Fréttablaðið - 21.10.2007, Page 88
N
ý bók eftir Gyrði Elíasson
kom út í vikunni, Sandár-
bókin. Í henni segir frá frá-
skildum listmálara sem
heldur austur í Þjórsárdal,
kemur sér fyrir í hjólhýsabyggð og
ætlar að mála tré. Titillinn vísar í senn
til Sandárinnar, sem rennur í Þjórsár-
dal, og þess sem á undan er gengið í lífi
listamannsins – sandáranna.
Sagan fjallar öðrum þræði um van-
mátt. „Sköpun hvers listaverks er
greidd dýru verði, í þeim gjaldmiðli
sem er verðmætastur allra, mannlegri
nánd,“ segir í bókinni. Listamaðurinn
stendur frammi fyrir því að hafa kosið
sér ævistarf sem hefur knúið hann í
félagslega einangrun og er harla fánýtt
ofan í kaupið. Á kápu bókarinnar segir
að kannski hafi Gyrðir „aldrei skrifað
jafn sterka og áleitna sögu, sem jafn-
fram er um margt aðgengilegri en fyrri
verk hans“. Að lestri loknum læðist til-
finning óneitanlega líka að manni að ef
til vill hafi hann aldrei skrifað persónu-
legri sögu.
„Kannski er hún það að vissu leyti,“
segir Gyrðir. „Maður finnur þetta á
eigin skinni eftir því sem árin líða, það
er alveg rétt. En ég hef líka verið að
velta fyrir mér almennu hlutverki lista í
dag og útfæri það í þessari persónu;
hvernig þrengt er að listum og þær á
vissan hátt einangraðar frá þeim áhrifa-
mætti sem þær höfðu í samfélaginu
áður.“
En sagan gerist á ákveðnum stað, aust-
ur í Þjórsárdal. Þar er þetta skóglendi
og hjólhýsabyggð sem ég styðst að
mestu leyti við. Ég kom á þennan stað
fyrst fyrir nokkrum árum og heillaðist
af honum. Síðan hef ég farið þangað oft
og þetta mótaðist smátt og smátt. Fyrst
sá ég þetta sem óskilgreint sögusvið,
síðan kom það hægt og hægt hvers
konar saga myndi fara þarna fram, en
mestan part var það óljóst þangað til ég
byrjaði að skrifa hana. Að því leyti er
þessi bók ekkert sérstaklega ólíkt unnin
og aðrar bækur mínar. Ég get aldrei
sest niður og sagt að nú ætli ég að skrifa
um hitt eða þetta. Hver lína leggst niður
en svo sér maður heildarsvipinn eftir á.
Bækurnar eru aldrei fyrirfram mótað-
ar, það er eitthvað sem á ekki við mig.
Ég veit að aðrir vinna þannig og það er
gott og gilt fyrir þá en ég hneigist meira
til að skrifa eins og ég sé nánast að lesa
bókina. Ég veit sjaldnast alveg hvað
kemur næst.“
Gyrðir hóf rithöfundarferil sinni sem
ljóðskáld og skáldsögur hans bera þess
skýr merki. „Ég hef oft sagt að mín
aðferð við að skrifa laust mál sé það
nálægt ljóðinu að það séu ekki afger-
andi skil á milli. En það getur alveg
tekið sinn tíma að skrifa stuttar bækur
rétt eins og langar bækur. Öll vinnan
sem felst í að fara í svona texta eftir á
liggur í því að halda honum lifandi,
passa sig á að drepa hann ekki með
ofvinnslu heldur einmitt að halda lífinu
í honum. Þetta er annað vinnuferli og ég
held að höfundar sem skrifa bækur af
þessu tagi séu bara annars konar per-
sónuleikar, þetta er annar „skóli“. Það
er mér ekkert kappsmál að þetta séu
kallaðar skáldsögur, ef mönnum finnst
of mikið í það lagt. Þetta liggur kannski
þarna á milli langrar smásögu – nóvellu
– og skáldsögu.“
Annað höfundareinkenni Gyrðis er að
hlutirnir eru sjaldnast sagðir berum
orðum. „Mér hefur verið legið á hálsi
fyrir að vera of dulur,“ segir hann og
kímir, „að ég vilji láta lesa ofan í ein-
hverja dýpri merkingu. Ég er ekkert
svo meðvitaður um það, ég skrifa bara
eins og mér segir hugur um að ég eigi að
gera um það sem leitar á mig. Ég verð
einfaldlega að skrifa eins og ég er og
það verður að hafa það þó að það henti
ekki öllum.“
Gyrði hugnast ekki að vera talinn –
stimplaður öllu heldur – stílisti fyrst og
fremst, sem stundum hefur verið gert.
