Fréttablaðið - 21.10.2007, Side 26

Fréttablaðið - 21.10.2007, Side 26
B ronskóngulóin er líka viðvörun til þeirra kóngulóar- fælnu því kóngulær eru fastur liður í verkum Bourgeois, eru henni verndari og rándýr, ógn og móðir sem stöðugt bætir og bætir úr. Spinnandi áttfætlan tengist líka æsku Bourgeois í vefstofu fjölskyldunnar í París og þræðirnir þaðan eru rauðu þræðirnar, oft bókstaflega svo, í verkum hennar. Kónguló Bourgeois sást síðast þarna þegar Tate Modern var opnað árið 2000 – var þá í túrbínu- salnum þar sem sól Ólafs Elíassonar átti síðar eftir að laða að 2,7 milljónir manna. Listakonan kallar skúlptúr- inn Maman, eða Mömmu – móður- og kvenhlutverkið löngum verið Bourgeois hug- leikið. Verk hennar hafa enda orðið femínistum athugunar- efni en þó sem betur fer ekki lokast inni í femínískum afkimum. Það er varla til það safn eða sýningarsalur með metnað sem hefur ekki hýst sýningu á verkum Bourgeois undanfarna áratugi. En þrátt fyrir víðtækari skírskotanir en kynferðið verður nú samt að viðurkennast að það voru mun fleiri konur að skoða verk hennar þetta föstudagskvöld sem ég reikaði um salina á 4. hæð Tate Modern. Venjulegast er samt kynskiptingin nokk- urn veginn jöfn þarna – en kannski eru bara fleiri karlar en konur hræddir við kóngu- lær. Á ganginum fyrir framan sýn- inguna spanna myndir af Bour- geois ævi hennar. Robert Mapplethorpe er þekktur fyrir reðmyndir og á hans mynd heldur Bourgeois á reðverki á stærð við myndarlegt lambalæri. Annie Leibovitz dvelur við eldfornt andlit Bour- geois – minnir á Karen Blixen sem var líka iðin við að svið- setja sig á myndum. Sýningin er að mestu í tíma- röð, sem skýrir þemun og efn- istökin í verkum hennar. Þó kenningar fyrri alda um að myndlist ætti að segja sögu væru gleymdar þegar Bour- geois var að komast á listalegg gætir sagna í list hennar frá fyrstu – engar sögur handar börnum þó síðar kæmi í ljós barnasaga í anda ævintýra þar sem ekki er allt sem sýnist. Femme Maison’, (Kona hús), frá 1945-47 er eitt fyrsta og elsta verkið á sýningunni – kona íklædd húsi eða að sprengja það utan af sér, mótíf sem sést oft. Sem brot á tímaröðinni er í fyrsta salnum verk frá 1990-93, Cell (Choisy) (Klefi) – vírklefi, á stærð við herbergi, með fall- öxi og nákvæmri marmaraeft- irlíkingu af æskuheimilinu í Choisy. Viðbót við innilokunar- kennd „konuhússins“ sem dró athygli femínista að verkum hennar uppúr miðri öldinni og dauðtáknrænt fyrir óræðan óhugnaðinn sem gegnsýrir verk hennar. Fyrsti salurinn er því hnitmiðaður formáli sýn- ingarinnar. Hún teiknaði frá því hún var barn, greip í að teikna í götin á veggteppunum sem foreldrar hennar gerðu við. Hún var samt ár í stærðfræði við Sorb- onne áður en hún tók aftur upp listaþráðinn, fyrst í École des Beaux-Arts í París og svo í læri hjá listamönnum eins og þá var algengt, meðal annars hjá Fern- and Légers sem var með marga nemendur. Þegar hún flutti að heiman 1936 fékk hún inni í sama húsi og gallerí súrrealist- ans André Breton. Hún umgekkst súrrealistana en þó aðrir þankar að brjótast um í henni. Fljótlega eftir að Bourgeois flutti að heiman hófust umsvif- in sem standa enn – hún hélt sýningu 1936 en opnaði líka gallerí í teppagalleríi pabba síns og fór að sýna og selja verk listamanna eins og Eug- ène Delacroix, Pierre Bonnard og Henri Matisse. Einn gall- erígestanna var bandaríski listfræðingurinn Robert Gold- water – París var vinsæll áfangastaður