Fréttablaðið - 21.10.2007, Page 104

Fréttablaðið - 21.10.2007, Page 104
78.900 kr. Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express www.expressferdir.is BOLTINN ER HJÁ OKKUR CHELSEA – WESTHAM 30. nóv.–2. des. Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 74.900 kr. LIVERPOOL – BOLTON 30. nóv.–2. des. Verð á mann í tvíbýli Verð á mann í tvíbýli 39.900 kr. DANMÖRK – ÍSLAND Undankeppni EM, Parken 21.–22. nóvember Verð á mann í tvíbýli Einnig í boði að lengja ferðina um einn dag, 20.–22. nóvember Einar Hólmgeirsson er enn og aftur kominn á meiðslalist- ann en það á ekki af þessum 25 ára Breiðhyltingi að ganga. Hann hefur meiðst illa í þrígang síðan um áramótin síðustu og verður ekki með landsliðinu um næstu helgi gegn Ungverjum. Hann ætti þó að verða klár í slaginn fyrir EM í janúar. Nýjasta áfallið dundi yfir í Meistaradeildarleik gegn Ciudad Real í lok september en þá var Einar borinn sákvalinn af velli meiddur á læri. Það var grátleg niðurstaða fyrir Einar sem fékk langþráð tækifæri í leiknum eftir að hafa setið á bekknum í nánast öllum leikjum vetrarins fram að því. „Þetta er búið að vera gremju- legt ár. Í lokaleiknum um síðustu áramót sleit ég liðband í þumli þannig að ég varð að fara í aðgerð og missti þar með af HM. Ég var frá í 11 vikur vegna þeirra meiðsla. Eftir 25 mínútur í mínum fyrsta leik eftir þau meiðsli fékk ég brjósklos sem héldu mér frá út tímabilið,“ sagði Einar svekktur, en hann byrjaði fyrst að æfa aftur í lok síðasta sumars. Einar missti þar með af undirbúningstímabil- inu og það var ein aðalástæðan fyrir því að hann fékk ekkert að spila framan af vetri. Hann neitar því ekki að mótlætið hafi tekið sinn toll á honum. „Ég var orðinn mjög pirraður á tímabili út í allt. Ég á blessunar- lega góða að sem hafa staðið þétt við bakið á mér og stappað í mig stálinu. Það er nauðsynlegt að eiga slíkt fólk að. Hugarfarið skiptir gríðarlega miklu máli og eðlilega dettur maður niður inn á milli og verður létt þunglyndur í svona mótlæti. Maður reynir samt að vera jákvæður og horfa fram á veginn,“ sagði Einar sem telur mikilvægt að eiga góða að og hann segist ekki geta verið án unnustu sinnar, Elfu Bjarkar Hreggviðs- dóttur. „Ef ég væri einn hérna þá myndi mér hundleiðast. Þá væri maður bara í einhverju djammi og rugli. Svo er gott að hafa einhvern til að tala við þegar illa gengur og lífið er mikið auðveldara með góðum aðila sér við hlið.“ Eins og áður segir missti Einar af stærsta HM frá upphafi í jan- úar og hann er enn að glíma við þau vonbrigði. „Þetta voru mikil vonbrigði og ég er enn að svekkja mig á því að hafa spilað leikinn sem ég meidd- ist í. Ég var búinn að vera meiddur og átti ekkert að spila. Þjálfarinn bað mig svo um að spila og ég tók sénsinn. Að sjálfsögðu meiddist ég síðan illa. Þetta var hrikalega svekkjandi og símtalið við Alfreð um kvöldið var erfitt. Þetta voru ekki skemmtilegustu áramótin frá upphafi.“ Einar uppfyllti langþráðan draum þegar hann samdi við stór- lið Flensburg eftir að hafa leikið með Grosswallstadt í ein þrjú ár. Hann segist hafa fengið gæsahúð þegar Flensburg tók á móti Kiel en stemningin á þeim leikjum er mögnuð og umhverfið hjá Flens- burg er að standast allar vænting- ar skyttunnar. „Þegar Flensburg reyndi fyrst að fá mig fyrir tveimur árum gekk það ekki upp þar sem ég var samn- ingsbundinn Grosswallstadt. Að fá samt þessa viðurkenningu að Flensburg hefði áhuga á manni var frábær. Ekki skemmdi fyrir að þetta hefur alltaf verið minn uppáhaldsklúbbur. Ég veit ekki af hverju en félagið hefur alltaf heill- að mig. Ég var fljótur að stökkva til þegar ég gat loks samið við félagið,“ sagði Einar sem var löngu búinn að semja við félagið áður en það var gefið opinberlega út. Hann lék því heilt tímabil með Grosswallstadt vitandi að hann