Fréttablaðið - 27.10.2007, Síða 70
Klassík í náttfötum
Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands og Kirkju- og menning-
armiðstöðin í Fjarðabyggð
standa saman að tónleikum
í Glerárkirkju á Akureyri á
morgun kl. 16. Tónleikarnir
verða endurteknir í Eski-
fjarðarkirkju laugardaginn
3. nóvember kl. 17.
Þetta er í þriðja skipti sem Sin-
fóníuhljómsveit Norðurlands og
Austfirðingar sameinast um tón-
leikahald, en haustið 2005 var
undirrituð viljayfirlýsing til
fimm ára milli hljómsveitarinnar
og Kirkju- og menningarmið-
stöðvarinnar þess efnis að vinna
að einu stóru samstarfsverkefni á
ári.
Magna Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm-
sveitar Norðurlands, segir sam-
starf tónlistarmanna af Norður- og
Austurlandi ganga afar vel.
„Okkur þótti það gráupplagt að
reyna að fá tónlistarmenn frá
þessum ólíku landshlutum til þess
að vinna saman. Við göntumst
stundum með það að Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands sé í raun
og veru Sinfóníuhljómsveit lands-
byggðarinnar, enda eru hljóð-
færaleikararnir okkar ekki bara
Norðlendingar. Við erum dreifð
um landið sem gerir það að verk-
um að æfingaferli okkar er frá-
brugðið því sem gengur og gerist;
fólk æfir sig eitt í sínum heima-
bæ og svo hittumst við öll örfáum
dögum fyrir frumflutning og
æfum okkur saman.“
Á efnisskrá tónleikanna á
morgun eru Pavane fyrir strengi
og hörpu eftir Maurice Ravel og
konsert fyrir óbó og strengi eftir
Tomaso Albinoni. Tónleikunum
lýkur á flutningi hinnar mögnuðu
Sálumessu op. 48 eftir Gabriel
Fauré.
Verkin á efnisskránni og
útsetningar þeirra helgast að
þessu sinni af stærð hljóm-
sveitarinnar. „Við erum með
fremur litla hljómsveit og mæðir
því mest á strengjahljóðfærun-
um í verkunum sem við leikum.
Útsetning sálumessunnar er til
að mynda frá árinu 1984 og er lík-
lega ekki sú þekktasta. En það
vill svo skemmtilega til að hún
kemst sennilega nokkuð nálægt
því að vera lík upprunalegu
útsetningunni þar sem Fauré
samdi verkið aðallega með dýpri
strengjahljóðfærin í huga.
Messan var svo síðar útsett fyrir
stóra sinfóníusveit og er mest
leikin í þeirri útgáfu,“ segir
Magna. Kórarnir sem taka þátt í
flutningi messunnar eru kór
Glerárkirkju og kór af Austur-
landi sem er samsettur úr kór
Egilsstaðakirkju, kór Fjarða-
byggðar og söngfólki á Fljóts-
dalshéraði og Seyðisfirði.
Tónlistaráhugafólk á Norður-
og Austurlandi getur hugsað sér
gott til glóðarinnar því hér er á
ferð sannkölluð tónlistarveisla.
kl. 16
Rúna Þorkelsdóttir opnar
sýningu á innsetningunni
Póstkort til Akureyrar í Gallerí+,
Brekkugötu 35, Akureyri í dag
kl. 16. Innsetningin saman-
stendur af þrykktum blóma-
myndum sem Rúna hefur unnið
með síðustu tíu árin. Sýningin
stendur yfir til 11. nóvember.
Grikklandsvinafélagið Hellas
heldur annan fræðslufund sinn á
starfsárinu í Kornhlöðunni við
Bankastræti á morgun kl. 16. Til-
efni fundarins að þessu sinni er
tvíþætt. Í dag, 26. október, er hálf
öld liðin síðan krítverski rithöf-
undurinn Níkos Kazantzakís lést,
og verður fyrri hluti dagskrár
fundarins honum helgaður.
Sigurður A. Magnússon rithöfund-
ur flytur erindi og segir frá ævi
hans og verkum, en síðar kynnir
Vilborg Dagbjartsdóttir skáld
endurútgefna og endurskoðaða
þýðingu Þorgeirs Þorgeirsonar á
skáldsögunni Alexis Sorbas og les
upp kafla úr henni.
Á síðari hluta fundarins verður
minnst hins svonefnda „NEI-dags“
sem Grikkir halda hátíðlegan 28.
október ár hvert, en þann dag árið
1940 setti einræðisherra Ítalíu,
Benito Mussolini, Grikkjum afar-
kosti, ef þeir ekki vildu hleypa
ítölsku herliði inn á grískt land-
svæði. Þáverandi forsætisráð-
herra Grikklands, Jóannís
Metaxas hershöfðingi, gerði sér
hins vegar lítið fyrir og sagði blátt
nei við þeirri málaleitan og dró sú
einarða afstaða og baráttuhugur
Grikkja talsverðan dilk á eftir sér.
Þessir atburðir, aðdragandi þeirra
og afleiðingar, verða rifjaðir upp
og ræddir á fundinum þar sem
Guðmundur Jón Guðmundsson
sagnfræðingur verður máls-
hefjandi. Kristján Árnason, for-
maður félagsins, stýrir fundinum
sem er öllum opinn.
Vinir Grikklands hittast
Sýning á verkum listakonunnar
Sari Maarit Cedergren opnar í dag
í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41, kl.
15.
Sari hefur undanfarin ár verið
að vinna verk sem endurspegla
mismunandi hliðar á íslensku
veðri með gifsi og steypu.
Merkilegt er að svo hörð efni
geti tjáð hið síkvika íslenska
verður, en verkin ganga út frá
rými sem og samspili ljóss og
skugga og Sari nýtir einnig orku
veðursins til að knýja áfram hreyf-
ingu í verkum sínum.
Listunnendum býðst því ein-
stakt tækifæri á þessari sýningu
til að upplifa íslenska samtíma-
myndlist þar sem viðfangsefnið er
hið hversdagslega umræðuefni
veðurfar, sett upp sem lágmyndir
sem mara á mörkum tví- og þrí-
víddar.
Sýningin er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 14-18 og henni
lýkur 18. nóvember. Aðgangur að
safninu er ókeypis.
Sari verður með listamanna-
spjall á morgun kl. 15 og býðst
sýningargestum þá spennandi
tækifæri til að heyra listakonuna
segja frá verkum sínum og
hugsuninni á bak við þau.
Steypa og gifs tjá veður
Ferðaskrifstofa
Leyfishafi
Ferðamálastofu