Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 10
 16. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI „Snörp lækkun á gengi krónunnar myndi koma illa við íslensk heimili,“ segir í Vefriti fjármálaráðuneytisins um skulda- stöðu íslenskra heimila. Þau skulda nú 108 milljarða króna í útlöndum, samkvæmt tölum Seðlabankans fyrir fyrstu níu mán- uði ársins og hefur skuldin næstum því tvöfaldast frá sama tíma í fyrra. Greining Glitn- is gerði í október ráð fyrir því að gengi krónunnar lækkaði um tíu prósent næsta árið, áður en það færi að hækka á ný. Fjármálaráðuneytið segir í vef- ritinu að næmi heimilanna fyrir svona breytingum sé nokkuð. „Bæði vegna þess að afborganir af erlendum lánum í krónum hækka en einnig vegna þess að gengislækkun er líklega til að auka á verðbólgu sem hækkar afborgan- ir og höfuðstól verð- tryggðra lána.“ Íbúðalán heimil- anna nema nú tæpum 460 milljörðum króna. - ikh Erlendar skuldir hafa tvöfaldast: Heimilin í vanda Hotel Føroyar **** krónur 36.167,- Gisting í tveggjamanna herbergi m / morgunmat. Verð pr. per. Farfuglaheimilið Kerjalon krónur 28.520,- Gisting í tveggjamanna herbergi uppábúið án / morgunmat. Verð pr. per. Hotel Tórshavn *** krónur 34.270,- Gisting í tveggjamanna herbergi m / morgunmat. Verð pr. per. sími: 482 2426 . davidsam@eyjar.is . www.faereyjaferdir.is . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Tilboðið gildir frá 26. okt. 2007 – 31. mar. 2008. Verð með sköttum. frá krónum 28.520,- Flug og gisting frá föstudegi til mánudags Helgartilboð til Færeyja í vetur K R E A www.ss.is F íto n eh f. / S ÍA Franskt salamí er bragðmikil en sérlega ljúffeng pylsa sem hentar vel sem smáréttur til dæmis með ostum, niðurskorin í nettar sneiðar, annaðhvort ein og sér eða í félagi við annað góðgæti. Franskt salamí frá SS er gott sem álegg á brauð en líka til matargerðar og frábær í ýmsa pastarétti. Franskt salamí álegg eða smáréttur Innihald: Grísakjöt, folaldakjöt, salt, sykur, krydd, rotvarnarefni (E 250), þráavarnarefni (E 300, E 301). Næringargildi í 100 g: Orka.................... 1.373 kJ / 331 kkal Prótín........................................20 g Kolvetni .....................................2 g Fita ..........................................27 g Natríum ................................2,10 g Kælivara 0-4°C Framleitt af SS Reykjavík www.ss.is DÓMSMÁL Karlmaður var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir kynferðisbrot gagnvart sex stúlk- um, á aldrinum fjögurra til fjórtán ára. Þrjár þeirra eru frænkur mannsins. Brot mannsins ná aftur til ársins 1988, en þá misnotaði hann fjögurra ára gamla frænku sína. Á sex ára tímabili, frá 1988 til 1994, misnotaði hann telpuna ítrekað á heimili móður sinnar þar sem hann bjó á tímabili og svo aftur á sínu eigin heimili. Telpan var í pössun á heim- ili móður ákærða í einhverjum til- fellum. Maðurinn gerðist sekur um mjög grófa misnotkun og lét stúlkuna meðal annars hafa við sig munn- mök. Á árunum 1993 til 1994 misnot- aði hann á grófan hátt aðra frænku sína sem þá var sex ára. Maðurinn nýtti tengsl sín við bróðurdóttur sína á árunum 2005 til 2006 og fékk hana og þrjár vinkonur hennar til að taka þátt í kynlífsat- höfnum á heimili sínu, en stúlkurn- ar voru þá þrettán og fjórtán ára. Eitt atvikið átti sér stað í bakgarði húss í Reykjavík. Misnotkunin byrj- aði árið 2005 þegar hann fékk frænku sína og vinkonu til að skrifa með penna á kynfæri sín. Maðurinn gaf stúlkunum ítrekað áfengi og sígarettur og bauð þeim peninga fyrir grófar kynlífsathafnir. Hann hringdi margsinnis í stúlkurn- ar og bauð þeim í heimsókn til sín og svo ágengur gerðist maðurinn að hluti þeirra skipti um símanúmer. Auk fangelsisdómsins var maður- inn dæmdur til að greiða stúlkunum tæpar þrjár milljónir króna í skaða- bætur, sem skiptist á milli þeirra eftir alvarleika brotanna. Þá var manninum gert að standa straum af sakarkostnaði vegna málsins, sem var rúmar tvær milljónir króna. aegir@frettabladid.is Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi: Misnotaði þrjár frænkur sínar ORKUMÁL Sala á orku til fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík hefur ekki verið rædd í stýrihópi sem fjallar nú um stefnumörkun Orku- veitu Reykjavíkur. Svandís Svavars- dóttir, formaður hópsins, segir að nýi meirihlutinn þurfi að taka pólit- íska ákvörðun um orkusölu. „Það eru margar blikur á lofti þarna,“ segir Svandís. „Það mun sjást í ákvörðunum í kringum þessa hluti að það eru grænni áherslur hjá borginni núna en voru áður.“ Fara þarf yfir alla samninga sem OR hefur gert, og kanna hvað eru bindandi samningar og hvað eru viljayfirlýsingar, segir Svandís. Borgarstjóri vinnur nú í því að afla upplýsinga um samningana. Svandís segir sínar upplýsingar herma að það sé hæpið að Hitaveita Suðurnesja geti staðið við samninga um orkusölu til fyrirhugaðs álvers. „Mín persónulega vinstri-græna skoðun er sú að það eigi að hlífa náttúrunni, og það sé nóg komið af ágangi á hana. Mín persónulega og pólitíska skoðun er sú að það eigi að stoppa stóriðjuuppbygginguna,“ segir Svandís. Spurð hvort þessi viðhorf séu lík- leg til að verða ofan á í meirihluta- samstarfi fjögurra flokka í borgar- stjórn segir hún þessar áherslur í takt við það sem sífellt fleiri vilji. Borgarfulltrúar hlusti á almenning í þessu máli. Landsvirkjun hefur þegar ákveðið að orka frá fyrirhuguðum virkjunum í Þjórsá verði ekki seld til nýrra álvera á Suður- og Vestur- landi. brjann@frettabladid.is Blikur á lofti vegna álvers Stýrihópur um framtíðarstefnu Orkuveitu Reykja- víkur hefur ekki rætt orkusölu til nýs álvers í Helgu- vík. Mun sjást í ákvörðunum að það eru grænni áherslur í borginni segir Svandís Svavarsdóttir. HELGUVÍK Tölvuteiknuð mynd af fyrirhuguðu álveri Norðuráls í Helguvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.