Fréttablaðið - 27.10.2007, Síða 28

Fréttablaðið - 27.10.2007, Síða 28
Það var þó mikil gæfa að við byggðum ekki fyrr. Til dæmis vorum við alls ekki tilbúin fyrir fjórum árum síðan þegar við vildum fá að byggja. F aðir minn, sem var skólastjóri við Tónlistarskólann á Ísafirði, sagði alltaf þessa setningu að „skóli er ekki hús, skóli er fólk“. Og þótt það séu mín álög að koma byggingu utan um þennan skóla er ég samt sem áður fullkomlega með- vitaður um að skóli er fyrst og fremst það sem gert er í skólanum. Skólinn er fólkið.“ Hjálmar Helgi Ragnarsson, rektor Lista- háskóla Íslands, mælir af festu og glaðværð meðan hann blaðar í bunka eftir hugmynda- fræðilegri skýringarmynd af nýjum lista- háskóla. Hann situr við fundarborð í fremur hrárri skrifstofu í gamalli prentsmiðju í Skipholt- inu, sem nú hýsir stjórn Listaháskóla Íslands og hönnunar- og arkitektúrdeildina. Hjálmar hefur um árabil unnið að því að finna skóla sínum boðlegt húsnæði. Hann telur sig og þjóðina í öfundsverðri stöðu að mega byggja nýtt hús yfir skólann. Ekki eru mörg fordæmi erlendis fyrir stofnun sem býður upp á svo fjölbreytt listnám fyrir jafn fáa nema. „En þessi draumsýn hefur verið í undir- búningi alveg frá því við byrjuðum með þennan skóla. Það var þó mikil gæfa að við byggðum ekki fyrr. Til dæmis vorum við alls ekki tilbúin fyrir fjórum árum þegar við vildum fá að byggja. Hugmyndafræðin verður nefnilega að endurspegla skólann og hún verður að skína í gegn í skólabygging- unni. Nú er skólinn að verða til og við getum byggt utan um hann, frekar en að þvinga skóla inn í húsið,“ segir hann. Mikið af orku Hjálmars og tíma sem rektor hefur farið í húsnæðismál. Skólinn hefur verið í mörgum húsum á sama tíma og því hefur deildaskipting innan hans verið áber- andi. Þessu vill Hjálmar breyta. Hann hefur um árin gengið milli yfirvalda með bón sína. Á sínum tíma vildi skólinn til dæmis fá lóð við Sölvhólsgötu sem er skil- greind hjá borginni sem reitur undir stjórnarráð. Þar eru nú til bráðabirgða leik- listar- og tónlistardeildir Listaháskólans. „Við töldum sko að það mætti alveg endur- skoða það, að þetta færi undir stjórnarráð. Ég þótti víst svolítið kaldur að ganga þarna inn í ráðuneytin og stinga upp á þessari brilljant hugmynd við ráðherrana, vitandi að það voru kannski ráðuneytisstjórarnir sjálf- ir sem þrýstu hvað mest á að láta flytja vinnustaðinn. En, nei, þetta gekk ekki alveg eftir!“ segir Hjálmar og hlær. Hann heldur áfram í léttum dúr og segist hafa beitt ráðherrana ýmislegri „hræðslu- tækni“. Til að mynda reyndi hann að sýna fram á að ekki væri hentugt að ráðuneytin yrðu öll á sama stað með því að benda á hryðju- verkaógnina. En allt kom fyrir ekki; reiturinn er enn eyrnamerktur stjórnarráðinu. Nú, þökk sé viljayfirlýsingu menntamálaráð- herra og fyrrverandi borgarstjóra ásamt áhuga fasteignaþróunarfélags Björgólfs- feðga, sér Hjálmar fram á að draumurinn rætist loks; að skólinn fái hús utan um starf- semi sína. Skólanum var í maí úthlutað 11.000 fermetra lóð í Vatnsmýrinni og hefur átt í samningaviðræðum við Samson Properties, félag Björgólfsfeðga. Samson á mestan hluta Frakkastígsreitar, milli Laugavegs og Hverfisgötu. Fyrirtækið hefur hug á að skipta á þessum reit og Vatnsmýrarlóðinni. Hjálmar telur að nýr meirihluti í borgar- stjórn muni sýna áformum Listaháskólans skilning; afstaða stjórnvalda til skólans sé ekki flokkspólitísk: „Og ég á heldur ekki von á því að nýir herrar við stjórnvölinn breyti neinu um forsendur viljayfirlýsingarinnar.“ Honum líst ekki illa á Vatnsmýrina undir skólann sinn, en er sannfærður um að skól- inn þrífist best í iðu miðborgar. Bærinn njóti einnig nálægðarinnar við listamenn. Rektor vill hafa skólahúsið við Laugaveginn; þar verði það kennileiti í borginni. „Ef menn ætla að byggja upp miðborg, þá er ekki nóg að hafa bara verslanir og bari, það verður að vera einhver grundvallar- atvinnustarfsemi og ég get ekki ímyndað mér betri starfsemi en Listaháskóla. Von- andi koma þangað fleiri skólar. Ég held að það væri mjög mikils virði að fá þarna fleiri framhaldsskóla líka. Þannig tengdist ungt fólk miðborginni miklu fyrr og með allt öðrum hætti. Við myndum ekki sjá öll þessi ólæti og sóðaskap í miðborginni um helgar ef fólkið fyndi til einhverrar ábyrgðar gagn- vart henni. Miðborgin verður að vera heild- stætt samfélag.