„Já, ég er svolítið mótfallinn því vegna
þess að orðið stílisti hefur verið misnot-
að. Margir nota það, finnst mér, til að
staldra við á yfirborðinu hjá höfundi og
fara ekki dýpra. Að sumu leyti er það
orðið notað sem smækkunarending á
höfundi. Fyrir mér er stíll ekkert annað
en það sem kemur mönnum nær hinu
raunverulega innihaldi þess sem verið
er að segja. Jú, hver höfundur hefur
sína orðnotkun og sína nálgun. En eins
og frægur maður sagði snýst stíll ein-
göngu um að setja rétt orð á réttan
stað.“
Gyrðir lærði að lesa fjögurra ára og
tók frá upphafi ástfóstri við allt lesmál.
Bækur sem honum líkar verður hann að
eiga. „Ég mynda þannig samband við
þær. Sumir vilja meina að þetta sé
spurning um að vera háður bókum, það
má vera. Það er eins og ýmislegt annað
– maður lætur það yfir sig ganga. Þetta
er ekki verri fíkn en hvað annað að
minnsta kosti.“
Hann á aftur á móti í öðru sambandi
við eigin bækur, sem hann kveðst ávallt
vera ósáttur við. „Og það verður bara
verra með árunum. Eftir því sem bók-
unum fjölgar því ósáttari verð ég. Ég les
þær ekki aftur og má varla sjá þær.“
Hann liggur á textanum eins lengi og
hann getur áður en hann skilar honum
til útgefanda. „Það getur verið erfitt að
skera úr um hvenær verki er lokið en
maður finnur samt oftast hvenær það er
kominn tími til að láta það af hendi. Það
er alltaf þessi hætta á að ofvinna, fara
of langt. Bók er hvort sem er aldrei full-
gerð ef út í það er farið. Það er engin
bók fullkomin, og verður aldrei. Það
væri held ég hræðilegt ef út kæmi full-
komin bók.“
Náttúran skipar iðulega stóran sess í
verkum Gyrðis. Á því er Sandárbókin
engin undantekning og kallast um margt
á við síðustu skáldsögu hans, Hótelsum-
ar, frá 2003. Þar var sögusviðið æsku-
stöðvar skáldsins á Sauðárkróki, sem
hann segir að hafi ávallt málað verk
hans sterkum litum. „Ég held að það
fari ekkert hjá því að allt umhverfi sem
höfundur elst upp í móti hann á hvern
hátt sem er, hvort sem það er gott eða
slæmt.“
Á Sauðárkróki var mikið skáld, Geir-
laugur Magnússon, sem hafði töluverð
áhrif á Gyrði – bein og óbein. „Hann
kom með mikið bókasafn á Krókinn sem
hann leyfði mér að ganga í að vild. Svo
auðvitað hafði hans skáldskapur áhrif á
mig og hans viðhorf til ljóðlistar og
skáldskapar, það kveikti í mér og hvatti
og hafði vissulega áhrif. En aðaláhrifa-
valdur minn hefur líklega verið faðir
minn.“
Það var upp úr tvítugu sem Gyrðir
tók þá ákvörðun að leggja fyrir sig rit-
störf, þótt ýmislegt annað hafi einnig
komið til greina. „Ég fór í Kennarahá-
skólann og fáeinar vikur í bókmennta-
fræði. Ég var ekkert endilega þá að spá
í rithöfundarstarfið sjálft heldur eitt-
hvað tengt bókmenntum. Myndlistin
var einn möguleiki, ég hafði á tímabili
hug á því. Ég fann bara að ég hafði ekki
hæfileika í það þannig að ég hvarf frá
því. Bróðir minn er málari og mér fannst
líka nóg að hafa tvo myndlistarmenn í
fjölskyldunni. En það var sem sagt
ýmislegt sem kom til greina.“
Gyrðir flutti til Reykjavíkur, sem reynd-
ist honum að eigin sögn erfitt. „Og finnst
reyndar enn erfitt að samsama mig
þessu samfélagi. Ég held mig vanti
meiri náttúrutengingu. Ég hef alltaf
haft sterka þörf fyrir sambýli við landið
og þessi togstreita er alltaf hluti af því
sem ég skrifa.“
Sögumanni Sandárbókarinnar líður
ekki vel í mannfjölda og það liggur bein-
ast við að rekja þann eiginleika beint til
höfundarins. „Já, mögulega. Ég vil til
dæmis frekar hlusta á tónlist heima hjá
mér heldur en fara á tónleika. Ég er
ekkert mjög menningarlega sinnaður í
borgaralegum skilningi. Það fer heldur
ekkert hjá því að mér finnst ég ekki eiga
heima í því samfélagi þar sem þeir hlut-
ir eru efst á baugi sem nú eru, neyslu-
hyggja og auðmannadýrkun. Það leitar
vissulega á hugann hvaða afstöðu sam-
félagið hefur til þeirrar listar sem mér
finnst einhvers verð. Þá á ég ekki við
sjálfan mig heldur aðra listamenn sem
ég tel að eigi það nafn skilið.“
Það hefur þó aldrei hvarflað að honum
að yfirgefa landið. „Nei, ég hef engan
áhuga á því. Ætti ég að yfirgefa Reykja-
vík færi ég bara út á land. Ég þrífst
mjög vel í menningarleysi – svokölluðu.
