Fréttablaðið - 27.10.2007, Page 48

Fréttablaðið - 27.10.2007, Page 48
hús&heimili MJÚKT OG AÐLAÐANDI Sægras, eða Seagrass, heitir þetta mjúka og aðlaðandi teppi eftir hönnuðinn Nani Marquina. Nani hefur unnið að innanhússhönnun frá níunda áratugnum og fann fljótt fyrir þeirri þörf sem var á mottum og teppum í stíl við húsgögn þess tíma og hóf þá að hanna eigin teppalínu. Enn í dag sérhæfir hún sig í mottum og nýlega kynnti hún Sea- grass-línu sína fyrir DWR. Nani vill að mottur veki undrun en séu þó ekki of yfirþyrmandi. STORMUR Í TEBOLLA Stormur í vatnsglasi er þekkt orðatiltæki. Hönnuðir verslunarinnar Duffy í London notuðu hugmyndina til að hanna tebolla sem er hvítur og einfaldur að utan en með öldur málaðar á að innanverðu. Það er örugglega skemmtilegt að lesa í þennan bolla. www.duffylondon.com/ hönnun LEIÐ TIL AÐ LÍFGA UPP Á SKAMMDEGIÐ Hví ekki að gera sér glaðan dag og leyfa sér að kaupa fallegan blómvönd til að lífga upp á heimilið? Það er ótrúlegt hve mikið fersk, af- skorin blóm geta gert fyrir umhverfi sitt. Oft gefa þau frá sér góðan ilm en mik- ilvægast er hve falleg þau eru í viðeigandi vasa. Þau minna á sumarið með birtu og yl og fal- legir litirnir gleðja augun. Það er því um að gera að njóta þeirra meðan kostur gefst þar sem þau blómstra í hinsta sinn og tjalda öllu sem til er. SÓFASETT MaryPaula Hermes Barbara 27. OKTÓBER 2007 LAUGARDAGUR12

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.