Fréttablaðið - 21.10.2007, Side 98
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Sápuóperur eiga sér
ákveðinn sess í lífi
margra, og ég held að
þær eigi sérstaklega
vel við kjaftasöguþjóð-
ina. Flestir myndu þó
neita því alfarið að þeir
horfi á þær, en staðreynd-
in er sú að mörg okkar eru veik fyrir
þessum froðukenndu og óraunveru-
legu þáttum. Og það skiptir engu
máli þótt maður horfi ekki í nokkrar
vikur, jafnvel ekki nokkra mánuði.
Þegar þú ert á annað borð kominn
inn í sápurnar tekur enga stund að
komast inn í þær aftur.
Samband mitt við sápuóperur
hófst í kennaraverkfallinu árið 1995.
Þá var ég grunnskólanemi og eftir
nokkurra vikna verkfall var mér
farið að leiðast. Kennaranum, móður
minni, leiddist líka. Ég man ekki
nákvæmlega hvernig það atvikað-
ist, en einn daginn prófuðum við að
horfa saman á þátt af Leiðarljósi.
Einn þáttur varð að mörgum og
þegar kennaraverkfallinu loksins
lauk var Leiðarljós orðið að föstum
punkti í minni tilveru. Það var samt
ekki alveg nægilega töff, afar og
ömmur vina minna voru eina fólkið
sem ég þekkti sem horfði á þessa
þætti. Svo ég ákvað að prófa
Nágranna í staðinn. Það vildi þó ekki
betur til en svo að í staðinn fyrir að
skipta um sápuóperu bætti ég tveim-
ur nýjum í safnið. Glæstar vonir
voru nefnilega alltaf sýndar á undan
Nágrönnum og þá var hægt að horfa
á alla þrjá þættina í röð.
Síðan þá hafa liðið tólf ár. Ótelj-
andi karakterar í sápunum þremur
hafa byrjað saman, hætt saman, rif-
ist, slegist, horfið, dáið, risið aftur
upp frá dauðum, misst minnið og
svo framvegis. Í þessum óraunveru-
legu litlu heimum er hvers kyns
baktjaldamakk mjög algengt og
hreinlega nauðsynlegt í góðum sögu-
þræði.
Eftir því sem ég hugsa meira út í
það eru sápuóperurnar kannski ekki
svo óraunverulegar. Gætu atburðir
síðustu daga til dæmis ekki sómað
sér vel í Leiðarljósi? Og hver hefur
tíma fyrir tilbúna og leikna þætti
þegar alvöru sápuóperur eins og
REI, laun útvarpsstjórans og gengi
landsliðsins eru að gerast beint fyrir
framan nefið á manni?