Fréttablaðið - 27.10.2007, Qupperneq 10
„Forvarnir eru ein
stærsta áskorun samfélags okkar
á komandi árum,“ sagði Anders
Fogh Rasmussen, forsætisráð-
herra Danmerkur, á blaðamanna-
fundi. Þar kynntu hann og innan-
ríkis- og heilbrigðisráðherrann
Lars Lökke Rasmussen forvarna-
áætlun sem flokkur þeirra hyggst
hrinda í framkvæmd fái hann
umboð kjósenda til að halda
áfram um stjórnartaumana.
Danskir hagfræðingar hafa
annars gefið lítið fyrir helsta kosn-
ingaloforð stjórnarflokkanna, sem
gengur út á að fimmtíu milljörð-
um danskra króna, andvirði yfir
500 milljarða íslenskra, skuli varið
í svonefndan „gæðasjóð“ á næstu
tíu árum, en hann á að fjármagna
bætta þjónustu í velferðar-
kerfinu.
„Þetta er einföld brella,“ hefur
fréttavefur Politiken eftir Niels
Blomgren-Larsen, hagfræði-
prófessor við Copenhagen Busi-
ness School. Það eina sem loforðið
tryggi sé að fjárfestingar ríkisins
í innviðum heilbrigðis- og skóla-
kerfisins haldist í takt við hag-
þróunina á umræddu árabili.
Skoðanakannanir benda til að
Venstre muni að mestum líkindum
geta haldið völdum í félagi við
núverandi samstarfsflokka,
Íhaldsflokkinn innan stjórnar og
Danska þjóðarflokkinn á þingi.
Hátt hlutfall óákveðinna veldur
þó mikilli óvissu um úrslitin. Allt
að þriðjungur danskra kjósenda
segist ekki vera viss um hvað þeir
hyggist kjósa. Að því er greint er
frá í Berlingske Tidende geta
kjósendur sem gera ekki upp hug
sinn fyrr en á síðustu stundu gert
út um kosningarnar, það er hvort
hægri- eða vinstriflokkarnir hljóti
þingmeirihluta.
Þessi mikli fjöldi óákveðinna og
það hve stutt er í kosningarnar –
þær fara fram hinn 13. nóvember
– veldur því að flokkarnir hafa nú
sett allt á fullt til að vekja athygli
á stefnumálum sínum og fram-
bjóðendum. Þetta hefur meðal
annars þær afleiðingar að á 59.
þing Norðurlandaráðs, sem fer
fram í Ósló í næstu viku, mæta
ekki aðrir danskir þingmenn en
þeir sem eru hvort eð er að hætta
á þingi.
Hinir telja tíma sínum betur
varið á kosningafundum.
Lofar Dönum
lengri ævi
Kosningabaráttan er komin á fullt í Danmörku. Fogh
forsætisráðherra boðar átak í heilsuforvörnum sem
á að skila Dönum þremur árum lengri ævidögum.
www.pitstop.is
Dekk undir allar
gerðir farartækja.
Kíktu inn!
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið
Tveir geimfarar fóru í geimgöngu frá Alþjóðlegu
geimstöðinni í gær til að undirbúa tengingu nýrrar einingar við
stöðina, sem er á sporbaug um jörðu í 345 km hæð.
Geimfararnir sem fóru í geimgönguna, Scott Parazynski og Douglas
Wheelock, komu í stöðina með geimferjunni Discovery á fimmtudag.
Með ferjunni kom líka nýja íbúðareiningin, sem var smíðuð á Ítalíu og
er á stærð við strætisvagn. Hún mun þjóna sem „forstofa“ að evrópsku
og japönsku rannsóknastofunum í geimstöðinni.