Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 76
Hrekkjavakan virðist vera að ryðja sér til rúms hér á landi í auknum mæli. Í Hagkaupum eru seld risavaxin grasker, verslanir auglýsa bún- inga og skrímslagrímur og víða eru hrekkjavökupartí um helgina, meðal annars á skemmtistaðnum Grand Rokk í kvöld en þar verð- ur engum hleypt upp á efri hæðina sem ekki er í grímubúningi. Árni Björnsson þjóð- háttafræðingur segist ekki ósáttur við þessa þróun. „Ég sé ekkert að því að fólk geri svona lagað að gamni sínu. Er nokkurn tímann of mikið af gleðskap? Þetta er siður sem ekki er gamalgróinn hér en einhvern tímann er allt fyrst.“ Hann segist telja líklegt að hrekkjavakan sé komin til að vera. „Hins vegar finnst mér að hér á Íslandi ætti að halda upp á Hrekkjavöku á fyrsta vetrar- dag sem er í dag, en ekki á þessari allra heilagra messu rétt á eftir. Mér finnst heldur kauðalegt að vera að hengja þetta aftan í hana bara af því að það er gert í Ameríku. Menn hafa tekið upp ýmsa erlenda siði en mér finnst menn eiga að tengja þá við gamlar íslenskar hátíðir. Að halda hrekkja- vökuna í dag skapar okkur sérstöðu og við höldum upp á þennan gamla vetrardag í leiðinni.“ Vill hafa hrekkjavökuna í dag „Íslendingar hafa fengið sig full- sadda af veðrinu heima fyrir og eru fluttir, allir sem einn, til Brasilíu,“ stendur á vefnum Spoof.com. Vefurinn er reyndar þekktur fyrir að snúa út úr og gera grín að heimsmálunum enda má meðal annars sjá frétt um hver sé sökudólgurinn fyrir skógareldunum í Kaliforníu, Britney Spears, þótt ekki verði greint frá því hér hvernig það allt saman atvikaðist. En öllu gamni fylgir alvara og þessi gamanfrétt er ekki síst athyglisverð fyrir þær sakir að höfundur hennar, Jeff Brone, virðist ekki vera með á nótunum hvaða hlýnun jarðar varðar. „Nei, því ef fram fer sem horfir ætti að verða betra veður hér heldur en í Brasilíu, í það minnsta eru mörg rök sem falla að því. Og framundan er því sól- skinsbros á hvers mann andliti,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur með meiru á Stöð 2. Og má því ætla að Brone hefði verið nær að spá fyrir um búferlaflutninga frá Brasilíu til Íslands. Íslendingar flytjast búferlum til Brasilíu Noel Gallagher, forsprakki Oasis, gaf fótboltakappanum Wayne Roon- ey úr Manchester United áritaðan gítar af gerðinni Les Paul í afmælis- gjöf. Einn galli var þó á gjöf Njarðar því Gallagher, sem er mikill aðdá- andi Manchester City, málaði gítar- inn bláan og skrifaði á hann texta stuðningsmannalags City. Unnusta Rooney, Coleen McLoug- hlin, hafði beðið Gallagher um að árita gítarinn en gleymdi víst að segja honum hvað hann skyldi skrifa. Gallagher nýtti tækifærið, skrifaði City-textann, og stílaði síðan gítarinn á „Spongebob“. Þetta var ekki eini áritaði gítarinn sem Rooney fékk á afmælinu því hann fékk einn slíkan frá Bítlinum fyrrverandi Sir Paul McCartney þegar hann snæddi kvöldverð með fjölskyldu sinni. Gaf Rooney gítar HAUST ÚTSALA Verðdæmi: Bolir 1.000 Kjólar 2.000 Gallabuxur 2.500 Jakkar 2.500 Smáralind s. 522 8383 Kringla s. 522 8393 á nýjum vörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.