Fréttablaðið - 27.10.2007, Síða 8
Rússneskur fjölda-
morðingi var á miðvikudag sak-
felldur fyrir morð á 48 manns í
Moskvu. Hann var einnig sak-
felldur fyrir þrjár morðtilraunir.
Alexander Pichushkin, sem er
33 ára gamall, merkti fórnarlömb
sín inn á reiti skákborðs og
stefndi að því að fylla alla 64 reit-
ina.
Hann gortaði af því að hafa
myrt 63 og að hann vantaði aðeins
eitt fórnarlamb til að fullkomna
ætlunarverkið. Saksóknarar
fundu aðeins næg sönnunargögn
til að sakfella hann fyrir 48
morð.
Saksóknarar sögðu Pichushkin
hafa lokkað fórnarlömb sín, sem
voru oft heimilisleysingjar, í
almenningsgarð með því að lofa
þeim vodka gegn því að þeir
syrgðu með honum dauða hunds
síns. Eftir að hafa fyllt fórnar-
lömbin myrti hann þau flest með
því að hrinda þeim niður í skolp-
ræsi. Sum kyrkti hann eða barði
af alefli í höfuðið.
Pichushkin framdi fyrsta
morðið 2001 en árið 2005 hóf hann
að beita „sérlegri grimmd“ þegar
hann barði fórnarlömb sín ítrek-
að í höfuðið með hamri og tróð
síðan vodkaflösku inn í hauskúpu
þeirra.
Pichushkin náðist eftir að hann
myrti konu sem hafði skilið eftir
miða um að hún væri á leið í
göngutúr með honum.
Fjórir starfsmenn héldu
aðalstöðvum Vinnumálastofnunar gangandi í
gær og fyrradag meðan um hundrað manna
hópur starfsmanna og maka þeirra var í
fræðslu- og skemmtiferð í Póllandi. Fjórmenn-
ingarnir sinntu afgreiðslu og tóku skilaboð til
samstarfsmanna.
Unnur Sverrisdóttir lögfræðingur segir að
hópurinn hafi heimsótt systurstofnun sína í
Kraká, verið á námskeiði og skipst á upplýsing-
um við kollega sína um aðstæður í þessum
löndum.
„Hópurinn gerir sér glaðan dag í dag, fer í
skoðunarferðir og í kvöld er árshátíð,“ segir
hún og bendir á að lunginn af starfsmönnum
vítt og breitt um landið hafi skellt sér með.
„Þetta var alveg brjáðsnjallt því að við erum í
svo miklum samskiptum við Pólland.“
Unnur segir að starfsmenn hafi kosið um það
hvort þeir hafi viljað halda árshátíðina erlendis
og menn hafi ráðið hvort þeir færu með eða
ekki. Ferðin hafi ekki verið kostuð af stofnun-
inni nema árshátíðin. Ferðin hafi kostað sextíu
þúsund á mann og flestir sæki styrk til
stéttarfélaga.
Margrét Gunnarsdóttir, starfsmaður
Vinnumálastofnunar, segir að starfsemin hafi
gengið „ótrúlega vel“ þó að margir væru
fjarverandi. „Viðskiptavinir fá kannski hægari
afgreiðslu en ekkert brennur inni þessa tvo
daga.“
Skákborðsmorðinginn sakfelldur
Hversu marga fundi hefur
borgarráð haldið frá því það
var sett á fót árið 1932?
Hvaða tímamótum fagnar
Handknattleikssamband Ís-
lands um þessar mundir?
Hvaða síðu á hinn 24 ára
gamli tölvunarfræðingur Allan
Ellis sem handtekinn var í
vikunni fyrir að reka vefræn-
ingjasíðu?
Frumniðurstöður
úr rannsóknum Hafrannsókna-
stofnunar á fæðuvistfræði hvala
benda til að þeir éti mun meira af
þorski og ýsu en talið hefur verið.
Rannsóknir á hrefnu benda til að át
hennar á þorski sé að minnsta kosti
helmingi meira en áætlað hefur
verið. Talið var að hrefnan ein æti
um 60 þúsund tonn af þorski en
niðurstöðurnar benda til að hvala-
tegundin éti að minnsta kosti 140
þúsund tonn, sem er tíu þúsund
tonnum meira en útgefið aflamark
í þorski fyrir fiskveiðiárið 2008.
Gísli A. Víkingsson, hvalasér-
fræðingur Hafrannsóknastofnunar,
kynnti frumniðurstöður verkefnis-
ins á 68. aðalfundi LÍÚ á fimmtu-
dag. Hann vék að því að samkvæmt
líkani, sem gert var árið 1997,
gerðu forsendur ráð fyrir að þrjú
prósent af þeim tveimur milljón-
um tonna sem hrefnan étur árlega
væru þorskur. Frumniðurstöður á
magainnihaldi hrefnu, sem fallið
hefur til í vísindaveiðum frá 2003,
sýna hins vegar að sjö prósent af
æti hrefnu er þorskur og fimm pró-
sent ýsa. Þá á eftir að taka tillit til
að eftir er að greina sextán prósent
af æti hrefnunnar, sem eru ýmsir
beinfiskar. „Hlutfall þorsks og ýsu
á því eflaust eftir að hækka eftir að
við vinnum úr sýnunum,“ sagði
Gísli í kynningu sinni.