Mér finnst það talsvert heiðarlegra en
„menningarsamfélag“ sem bítur í skott-
ið á sér og tekur sjálft sig mjög hátíð-
lega. Á sumrin nota ég tækifærið og
ferðast um landið og sæki mér þann inn-
blástur sem ég þarf.“
Undirtónninn í verkum Gyrðis er jafn-
an þungur, jafnvel nístandi, auk þess
sem oft má greina samfélagslegan
brodd. Hann fer aftur á móti aldrei alla
leið upp í ræðustól og predikar um böl
og meinsemdir samfélagsins. „Það þýðir
ekki að ég hafi ekki skoðanir á þessum
hlutum, þær koma fram undir niðri, en
mér finnst skáldskapur og samfélags-
leg predikun ekki endilega eiga sam-
leið. Það er svo margt annað í lífinu og
veruleikanum en ástand heimsins í pól-
itískum skilningi sem mótar líf okkar og
hefur áhrif á tilveruna. Mér finnst að
einhverjir verði líka að beina sjónum að
því. Að sumu leyti eru blaðamenn,
félagsfræðingar, og stjórnmálafræðing-
ar betur til þess fallnir að bölsótast yfir
gangi veraldarinnar. En það þýðir ekki
að höfundur sé skoðanalaus. Skoðanir
hans koma bara ekki fram eftir lögmál-
um blaðamennsku.“
Gyrðir hefur ávallt verið höfundur
fárra og finnst ekki mikilvægt að tróna
á toppi metsölulista. Hann játar þó að
þessu fylgja ókostir. „Nei, það er í sjálfu
sér ekkert atriði. En ég þykist samt
greina að minn lesendahópur hafi dreg-
ist nokkuð mikið saman undanfarin,
prósabækurnar séu komnar alveg niður
í tvö til þrjú hundruð eintök, sem er eins
og sala á ljóðabók.“ Hann neitar því ekki
að þetta hafi áhrif á hann. „Það hlýtur að
gera það. Jafnvel þótt maður viti að
maður skrifi bækur sem höfða ekkert
endilega til margra, þá getur það reynst
höfundi erfitt að vita að lesendur eru
mjög fáir. En ég held mínu striki.
Þetta skýrist kannski meðal annars af
því að það eru allt aðrir hlutir upp á
borðinu í dag en þeir sem ég er að gera.
Hið hráa raunsæi er fyrirferðarmikið
og nýtur mikillar virðingar. En raunsæi
í skáldskap er aðeins ein aðferð til að
takast á við veruleikann og ekkert endi-
lega sú besta. Ég held það hafi verið
Wallace Stevens sem sagði að raunsæi í
skáldskap væri hnignun veruleikans.“
Gyrðir segir að þetta sé ein af ástæð-
unum fyrir því að hann sagði skilið við
Eddu útgáfu og sneri sér til Kristjáns
Kristjánssonar og forlags hans Upp-
heima. „Mér finnst metsöluslagsíðan
orðin ansi sterk hjá stóru forlögunum.
Mér fannst gott að sjá þarna mann uppi
á Skaga sem hugsaði um annað en sölu-
tölur og vildi gefa út bækur sem hann
hafði áhuga á framar öllu.“
Gyrðir vinnur jöfnum höndum með ljóð,
prósa og þýðingar. „Sá ryþmi er ágætur
– að fara úr sjálfum sér og í verk ann-
arra. Það er líka lærdómsríkt að kynn-
ast verkum annarra, að fara nánast ofan
í hvert einasta saumspor, auk þess sem
þetta er alltaf góð þjálfun í sínu eigin
tungumáli.“
Á milli verka þarf hann alltaf að láta
vissan tíma líða, „láta renna í,“ eins og
hann kallar það, sérstaklega í seinni tíð.
„Ekki það að mér liggi minna á hjarta –
þvert á móti. Hins vegar breytist aðferð-
in og tjáningin; hugsanlega gerir maður
öðruvísi kröfur um framsetningu gagn-
vart sjálfum sér. Það er heldur ekki nóg
að skrifa látlaust. Ég held að hver höf-
undur þurfi líka að gefa sér tíma til að
staldra við og athuga hvar hann er
staddur. Það er líka hluti af þessu. Að
hugsa.“
Er ekkert mjög
Gyrðir Elíasson rithöfundur „Það fer heldur ekkert hjá því að mér finnst ég ekki eiga heima í því
samfélagi þar sem þeir hlutir eru efst á baugi sem nú eru.“
Nýtt skáld-
verk eftir
Gyrði El-
íasson leit
dagsins ljós
í vikunni.
Í samtali
við Menn-
ingarblað
Frétta-
blaðsins
ræðir
Gyrðir
Sandána,
sandárin,
samband
hans við
bækur
og hvers
vegna
hann kann
best við
sig í menn-
ingarleysi
svokölluðu.
BÓKMENNTIR
BERGSTEINN
SIGURÐSSON