Fréttablaðið - 21.10.2007, Side 22

Fréttablaðið - 21.10.2007, Side 22
S kilaboðaskjóðan eftir Þor- vald Þorsteinsson hefur verið leikin, sungin og lesin í nær tvo áratugi og í þessum ævintýraskógi þar sem persónur gamalla ævin- týra hittast og steypast inn í ný ævintýr líður lesendum og áhorf- endum vel. Það er svo gott að þekkja Mjallhvíti og hitta hana aftur þó að aðstæður séu aðrar. Baksviðs í Þjóðleikhúsinu eru pottar og dollur á gólfum þar sem víða lekur og alls staðar er verið að breyta eða bæta eða bara reyna að koma í veg fyrir að húsið hrynji. Nauðsynlegar viðgerðir draga þó ekkert úr sköpunarkrafti þegar lagt er í ævintýraferð eins og þá að glæða söguskóg lífi. Gunnar Helgason hefur aldrei átt í neinum vandræðum með að sveifla sér inn í ævintýrin og það er greinilegt þar sem hann situr og spjallar við Putta litla fyrir framan kókvélina í kaffistofunni að hann hefur engu gleymt í þeim efnum. Nú er verið að breyta fjallmyndarlegum leik- urum í dverga og allskyns skemmtilegar persónur sem hitt- ast í Ævintýraskóginum á sviði Þjóðleikhússins. Þórunn María Jónsdóttir er búningahönnuður sýningarinnar og Gunnar Helga- son leikstýrir. Hér er um að ræða ævintýri þar sem ímyndunaraflið fær að blómstra, hversdagsleikinn er víðs fjarri og tónlistin hljómar. Jóhann G. Jóhannsson sér um tón- listina eins og í gömlu sýningunni en hefur bætt þremur nýjum lögum við, sem kom til vegna þess að atriði sem leikstjóranum þótti of löng voru strikuð út og lögin komu í staðinn. Það er einn leikari af yngstu kynslóðinni, Putti litli, en annars eru það fullorðnir sem ljá persónunum líf. Hér eru dvergarnir sjö og dvergarnir fimm. Dvergarnir sjö sitja í gryfjunni með hljóðfærin sín meðan dvergarnir fimm sprella uppi á sviðinu. En það er ekki alveg sjálfgefið og auðvelt að breyta stórum mönnum í litla dverga. Þeir fá nýjar tennur og þeir fá ný nef og þeir fá búninga sem eru svo heitir að það verður að koma fyrir ísmolum eða ein- hverskonar kælipokum inni í búknum til þess að þeir bráðni hreinlega ekki alveg því búning- arnir eru óhemju heitir og hama- gangur dverganna svo mikill að hætta er á að þeir myndu hrein- lega hverfa inni í þessum dverga- hulstrum. Margir þeirra eru í raun nokkuð hávaxnir og til þess að ná fram álfslegum áhrifum eru ermar í styttra lagi og eins skálm- ar, fyrir utan að hlægilegir þunnir uppábrettir skór auka einnig áhrifin. Það má segja að það sé nokkuð langt breytingarskeið hjá dverg- unum og hér á síðunni gefur að líta svo kallaðar „fyrir og eftir“ myndir, þegar Hjalti Rögnvalds- son gengur í gegnum ummyndun- ina í dverginn Skemil. Skissubók Þórunnar Maríu er spennandi aflestrar. Gunnar Helgason, sem leikstýrir verkinu, var sem kunnugt umsjónarmaður Stundarinnar okkar ásamt Felix Bergssyni um það leyti sem Skila- boðaskjóðan var sýnd hér áður, kringum 1994. Gunnar hlær þegar hann minnist dverganna sem honum þótti svo vænt um og heim- sóttu þá félaga af og til um tveggja ára skeið í Stundinni. Í hans huga voru dvergarnir bara svona og ekki öðruvísi enda þeir góðir vinir. Síðan mætti Þórunn María til leiks og hafði alls ekki þessa dver- gamynd með sér í farteskinu því þegar Skilaboðaskjóðan var sýnd í Þjóðleikhúsinu um árið var hún við nám, störf og leik í Antwerpen og sá því aldrei sýninguna. Það sem komið hefur hennar hugar- flugi af stað er meðal annars tón- listin sem hljómað hefur oft og mikið úr diskaspilara dóttur henn- ar. Leikmyndina sér Frosti Frið- riksson um. Það er ýmislegt