Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 31
Að fara með Þrúðmari Kára Ragnarssyni véla- manni á rúntinn á Chevrolet Corvette C6 er eins og að svífa á dúnmjúku skýi. „Þetta er búinn að vera óskabíllinn síðan ég man eftir mér. Corvetta er eitthvað sem alla sem eru með bíla- dellu dreymir um,“ segir Þrúðmar Kári hlæjandi. Skyldi hann hafa átt mörg tryllitæki gegnum tíðina? „Nei, þetta er minn fyrsti sportbíll. Það má segja að ég hafi beðið með að kaupa hann þar til ég hafði aldur og þroska til. Þetta er bara toppurinn.“ „Corvettan hefur verið framleidd alveg frá 1953 og var fyrsta ameríska sportbifreiðin,“ segir Þrúð- mar Kári og er nú yfirheyrður um tæknileg atriði. „Þessi er af árgerð 2005, með 6 lítra V8-vél og 400 hestöfl. Hún er 4,2 sekúndur upp í hundraðið og hámarkshraði er gefinn upp 186 mílur sem er um það bil 300 kílómetrar á klukkustund.“ Hefurðu eitthvað við þann hraða að gera? getur blaðamaður ekki stillt sig um að spyrja. „Nei, en samt er gott að vita af honum,“ svarar Þrúðmar Kári léttur í bragði. „Þetta er rosalega góður keyrslubíll þótt hann sé lágur. Ég verð að læðast yfir hraðahindranir því ekki vil ég reka hann niður. En það kom mér á óvart að á langkeyrslu eyðir hann ekki nema átta til níu lítrum á hundraðið. Galdurinn við þennan bíl er að hann er léttur enda gerður úr plastefni.“ Kári kveðst hafa keypt bílinn síðsumars af félaga sínum sem var nýbúinn að flytja hann inn. Verðið var nokkrar millur en Þrúðmar Kári kveðst hafa fengið það sem hann borgaði fyrir. „Ég er sáttur,“ segir hann. „Það verður að gefa eitthvað fyrir gæðin.“ Óskabíllinn alla tíð Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.