að kippa Birgi Ísleifi
Gunnarssyni, fyrrum seðlabanka-
stjóra, inn í bandið og láta hann spila
á píanó. Svo er ég strax kominn með
nafnið á bandið, bara upphafið á nöfn-
unum okkar: ÓMUNN – þó ekki segul-
ómun!
Unnur Birna: Ég samþykki það.
Værir þú fegurðardrottning í einn dag
Ómar – hvaða matvöru myndir þú
Skyr er hollt
Ef Unnur Birna Vilhjálmsdóttir ætti að stofna hljóm-
sveit myndi hún biðja Geir Ólafsson að vera með sér í
bandinu. Ómar Ragnarsson segist alltaf biðja Geir að
taka hliðarhopp fyrir sig þegar hann rekst á hann. Júlía
Margrét Alexandersdóttir fór í gegnum landsleiki, jóla-
gjafir og Hljómskálagarðinn með rökstólapari vikunn-
ar.
Þetta er
auðvitað
allt of dýr
gjöf, Unn-
ur! Ég sem
ætlaði að
fara í bóka-
búð og velja
einhverja af
jólabókun-
um. Ef þú
gefur mér
bíl verð ég
að gefa þér
hest.
velja að kynna fyrir útlendingum? Og
fengir þú það verkefni að friða
afmarkað landsvæði á Íslandi –
hvaða staður yrði fyrst fyrir valinu,
Unnur Birna?
Ómar: Skyr. Á tímum þegar offita er
orðin einn erfiðasti sjúkdómurinn á
Vesturlöndum þarf maður ekki annað
en að líta á þessar matvörur til að sjá
hvaða hollustuyfirburði þær hafa.
Unnur Birna: Ég hef alltaf verið
mjög hrifin af skyri og skyrdrykkj-
um. En landsvæði til að friða er
STÓR spurning því ég myndi auðvit-
að vilja friða sem mest. Yrði ég að
velja einn stað yrði það Fljótshlíðin.
Jólin koma senn. Ef þið mynduð
skiptast á jólagjöfum – hvað mynduð
þið gefa hvort öðru?
Unnur Birna: Ég myndi gefa Ómari
nýjan bíl. Þar sem hans fór á bólakaf
fyrir austan eins og alþjóð veit.
Ómar: Þetta er auðvitað allt of dýr
gjöf, Unnur! Ég sem ætlaði að fara í
bókabúð og velja einhverja af jóla-
bókunum. Ef þú gefur mér bíl þá
verð ég að gefa þér hest. Mig minnti
einhvern veginn að þú hafir verið í
hestum, er það nokkuð?
Unnur Birna: Jú! Ég á 25 hesta. Ég
myndi þiggja hest.
Ómar: Áttu engan leirljósan?
Unnur Birna: Nei, engan leirljósan.
Ómar: Þarna sérðu. Mér datt það
fyrst í hug nefnilega!
Að lokum. Nú eigið þið allavega eitt
sameiginlegt út á við. Og það er það
að Bubbi Morthens er og hefur verið
samstarfsaðili ykkar beggja. Hafið
þið beðið hann um óskalag? Hvert er
uppáhalds Bubba-lagið ykkar? Hvað
hefði Bubbi átt að leggja fyrir sig
hefði hann ekki endað í tónlistinni?
Ómar: Bubbi söng fyrir mig Maður
og hvalur. Og ég bað hann ekki um
það að ástæðulausu, því ég vissi að
hann myndi syngja það lag betur en
nokkur annar. Hver söngvari á sín
lög og þeir syngja mismunandi lög
mismunandi vel. En hvað Bubba-lag
varðar þá höfðar lagið „Það er gott
að elska“ mjög mikið til mín.
Unnur Birna: Ég hef ekki enn beðið
Bubba um óskalag en það eru tvö lög
sem hafa mikið tilfinningalegt gildi
fyrir mig. Það eru lögin Rómeó og
Júlía og Vonin blíð.
Ómar: Bubbi hefði orðið afbragðs
íþróttamaður. Lyftingar, glímur og
auðvitað pottþéttur hnefaleikagarp-
ur. Hann hafði allt sem þurfti. En
reyndar er hann líka frábær biss-
nessmaður og að láta Bubba sjá um
eitthvað – biðja hann um að koma
einhverju í framkvæmd – er gull-
tryggt.
Unnur Birna: Ég er auðvitað nýbyrj-
uð að kynnast Bubba en ég hef samt
ferðast talsvert með honum undan-
farið og mér finnst ég hafa lært
alveg ofboðslega mikið af honum á
þessum stutta tíma. Hann er uppfull-
ur af lífsspeki og ofsalega flottum
pælingum og hugsjónum um lífið og
tilveruna.
Ómar: Bubbi er sá maður sem hefur
komið mér hvað mest á óvart í við-
kynningu. Það er engin tilviljun hvað
hann er kominn langt og engin tilvilj-
un hvað hann hefur afrekað.