bandarískra listamanna og rithöfunda á þessum tíma. Þau Bourgeois og Goldwater giftust eftir stutt kynni, fluttu til New York 1938, ættleiddu franskan þriggjáring 1939 og eignuðust svo tvo stráka 1940 og 1941. Goldwater var beintengdur listakreðsum New York, hjón- in umgengust evrópska lista- menn eins og André Breton, Marcel Duchamp, Max Ernst og Alberto Giacometti og list- fræðinga, safnara og lista- menn eins og Erwin Panovsky, Peggy Guggenheim, John Cage, Willem de Kooning og Mark Rothko. Bourgeois var með vinnustofu undir opnum himni uppi á þaki innan um skýjakljúfana. Hún skynjaði að „Skýjakljúfarnir endur- spegla mannlegar aðstæður. Þeir snertast ekki.“ Úr urðu mjóir og langir skúlptúrar úr spýtum og öðru tilfallandi sem hún málaði og kallaði ‘Per- sonnage’ (Persónur). Fígúr- urnar vekja líka hugrenningar um tótem-styttur. Á sama tíma horfði Cobra-hópurinn sem Svavar Guðnason tengdist í svipaðar áttir. Nóbelsverðlaunahafinn Doris Lessing fullyrðir að hún hefði gengið af vitinu ef hún hefði ekki skrifað. Bourgeois virðist hafa komist að sömu niðurstöðu um sína listsköpun. Á 5. áratugnum fór hún að þjást af svefnleysi og í trú á lausnarmátt teikninga hefur hún æ síðan teiknað í gríð og erg, einfaldar teikningar með stuttum texta. Rithönd hennar er sérkennilega barnsleg og teikningarnar bergmála til- finningarnar í verkum hennar: óhugnað, kvíða og missi. ‘List tryggir heilbrigt geð’, krotar hún á eina teikninguna. Eftir tréskúlptúra, málverk og teikningar einkennast verk Bourgeois frá 7. áratugnum af latex, gúmmí og gifsi í form- um sem fljóta, freyða og ólga. Bourgeois dvaldi í marmara- námunum í Pietrasanta á Ítalíu 1968 og glímdi við marmara og brons. Eftir hraðunnin efni nær hún öldungis heillandi árangri í báðum þessum gömlu listefnum. Marmarinn verður mjúkur í höndum hennar og lífræn form hennar blómstra í honum. Eitt það erfiðasta við að skoða sýninguna er að halda aftur af lönguninni til að fara höndum um marmaraverkin – þau virðast vera þarna ein- göngu til að láta snerta sig! Varla hægt að nefna það í sömu andrá en verkin verða holdleg og lífræn, fallosar og aðrar kynferðislegar skír- skotanir losna úr læðingi og heilir líkamar eða líkamshlut- ar eru um allt. Synirnir eru uppkomnir, faðir hennar lést 1951, eiginmaðurinn 1973: eftir að kynhlutverkum móður, dóttur og eiginkonu lýkur verður Bourgeois kröft- ugur listamaður, sköpunar- þrekið botnlaust. Þegar kemur fram á 9. áratuginn fara við- urkenningar og stórsýningar að hrannast upp. Bernskusögur Mama Það var meiri háttar framkvæmd að koma kónguló Bourgeois fyrir við Tate Modern – heiti verksins, Mamma, vísar bæði til hins verndandi og banvæna í móðureðlinu. LJÓSMYND: TATE PHOTOGRAPHY. MEÐ GÓÐFÚSLEGU LEYFI TATE MODERN Tíu metra há bronskónguló á Thamesbakkanum við Tate Modern-safnið er fyrsta ábendingin um yfirlitssýninguna innan dyra á verkum hinnar 95 ára Louise Bourgeois. Listakonan leitar efnis í æsku sinni og gælir við spennu og óhugnað í hálfsögðum sögum. MYNDLIST SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Louise Bour- geois að teikna í stofunni heima í Chelsea, New York, 2000. LJÓSMYND: JEAN-FRAN- ÇOIS JAUSSAUD. MEÐ GÓÐFÚSLEGU LEYFI TATE MODERN. Eitt það erfiðasta við að skoða sýninguna er að halda aftur af lönguninni til að fara höndum um marmaraverkin – þau virðast vera þarna eingöngu til að láta snerta sig!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.