sem leikararnir verða að bera með sér í marg- breytilegum búningum sínum, dvergarnir með kælipokana og stjúpan sem leynir fiðrildabúrin í formi krínólíns undir pilsinu sínu. Það verða átján leikarar í sýning- unni, þar af fjögur ungmenni sem dansa og syngja fyrir utan Putta litla. Svona umfangsmikið verk er ekki hrist fram úr erminni á einum degi og það hefur verið svolítið erfitt að fóta sig í framkvæmdum inni í húsi þar sem iðnverkamenn taka meira pláss en leikverka- menn, þannig að saumakonur hafa þurft að grípa sínar eigin vélar á heimavelli enda þeirra vistarver- ur ekki komnar í stand vegna við- gerða fyrr en 22. september. Með í sýningunni verða tveir nýliðar, það er á íslensku leiksviði; Þeir Ívar Helgason sem starfað hefur í Stuttgart og St. Gallen í Sviss sem söngvari, leikari og tón- listarmaður og eins Þórir Sæmundsson sem er útskrifaður úr leiklistarskóla í Osló og hefur starfað þar á Riksteatern og lék síðast hinn alræmda Makka hníf í Túskildingsóperunni. Þetta eru báðir miklir söngmenn og að sögn Gunnars Helgasonar fengur fyrir íslenskt leikhús. Þau Þórunn og Gunnar gefa sér góðan tíma til þess að segja frá persónunum og ferlinu við að koma þessu öllu heim og saman og það virðist á þeim eins og þetta sé bara ansi hreint auðvelt en stund- um verður að setjast niður og klóra sér svolítið í hausnum, og kreista fram verkfræðinginn í sér og kannski hreinlega galdramanninn. Hvernig breytist tröll í stein? Þessari spurningu er svo auðvelt að svara og ekki til barn í landinu sem getur ekki gefið heilsteypt svar við henni. Aftur á móti getur verið svolítið erfitt og verkfræði- legur höfuðverkur að láta þetta gerast uppi á sviðinu beint fyrir framan augun á gagnrýnum áhorf- endum án þess að hafa möguleika klippitækni kvikmyndanna. Þessa þraut eiga þau eftir að leysa, en Gunnar er með hugann við hraunið og mætti segja manni að tröllabún- ingurinn allur yrði með einhverri hraunáferð. Það hefur ríkt mikil gleði meðan verið er að kynnast búningum og þegar dvergarnir fengu latexnef- in sín og stóru nýju tennurnar tók sköpunin skemmtilegan kipp, fyrir svo utan að skottast um með mikinn belg kringum skrokkinn kom mörgum leikurum til þess að fara á flug og leika langt út fyrir rammann þannig að samstarfs- menn þurftu að halda um sína belgi til þess að springa ekki úr hlátri. Þeir sem muna eftir gömlu sýn- ingunni sjá nú líklega hina glæsi- legu stjúpu fyrir sér en nýir áhorf- endur þurfa svo sannarlega ekki að verða fyrir vonbrigðum því búningur þessarar stjúpu sem er teiknaður með leikkonuna Þórunni Lárusdóttur í huga er bæði falleg- ur og spennandi. Gunnar Helga- son strýkur tár af hvarmi og seg- ist aldrei hafa séð svona fallega stjúpu. Nornin er aftur á móti hvorki fögur né fín og í skissubók Þórunnar Maríu brýtur hún mjög í bága við hina, eins og grárykug förukona og verða vafalaust marg- ir fegnir að hafa góða hendi til þess að halda í þegar hún birtist. Þórunn kom að verkinu strax í janúar þannig að þeim hefur gef- ist nokkuð góður tími til þess að vinna að verkinu og reiknað er með að frumsýningin verði 7. nóv- ember. Spjallað við Þórunni Maríu Jónsdóttur bún- ingahönnuð og Gunnar Helgason leikstjóra á kaffistofu Þjóðleikhússins við undirleik hamars- högga að utan. LEIKLIST ELÍSABET BREKKAN Þórunn Jóns- dóttur, hönnuður gerva og búninga í Skilaboða- skjóðunni, með dverginn Skemil í fullum skrúða. Allar myndir á síð- unni eru teknar á æfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.