Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 27.10.2007, Qupperneq 10
„Forvarnir eru ein stærsta áskorun samfélags okkar á komandi árum,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, á blaðamanna- fundi. Þar kynntu hann og innan- ríkis- og heilbrigðisráðherrann Lars Lökke Rasmussen forvarna- áætlun sem flokkur þeirra hyggst hrinda í framkvæmd fái hann umboð kjósenda til að halda áfram um stjórnartaumana. Danskir hagfræðingar hafa annars gefið lítið fyrir helsta kosn- ingaloforð stjórnarflokkanna, sem gengur út á að fimmtíu milljörð- um danskra króna, andvirði yfir 500 milljarða íslenskra, skuli varið í svonefndan „gæðasjóð“ á næstu tíu árum, en hann á að fjármagna bætta þjónustu í velferðar- kerfinu. „Þetta er einföld brella,“ hefur fréttavefur Politiken eftir Niels Blomgren-Larsen, hagfræði- prófessor við Copenhagen Busi- ness School. Það eina sem loforðið tryggi sé að fjárfestingar ríkisins í innviðum heilbrigðis- og skóla- kerfisins haldist í takt við hag- þróunina á umræddu árabili. Skoðanakannanir benda til að Venstre muni að mestum líkindum geta haldið völdum í félagi við núverandi samstarfsflokka, Íhaldsflokkinn innan stjórnar og Danska þjóðarflokkinn á þingi. Hátt hlutfall óákveðinna veldur þó mikilli óvissu um úrslitin. Allt að þriðjungur danskra kjósenda segist ekki vera viss um hvað þeir hyggist kjósa. Að því er greint er frá í Berlingske Tidende geta kjósendur sem gera ekki upp hug sinn fyrr en á síðustu stundu gert út um kosningarnar, það er hvort hægri- eða vinstriflokkarnir hljóti þingmeirihluta. Þessi mikli fjöldi óákveðinna og það hve stutt er í kosningarnar – þær fara fram hinn 13. nóvember – veldur því að flokkarnir hafa nú sett allt á fullt til að vekja athygli á stefnumálum sínum og fram- bjóðendum. Þetta hefur meðal annars þær afleiðingar að á 59. þing Norðurlandaráðs, sem fer fram í Ósló í næstu viku, mæta ekki aðrir danskir þingmenn en þeir sem eru hvort eð er að hætta á þingi. Hinir telja tíma sínum betur varið á kosningafundum. Lofar Dönum lengri ævi Kosningabaráttan er komin á fullt í Danmörku. Fogh forsætisráðherra boðar átak í heilsuforvörnum sem á að skila Dönum þremur árum lengri ævidögum. www.pitstop.is Dekk undir allar gerðir farartækja. Kíktu inn! A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið Tveir geimfarar fóru í geimgöngu frá Alþjóðlegu geimstöðinni í gær til að undirbúa tengingu nýrrar einingar við stöðina, sem er á sporbaug um jörðu í 345 km hæð. Geimfararnir sem fóru í geimgönguna, Scott Parazynski og Douglas Wheelock, komu í stöðina með geimferjunni Discovery á fimmtudag. Með ferjunni kom líka nýja íbúðareiningin, sem var smíðuð á Ítalíu og er á stærð við strætisvagn. Hún mun þjóna sem „forstofa“ að evrópsku og japönsku rannsóknastofunum í geimstöðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.