“ Hann minnir á ágæta reynslu af Mennta- skólanum í Reykjavík. Eitt höfuðatriði nýrrar byggingar verður samræmi hennar við mannlíf miðborgarinn- ar. Húsið á að hvetja almenning til að hætta sér inn fyrir; fólk á að að geta gengið beint inn af götunni og notið þess sem skólinn hefur upp á að bjóða. „Og það verður að anda um þetta hús ef það á að þjóna því að vera svona eins og trekt utan af Laugaveginum. Skólinn verður að stórum hluta til rými þar sem fara fram viðburðir, hvort sem er leikhús, tónlist, vídeó og bíó eða sýningar á arkitektúr og allt þetta. Svo verður auðvitað bókasafn með handritum að kvikmyndum og myndbönd og nótur tónlistarmanna. Við eigum eiginlega öll íslensk leikrit og mjög mikið af íslenskum tónverkum sem erlendum, það nálgast eitthvað um 30.000 verk með öllum helstu tónskáldunum,“ segir rektor stoltur. „En þetta verður ekkert skreytihúsnæði. Listaháskóli þrífst ekki í svoleiðis húsi. Þetta verður að langmestu leytinu til gróft hús- næði. Listnemendur þurfa að hafa frelsi til að vinna án þess að hafa áhyggjur af því að þeir séu að skíta út gólfið. Hugmyndir manna um skólabyggingar eru yfirleitt um langa ganga og kennslustofur og skrifstofurými. Þessi skóli er ekki þannig. Þessi skóli er listverksmiðja,“ segir Hjálmar dreyminn á svip. Undanfarin ár hefur verið reynt að laga bráðabirgðahúsnæði skólans að aðstæðum jafnóðum og svo er enn. Í miðju viðtalinu hefur athafnasamur smiður dynjandi hamars- högg einhvers staðar utan á skrifstofu rektors við Stórholtið. Smiðurinn slær þó ekki Hjálmar út af laginu. Hann er þessu vanur og heldur áfram ræðu sinni. Hjálmar ætlar að Listaháskólinn muni fylgja nýrri hugsun í listnámi og leiða hana hér á landi. Hann sér fyrir sér ákveðna lífæð innan skólans sem tengi einkarými og almenning. Við skólann eru nú fjórar náms- brautir sem rektor kallar „strokkana í vél- inni“. Þær eru leiklistar-, tónlistar-, mynd- listar-, og hönnunardeild. Sú fimmta er á stefnuskránni: kvikmyndadeildin. „Það er styrkur skólans að hafa flæði milli deildanna. Það tryggir lifandi skóla,“ að mati Hjálmars, sem vill hafa ákveðið „flækju- stig“ í húsinu. „Það næst fram með því að fólk neyðist til að koma í almenna rýmið, þar sem nemend- ur sýna meðal annars afurðir sínar. Strákur- inn í hönnunardeildinni vill kannski bara vera á sínu verkstæði, en til að komast á milli og í almenna rýmið þarf hann að flækj- ast utan um dansnemanda hér og tónlistar- nemenda þar og verður svo kannski skotinn í stelpunni í dansinum!“ Hjálmar Helgi heldur áfram og segir að flæðið og flækjuna þurfi að stilla af. „Og það er einmitt þetta sem við munum dæma eftir í samkeppninni; flæðið og tengingarnar.“ Hann vísar hér til opinnnar samkeppni, sem verður haldin um hönnun hússins, og býst við mikilli þátttöku. „Hér eru margar spennandi arkitektastof- ur og öllum verður gefinn kostur á að taka þátt, sem uppfylla lágmarkskröfur. Þetta þykir mjög spennandi hjá arkitekta- samfélaginu, því þetta verður auðvitað Arki- tektúrháskóli Íslands líka og það er ekki lítils virði að hafa teiknað hann. Við búumst því við bestu hugmyndum sem íslenskt arki- tektasamfélag býr yfir!“ Drifinn áfram af draumsýn Hjálmar Helga Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, dreymir um akademíska listverksmiðju fyrir Íslendinga. Hún verði kennileiti við Laugaveginn, sem fegri mannlífið þar til muna. Í samtali við Klemens Ólaf Þrastarson kallar Hjálmar eftir bestu hugmyndunum sem íslenskt arkitektasamfélag býr yfir og boðar til opinnar samkeppni um flæði og flækjustig.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.