Miðað við hvalatalningu árið
2001 voru 44 þúsund hrefnur við
Ísland en í sumar fór fram ein
viðamesta hvalatalning sem gerð
hefur verið og var hún hluti af fjöl-
þjóðlegu verkefni. Gísli segir að
allt bendi til að töluvert minna sé
af hrefnu við landið nú en verið
hefur. „Það kemur til minnkunar í
öllum vangaveltum um át hrefn-
unnar hér við land. Það er engin
tala komin ennþá en á svæðum
sem mjög mikið af hrefnu var á
áður var þéttleikinn mun minni nú.
Ég geri því fastlega ráð fyrir að
stofnmatið á landgrunninu verði
mun minna en það var.“ Spurður
um hugsanlegar ástæður þess að
minna sæist af hrefnu núna en í
fyrri mælingum sagðist Gísli
tengja það við sandsílisbrestinn
sem hefði valdið ætisskorti sjó-
fugla við Ísland og víðar. Sílis-
skortur gæti einnig verið ástæða
þess að meira mældist af þorski og
ýsu í æti hrefnunnar.
Það vekur athygli að frumniður-
stöður rannsóknarinnar sýna að
hrefnan éti ekki eingöngu smáan
þorsk og ýsu, sem hefði verið eðli-
leg ályktun þar sem um skíðishval
er að ræða. Þvert á móti étur
hrefnan mikið af fiski sem er fjög-
ur til fimm kíló að þyngd.
Hrefnur taldar éta
140.000 þorsktonn
Frumniðurstöður úr rannsóknum á fæðuvistfræði hvala benda til að afrán í
þorski og ýsu sé meira en áætlað var. Hrefnan ein étur 240 þúsund tonn hið
minnsta. Nýjustu talningar benda þó til fækkunar hrefnu við Íslandstrendur.
FL Group hf. (hér eftir „tilboðsgjafi”) er eigandi að samtals
97,92% hlutafjár í Tryggingamiðstöðinni hf. (hér eftir
„TM”). Tilboðsgjafi hefur tekið ákvörðun um að gera
hluthöfum í TM tilboð um að selja hluti sína í félaginu til
tilboðsgjafa. Um er að ræða valfrjálst yfirtökutilboð, á
grundvelli ákvæða laga um verðbréfaviðskipti nr.
33/2003. Tilboðið er lagt fram á grundvelli nánari
skilmála sem fram koma í tilboðsyfirliti, dags. 29. október
2007, sem hluthafar eru hvattir til þess að kynna sér.
Tilboðsyfirlitið er aðgengilegt á heimasíðu FL Group hf.,
www.flgroup.is, og fæst jafnframt afhent hjá umsjónar-
aðila yfirtökutilboðsins, Fyrirtækjaráðgjöf Glitnis banka
hf., Kirkjusandi 2, 105 Reykjavík. Tilboðsyfirlitið hefur að
geyma samþykkiseyðublað, sem hluthafar skulu ganga
frá og senda með þeim hætti sem þar greinir, ákveði þeir
að taka tilboðinu. Tilboðsyfirlitið er jafnframt sent í pósti
til nafnskráðra hluthafa í Tryggingamiðstöðinni hf.
Tilboðið tekur gildi 31. október 2007 og gildir í fjórar vikur.
Reykjavík, 27. október 2007
Yfirtökutilboð til hluthafa
Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
FL GROUP
Dagur B. Eggerts-
son borgarstjóri leggur til að
skipaður verði starfshópur til að
gera starfs- og
siðareglur fyrir
borgarstjórn
Reykjavíkur í
samræmi við
samþykkt borgar-
stjórnar frá í júní.
Gert er ráð fyrir
að allir flokkar í
borgarstjórn
tilnefni fulltrúa í
starfshópinn og að
Guðmundur Steingrímsson,
aðstoðarmaður borgarstjórans,
verði formaður hópsins, sem muni
geta fengið aðstoð embættis-
manna og sérfræðinga borgarinn-
ar. Borgarráð frestaði afgreiðslu
tillögu borgarstjórans á fundi
sínum á fimmtudag.
Vill siðareglur
borgarfulltrúa
Eftir nokkurra
daga alþjóðleg átök um útgáfu-
réttinn á endurminningum Tonys
Blair, fyrrverandi
forsætisráðherra
Bretlands, hreppti
útgáfurisinn
Random House
hnossið.
„Þetta var eitt
líflegasta og
kappfyllsta ferli
sem ég hef tekið
þátt í þau tuttugu
ár sem ég hef verið fulltrúi
höfunda,“ sagði Robert Barnett,
bókafulltrúi Blair, sem einnig
var fulltrúi Bill Clinton, fyrrver-
andi forseta Bandaríkjanna.
Blair mun skrifa bókina sjálfur
og eru að sögn Barnetts að
minnsta kosti tvö ár enn í að hún
komi út.
Barátta um bók
Tonys Blair