Fréttablaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 110
Útvarpshlustendum gæti brugðið við næstu dagana, því á öldum ljósvakans heyrist Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, spá fyrir um afar harðan og kuldalegan vetur. Landsmenn geta þó látið dúnúlp- urnar eiga sig enn um stund, því þar er á ferðinni auglýsing fyrir Toy- ota. „Það hefur oft verið leitað til mín fyrir auglýsingar, en það hefur alltaf verið mjög skýr stefna hjá mér að ég les ekki inn á auglýsingar ef ég þarf að nefna nöfn einhverrar vöru,“ útskýrði Siggi. „Það er Egill Ólafsson sem les hina raunverulegu auglýs- ingu, en ég les hins vegar veður- spána í byrjun,“ bætti hann við. Veðurspána segir hann þó vera „tómt kjaftæði. Hún snýst um það að það verði frost og snjór næstu mánuði og þeir sem séu ekki á almennilegum bílum ættu því að halda sig innandyra,“ sagði Siggi og hló við. Hann segir það þó tvíbent að taka þátt í gerð auglýsingar. „Mér fannst það út af fyrir sig jákvætt að leitað væri til veður- stofu Stöðvar 2. Á hinn bóginn má vel vera að þetta hafi verið röng ákvörðun og fólki bregði aðeins í brún,“ sagði hann. „Ég velti þessu vel fyrir mér og lagði þetta undir dóm fjögurra kollega minna sem ég treysti vel, og ákvað að láta slag standa,“ sagði Siggi. Hann segist hafa haft gaman af gerð auglýsingarinnar, en kveðst ekki ætla að skipta um starfs- vettvang. „Ég er líka mikill Land Rover-maður sjálfur, svo ég hef engra hagsmuna að gæta í þessu máli, og mun alls ekki opna veð- urfréttir á því að spyrja hvort fólk sé komið á Toyotu,“ sagði Siggi og hló. Siggi stormur spáir hörðum vetri Ívar Helgason þeytist á milli Íslands og Sviss þessa dagana. Hér á landi leikur hann nornina í uppsetningu Þjóðleikhússins á Skilaboðaskjóðunni, en í Sviss fer hann með hlutverk Enjolras í Ves- alingunum. Ívar lærði klassískan söng í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og síðar í Söngskóla Reykjavíkur. Þegar hann hafði lokið 8. stigi héldu hann og kona hans í nám við Tónlistarháskóla Austurríkis í Vín. Áður en Ívar lauk náminu var hann kominn með stöðu dans- ara í Raimund Theater í borginni. „Það var heimsfrumsýning á söngleiknum Barbarella, eftir samnefndri kvikmynd. Við sýnd- um sex sinnum í viku í eitt ár,“ sagði Ívar og viðurkenndi að það væri dálítið stíft. „Þetta er svolít- ið öðruvísi en fólk á að venjast hér,“ sagði hann. Þegar Ívar sagði skilið við Bar- barellu tók hann við hlutverki austurríska keisarans í söngleikn- um Elísabet í Stuttgart. Á þessu ári hefur hann hins vegar haft annan fótinn heima við og hinn í Sviss, þar sem hann fer með hlut- verk uppreisnarleiðtogans Enjol- ras í Vesalingunum. Hann lék reyndar sama hlutverk í Bad- Hersfeld í Þýskalandi í sumar. „Þar kom það upp á að aðalleikar- inn, sem leikur Jean Valjean, fékk eitthvað í augun og tónlistarstjór- inn bað mig um að kynna mér hlut- verkið. Það leit út fyrir að ég myndi taka yfir hans hlutverk, en svo fengu þeir annan í það,“ sagði Ívar. Sú uppákoma varð honum held- ur betur til happs síðastliðinn sunnudag, þegar aðalleikarinn í uppsetningunni í Sviss leit eitt- hvað vitlaust á klukkuna. „Sýning- in byrjar klukkan fimm, en hann mætti í hús klukkan sex, alveg pollrólegur. Þá var ég búinn að leika einn fjórða af hlutverkinu, og í rauninni stærstu umskiptin á karakternum. Hann er alltaf á sviðinu,“ sagði Ívar og lætur ekki mikið yfir því afreki. „Ég reyndi að halda ró minni, en eiginlega aðallega að halda fólkinu í kring- um mig rólegu. Sýningarstjórinn var skjálfandi á beinunum við hliðina á mér að reyna að setja mig inn í smáatriðin,“ sagði Ívar, sem sagði veikindi leikarans í Þýskalandi hafa verið lán í óláni. „Það kom sér þokkalega vel,“ sagði hann og hló við. Ívar á eftir fjórar ferðir til Sviss fram að áramótum, en þá mun hann einbeita sér að þátttöku í söngleiknum Ástin er diskó - lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason. „Það getur samt vel verið að ég haldi áfram að hafa annan fótinn úti, og sérstaklega á sumrin. Það væri ágætt að geta haldið við þeim ferli sem maður er búinn að byggja upp úti,“ sagði Ívar. Brotthvarf blás ópals mestu vonbrigðin Brynja Dögg Gunnarsdóttir selur óvenjulegar lopapeysur sínar í gegnum netsamfélögin Etsy og hið splunkunýja Talentdatabase. „Ég hef verið að prjóna í langan tíma. Áður var ég mikið í húfum og að gera armbönd og annað, en það er svona ár síðan að ég fór að gera þessar lopapeysur,“ sagði Brynja. Hún varð meðlimur í vefsamfé- laginu Etsy síðla sumars, og hefur fengið mikil og jákvæð viðbrögð við hönnun sinni þar. „Ég finn að fólk er mjög hrifið af íslensku ull- inni, sérstaklega í Bandaríkjun- um. Íslendingar eru líka mjög opnir fyrir öðruvísi lopapeysum, og lopakjólunum líka,“ sagði Brynja. Brynja segir að best sé að lýsa Etsy sem risastórum, alþjóð- legum handverksmarkaði. „Skil- yrðin eru þau að maður selji sína eigin hönnun, og að maður vinni hana sjálfa. Það má ekki selja fjöldaframleidda vöru þarna inni,“ útskýrði hún. „Þetta er fyrir alls konar listamenn, sama hvort þeir eru að prjóna, gera skartgripi, mála eða taka ljósmyndir,“ sagði Brynja. Hún hefur einnig nýtt sér splunkunýja síðu undir nafninu Talentdatabase, til að sýna hönnun sína. „Það er í rauninni eins og gallerí og hæfileikagagnagrunnur, eins og nafnið segir til um,“ sagði Brynja. Enn sem komið er hefur Brynja ekki selt vörur sínar í verslunum hér á landi. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð á netinu og er ánægð með það. Ég væri líka alveg til í að prófa að selja þetta í verslunum, en það kemur bara í ljós,“ sagði hún. Selur óvenjulegar lopapeysur á netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.