Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 80
Vil komast frá Öster en vera áfram í Svíþjóð Landslið karla í handbolta: Iceland Express-deild karla: Roy Keane, stjóri Sunderland, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og nú eru það landsliðsmenn Íra sem fá að finna fyrir því eftir að Steve Staunton, þjálfari landsliðsins, var rekinn á dögunum. „Þetta var mikið til leikmönn- um landsliðsins að kenna því þeir brugðust Staunton með slakri spilamennsku sinni. Vorkunn er ef til vill of sterkt orð, en ég geri mér að minnsta kosti grein fyrir hversu erfitt verkefni hann hafði á sinni könnu,“ sagði Keane. Leikmennirnir eiga mesta sök Njarðvíkingar halda sigurgöngu sinn áfram og unnu í gær nokkuð sannfærandi 15 stiga sigur á ÍR, 83-68. Njarðvíkingar voru með frum- kvæðið allan leikinn en Breið- hyltingar héngu í þeim þar til hinn 19 ára gamli Hörður Axel Vilhjálmsson tók sig til og gerði út um leikinn. Hörður Axel skor- aði 16 stig í röð um miðjan fjórða leikhluta og breytti stöðunni úr 65-57 í 81-57 og eftir það var leik- urinn búinn. Hörður nýtti 8 af 10 skotum sinum og skoraði 24 af 26 stigum sínum í seinni hálfleikn- um. „Það voru allir í bænum farnir að hugsa og tala um þennan leik á sunnudaginn og ég var því skít- hræddur með þetta kvöld. Vitleysurnar sem við vorum að gera í fyrri hálfleik voru einmitt út af einbeitingarleysi og menn voru að taka vitlausar ákvarðan- ir. Síðan náðu mínir menn að stíga upp í seinni hálfleik og Hörður kom með sýningu sem auðveld- aði þetta rosalega fyrir okkur,” sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Njarðvíkur. Hann er ánægður með tvo fyrstu leiki Harðar Axel Vilhjálmssonar í Ljónagryfjunni. „Hann er búinn að spila tvo leiki í Njarðvík og búinn að eiga frá- bæra leiki í bæði skiptin,“ bætti Teitur við. Hörður Axel var með 15 stig og 5 stoðsendingar í sigrinum á Snæfelli. Sigur Njarðvíkur þýðir að tvö efstu liðin og þau einu ósigruðu mætast í Ljónagryfjunni á morgun þegar Keflavík kemur í heimsókn til nágranna sinna. „Venjulega er annað liðið í topp- sætinu þegar þessi lið mætast en nú eru þau bæði í toppsætinu. Þetta er mjög gaman fyrir alla og vonandi verður bara fullt af fólki á leiknum. Við hlökkum mikið til leiksins og ég efast ekki um annað en að þeir geri það líka,“ sagði Teitur en leikurinn hefst klukkan 19.15. Hörður Axel skoraði 16 stig í röð Það var ekki hægt að taka margt jákvætt úr leik íslenska liðsins gegn Ungverjum í gær. Nánast engir leikmenn fundu sig almennilega í leiknum og slæmt sex marka tap niðurstaðan þar sem íslenska liðið skoraði aðeins sautján mörk. Það vantaði marga lykilmenn í íslenska landsliðið í gær eins og Guðjón Val, Ólaf Stefánsson, Loga Geirsson og Einar Hólmgeirsson. Nýir menn fengu því tækifæri til láta ljós sitt skína. Alfreð kom nokkuð á óvart með því að láta Hannes Jón byrja í vinstra horninu en við hlið hans var Garcia. Snorri Steinn var á miðjunni, Ásgeir Örn hægra megin og Alexander í horninu. Róbert var á línunni og Hreiðar byrjaði í mark- inu. Íslenska liðið fór rólega af stað, sóknarleikurinn var hægur og stirður og eina alvöruógnunin kom frá Garcia sem var mjög ákveðinn og frískur. Ungverjar komust í 1-4 en þá breytti Alfreð úr 6/0-vörn í 5/1 með Róbert upp á topp. Sá varnarleikur virkaði mikið mun betur og fyrr en varði var íslenska liðið komið yfir, 7-6. Alfreð byrjaði þá að skipta mikið en hann notaði alls 13 leikmenn í hálfleiknum. Ógnunin í sókninni hvarf er Garcia settist á bekkinn og Ungverjar náðu aftur forystunni og leiddu í leikhléi með einu marki, 9-10. Ísland hefði átt að leiða í hálf- leik en leikmenn létu Fazekas verja frá sér úr dauðafærum hvað eftir annað. Íslenska liðið mætti hálfsofandi til síðari hálfleiks og Ungverjar skoruðu sex af fyrstu sjö mörkum síðari hálfleiks. Þá tók Alfreð leik- hlé og endurskipulagði leik íslenska liðsins. Það skilaði nákvæmlega engu því það gekk hvorki né rak hjá íslenska liðinu á báðum endum vallarins. Alfreð setti Hreiðar aftur í markið eftir tíu mínútur af síðari hálfleik enda hafði Birkir ekki varið skot. Hreiðar skilaði sínu ágætlega en vörnin var hriplek fyrir framan hann. Sóknarleikurinn var hægur og tilviljanakenndur og breytti engu hvern Alfreð sendi á vettvang en hann notaði alla leikmenn sína í gær. Niðurstaðan var sex marka tap, 17-23, og leikur íslenska liðsins olli talsverðum vonbrigðum. Eldri og reyndari leikmenn brugðust og nýliðarnir nýttu tækifærið sitt frekar illa. Það vantaði alla áræðni og kraft í liðið og það var því eðli- lega þungt yfir Alfreð Gíslasyni landsliðsþjálfara í leikslok. „Þetta var skelfilegt en fyrri hálfleikurinn þó skömminni skárri. Þá var varnarleikurinn góður lengstum en sóknarleikurinn var mjög hægur. Fyrstu 25 mínúturnar af síðari hálfleik var sóknarleikur- inn skelfilegur og hann olli mér mestum vonbrigðum hér í dag,“ sagði Alfreð þungur á brún en nýliðarnar stóðu ekki undir vænt- ingum og vinstri vængurinn var lamaður allan leikinn. „Arftakar Óla eiga greinilega nokkuð langt í land og það er heldur ekki hægt að segja að nýliðarnir hafi nýtt tækifæri sín vel. Á móti kemur að ég gaf mörgum mönnum tækifæri en það útskýrir ekki þann urmul mistaka sem leikreyndari mennirnir gerðu sig seka um. Ég vonast til að sjá annað viðhorf hjá mönnum í seinni leiknum og að þeir geri sér grein fyrir því að þeir séu að spila fyrir landsliðið,“ sagði Alfreð. Íslenska landsliðið átti mjög dapran leik gegn Ungverjum í Höllinni í gær og tapaði með sex mörkum, 17-23. Fátt var um fína drætti hjá íslenska liðinu og fjarvera lykilmanna reyndist liðinu ofviða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.