væri á förum til Flensburg. „Það var mjög skrítið og erfitt að halda kjafti fyrstu mánuðina áður en málið spurðist út. Fjöl- skyldan mín vissi af þessu en ég gat ekki sagt vinum mínum frá nýja samningnum. Ég þurfti því að ljúga að fólki sem var ekki skemmtilegt,“ sagði Einar en er hann orðinn ríkur eftir að hafa samið við eitt stærsta handbolta- félag heims? „Ég veit það ekki. Ég fæ betri laun en í Grosswallstadt og menn hafa þokkalegt upp úr þessu en ekkert gríðarlega mikið. Lífið er ágætt og maður getur lagt aðeins fyrir. Ég er nú ekkert moldríkur og keyri ekkert um á glæsikerr- um. Ég er bara á Golf,“ sagði Einar og glotti. Síðasta árið hefur ekki verið neinn dans á rósum hjá handknattleikskappanum Einari Hólmgeirssyni. Hann hefur meiðst illa þrisvar sinnum síðan um áramót og hefur þar af leiðandi lítið getað sýnt sig hjá stórliði Flensburg. Fréttablaðið tók hús á Einari ytra á dögunum og spurði hann út í lífið og tilveruna. Tobias Lineker, 11 ára gamall sonur hins fræga marka- skorara Gary Lineker, hefur skrifað undir unglingasamning við Chelsea. „Tobias er mjög efnilegur leikmaður og öll liðin í London voru á eftir honum. Við bindum miklar vonir við hann og ef til vill verður hann framtíðar framherji Englands,“ sagði ónafngreindur innanbúðarmaður hjá Chelsea í viðtali við The Sun. Gary Lineker var að vonum ánægður fyrir hönd sonar síns, sem hafði verið orðaður við Arsenal og svo Tottenham, þar sem pabbi hans gerði áður garðinn frægan. Chelsea semur við Lineker Jens Lehmann, hinn 37 ára gamli markvörður Arsenal, var ekki valinn í hóp Arsenal þegar liðið mætti Bolton í gær. Búist var við því að Lehmann myndi fá tækifæri á ný í byrjun- arliði Arsenal eftir að hafa jafnað sig á meiðslum, en Arsene Wenger, stjóri liðsins, ákvað að halda tryggð við Manuel Almunia. „Ég hef ákveðið að spila áfram með sama lið sem er búið að vera spila vel upp á síðkastið. Við eigum þrjá heimsklassa mark- menn hjá Arsenal og Lehmann verður að skilja það að hann getur ekki gengið sjálfkrafa inn í liðið eftir meiðslin,“ sagði Wenger á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær. Jens Lehmann úti í kuldanum Þróttarar, sem á dögun- um unnu sér rétt til þess að spila í efstu deild í fótbolta að ári, eru byrjaðir að búa sig undir kom- andi átök. Liðið samdi við Sigmund Kristjánsson til þriggja ára í gær. Sigmundur er uppalinn hjá félaginu og spilaði þar í yngri flokkum áður en hann fór erlend- is í atvinnumennsku árið 2002, þar sem hann spilaði með ungl- inga- og varaliðum Utrecht í Hol- landi. Þegar Sigmundur kom aftur heim árið 2004 gekk hann til liðs við KR og spilaði 57 leiki fyrir félagið á þremur tímabilum, þar á meðal 15 leiki í Landsbanka- deildinni í sumar. Sigmundur var samningslaus eftir tímabilið og var meðal ann- ars orðaður við FH og Fylki, þó svo að flestir hafi reyndar reikn- að með því að hann yrði áfram hjá KR, en Þróttur varð aftur á móti fyrir valinu á endanum. „Ég er mjög sáttur með að hafa valið Þrótt. Þetta hafði í sjálfu sér fljótan aðdraganda því ég var búinn að gefa það út að ég ætlaði að taka mér góðan tíma eftir tímabilið til þess að skoða mín mál og ákveða mig, en reiknaði alltaf með því að gera nýjan samning við KR. Þegar Þróttarar komu hins vegar inn í þetta þá heillaði það mig strax mjög mikið og það er gott að koma heim á fornar slóðir,“ sagði Sigmundur og kvaðst spenntur fyrir kom- andi verkefni með Þrótti. „Það er mikil ögrun fyrir mig að fara til Þróttar á þessum tíma- punkti og ég hef fullan metnað til þess að hjálpa Þrótti til þess að verða stöðugt úrvalsdeildarlið. Það gengur ekki að vera í ein- hverju ströggli og vera alltaf að hoppa upp og niður á milli deilda,“ sagði Sigmundur ákveð- inn. Það er gott að koma heim
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.