Fréttablaðið - 27.10.2007, Síða 24

Fréttablaðið - 27.10.2007, Síða 24
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. „Við vorum fimm gagn- kynhneigðir og myndar- legir menn sem stofnuðum hljómsveit í þeim tilgangi að komast í tæri við fallegar stelpur. Og við kepptum inn- byrðis um kynþokkafyllstu stúlkurnar... Ég vann.“ Laxness fær Nóbelinn „Ég upplifi þessi tímamót til að staldra við og líta yfir farinn veg; velta fyrir mér tilgangi lífsins á dýpri nótum, en einnig til að horfa fram á veg- inn,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir alþingismaður sem í dag stendur á fimmtugu. „Það skiptir svo miklu að vanda sig að lifa, nýta vel tækifæri og þroskast. Þegar ég var yngri hélt ég að maður ætti að vinna í veikleikum sínum til að verða betri, en eftir því sem ég eld- ist hef ég sannfærst um að maður eigi fyrst og fremst að vinna með styrk- leika sína,“ segir Guðfinna sem er fædd og uppalinn Keflvíkingur, en fjölskylda hennar kallaðist „fólkið úr Garðshorni“. „Ævi mín hefur verið ótrúlega skemmtileg og viðburðarík. Ég er að eðlisfari bjartsýn og hef tamið mér að vera þeim megin í lífinu. Mér leið- ist þras og smáatriði sem engu skipta,“ segir Guðfinna, sem upplifir sig enn sem unga konu þótt árin séu orðin fimmtíu. „Einu skiptin sem ég get aðeins sam- þykkt að ég sé farin að eldast er þegar ég sé sjálfa mig í spegli, og ég er ekki mikið í speglinum,“ segir hún hlæj- andi. „Mér finnst ég enn vera mjög ung, eiga fullt eftir í þroskanum og lít á mig áfram í því námi sem lífið er. Það er gott að verða fimmtug þar mætast kraftur og þor reynsla sem leyfir manni sterka stöðu í lífinu,“ segir Guðfinna, sem í sumar uppgötvaði golf. „Það er alveg nýtt fyrir mér að kunna að leika mér og mér finnst það ekki leiðinlegt. Ég er auðvitað nýliði en búin að ná einhverjum tökum og því var óskaafmælisgjöfin mín golf- og dekurferð til Spánar með kærast- anum til þrjátíu ára. Á hótelinu er auk golfvallar boðið upp á alls kyns nudd, afslöppun og dekur, en það var einmitt draumurinn minn; að hugleiða og taka stöðuna á því hvar ég er stödd,“ segir Guðfinna á þessu mikla tímamótaári, en í haust tók hún sæti sem þriðji þing- maður Reykjavíkur-norður á Alþingi Íslendinga. „Ég lagði upp með að þetta yrði tíma- mótaár og endurstokka lífið. Ég veit að frumkvöðlar eiga ekki að hanga á starfi sínu heldur leyfa öðrum að taka bolt- ann, breyta til og gera eitthvað alveg nýtt. Golfið er mér nýtt, ég lauk starfi mínu fyrir HR, háði kosningabaráttu og náði kjöri og starfa nú sem alþingis- maður í fyrsta sinn,“ segir Guðfinna og neitar því að lífið sé flókið. „Mér finnst lífið aldrei flókið. Lífið er svo dýrmætt og öllum hollt að staldra við og meta stöðu sína. Það er einmitt það sem ég ætla að gera á mínum tímamótum.“ Okkar ástkæri Sigurdór Jóhannsson, rafvirkjameistari, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 30. október kl. 14.00. Sigríður Eyjólfsdóttir Sigrún Sigurdórsdóttir Sæmundur Guðmundsson Bragi Þór Sigurdórsson Sigríður E. Hauksdóttir Jóhann S. Sigurdórsson Jónína Björk Óskarsdóttir Hlynur Sigurdórsson Jónína Herdís Sigurðardóttir 70 ára afmæli Ég undirritaður þakka öllum þeim sem glöddu mig í tilefni sjötugsafmælis míns 4. október sl. Ég þakka sérstak- lega eiginkonu minni, frú Jórunni Þ. Bergsdóttur, stórfjölskyldunni og tengdafólki. Lúðrasveit Vestmanna- eyja, bæjarstjórn, minni- og meiri- hluta, sundfélögum, göngufélaga, nikkurum, flautuleikurum og trommurum og öðrum sem gerðu mér kleift að skvetta svolítið úr klaufunum í tilefni dagsins. Þakka velvild í minn garð á þessum tímamótum. Bjarni Jónasson, útvarpsstjóri og fyrrum flugmaður. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Kristinn Erlendsson, Neðstaleiti 2, Reykjavík, lést miðvikudaginn 24. október á Landspítalanum við Hringbraut. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 2. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Sigursteina M. Jónsdóttir Sigursteinn Guðmundsson Therese Thøgersen Kári Guðmundsson Jytte Guðmundsson Elín S. Guðmundsdóttir Hjörtur Árnason Guðmundur Kr. Guðmundsson Unnur Ólafsdóttir Þröstur Guðmundsson Helle Rosenlyst Guðmundsson Jórunn Guðmundsdóttir Magnús Þór Sveinsson Bjarki Guðmundsson Dagmar G. Þorleifsdóttir Jón E. Guðmundsson Hanna Björnsdóttir Þórarinn F. Guðmundsson Rannveig Björnsdóttir Gunnar S. Guðmundsson Jóna Kristín Halldórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Guðmundar Gíslasonar, fyrrum bónda, Geirshlíð, Dalabyggð, Dalseli 29, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut. Einnig til sr. Svavars Stefánssonar og annars starfsfólks Fella- og Hólakirkju. Guð blessi ykkur öll. Guðný Jónasdóttir Geir Guðmundsson Margrét Guðmundsdóttir Gísli Guðmundsson Sara Vilbergsdóttir Sigurdís Guðmundsdóttir Eyjólfur Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Jóns Helgasonar, tæknifræðings, Árskógum 6, Reykjavík, Valgerður Þorsteinsdóttir Þorteinn A. Jónsson Martha Á. Hjálmarsdóttir Helgi Jónsson Jónína Sturludóttir Þórður Jónsson Jytte Fogtmann barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæru móður, ömmu, langömmu og systur, Önnu Soffíu Hákonardóttur Austurbrún 2. Hákon H. Pálsson Ingibjörg Hafsteinsdóttir Ingólfur Pálsson Sigurður Pálsson Margrét E. Kristjánsdóttir Sigurjón Pálsson Halla Pálsdóttir Sigsteinn Sigurðsson Haraldur Hákonarson Þóra N. H. Hákonardóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, A. Helgi Bernharðsson, lést á Landspítalanum við Hringbraut, mánudaginn 22. október. Jarðarför fer fram mánudaginn 29. októ- ber frá Kotstrandarkirkju kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Lydia A. Helgadóttir Helgi B. Helgason. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Björn Halldórsson, gullsmiður, frá Nesi í Loðmundarfirði, lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 24. október sl. Útförin verður auglýst síðar. Auður Björnsdóttir Valdimar Sæmundsson Fríða Frank Gæflaug Björnsdóttir Eva, Sara, Björn Eiríkur, Nína Margrét og langafabörn. Innilegar þakkir sendi ég ykkur sem sýnt hafa mér og mínum vináttu, hlýhug og stuðning vegna fráfalls og útfarar elskulegs unnusta míns, Árna Eyjólfssonar, Sóltúni 16, Reykjavík, sem lést af slysförum 19. september sl. Guð verið með ykkur. Agnes Þ. Guðmundsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.