Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 90
54 16. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR HANDBOLTI Stjarnan sigraði Hauka nokkuð örugglega 34-30 í leik sem var nokkuð spennandi framan af en slakur kafli hjá Haukum í seinni hálfleik gerði útslagið. Gestirnir í Haukum, sem urðu bikarmeistarar á síðasta tímabili, byrjuðu leikinn af krafti og virt- ust ætla að selja sig dýrt. Stjörnu- stúlkur voru einnig í fínu formi og jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að leiða leikinn. Það voru hins vegar Stjörnustúlkur sem enduðu hálf- leikinn betur og leiddu 16-15 þegar flautað var til leikhlés. Í síðari hálfleik réðust úrslitin hins vegar snemma, en í stöðunni 22-19 gerðu Stjörnustúlkur út um leikinn með því að skora sjö mörk í röð og breyta stöðunni í 29-19. Á þessum kafla munaði mikið um markvörslu Florentinu Stanciu í marki Stjörnunnar, en hún var í frábæru formi í leiknum og varði 29 skot og skartaði nýju eftirnafni í þokkabót, en hún hét áður Grecu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var því að vonum ósátt í leikslok. „Mínir leikmenn voru á hælunum og byrjuðu ekki leikinn fyrr en allt of seint. Við vorum greinilega ekki tilbúnar í leikinn og því fór sem fór og ég held að leikmenn mínir verði að fara hysja upp um sig buxurnar,“ sagði Díana. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega öllu sátt- ari í leikslok. „Þetta fór að ganga betur eftir að við náðum að stilla upp í okkar 3-2-1 vörn og markvarslan fylgdi með, sem hjálpaði okkar að klára þetta erfiða verkefni. Ég er náttúr- lega himinlifandi að við séum komin áfram eftir sigur gegn mjög reynslumiklu liði Hauka sem vann okkur í þessari sömu keppni í fyrra,“ sagði Aðalsteinn. - óþ Stjarnan vann Hauka, 34-30, í 8-liða úrslitum Eimskipsbikars kvenna í gærkvöld: Bikarmeistaranir eru úr leik FRÁBÆR Florentina Stanciu (áður Grecu) fór á kostum í marki Stjörnunnar og varði 29 skot. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Keflvíkingar eru enn ósigraðir á toppi Iceland Express- deildarinnar í körfubolta eftir öruggan sigur á Stjörnunni í gær, 80-101. Keflavík bauð upp á frá- bæran körfubolta í fyrri hálfleik og tók því rólega í síðari hálfleik er liðið landaði auðveldum sigri. Fyrri hálfleikur í Ásgarði var frábær skemmtun. Stjarnan byrj- aði ágætlega þar sem Karadzovski var heitur. B.A. Walker tók þá öll völd á vellinum, bauð upp á skot- sýningu og endaði fyrsta leikhluta með 20 stig, þar af 4 þriggja stiga körfur. Hann skoraði tveim stigum meira en allt Stjörnuliðið í leik- hlutanum enda staðan 18-32 og allt stefndi í niðurlægingu. Keflvíkingar virtust sjá aumur á Stjörnumönnum, sem voru eins og litlir skólastrákar í höndunum á frábæru Keflavíkurliði, því þeir settu Walker í kælingu í upphafi annars leikhluta. Hann einkennd- ist af þriggja stiga skotkeppni á báðum endum vallarins en alls voru skoraðar 16 þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik. Keflavík leiddi með 16 stigum í leikhléi, 42-58, og munaði mikið um að Maurice Ingram var ekkert að gera hjá Stjörnunni en hann skoraði ekki körfu utan af velli í hálfleiknum. Satt best að segja virtist hann úrvinda eftir KR-leik- inn um daginn og var langt frá því að vera eins ferskur og í þeim leik, þar sem allur vindur var reyndar úr honum í leikhléi. Síðari hálfleikur var í raun formsatriði. Liðin hættu þriggja stiga keppninni og fóru að spila meira. Stjarnan fær þó plús fyrir að sýna karakter og gefast ekki upp. Liðið vildi greinilega ekki láta niðurlægja sig. Keflavík var einfaldlega betri á öllum sviðum körfuboltans í gær. Þegar liðið lék af fullum krafti var sóknarleikur- inn magnaður og vörnin ekki síðri. Stjörnumenn vissu vart á köflum hvort þeir voru að koma eða fara. „Við byrjuðum vel en drápum þá aldrei þó svo að við hefðum gert nóg til að hrista þá af okkur í fyrsta leikhluta,“ sagði Einar Ein- arsson, sem stýrði Keflavíkurlið- inu í fjarveru Sigurðar Ingimund- arsonar sem var staddur í Boston að fylgjast með öðru taplausu liði, Boston Celtics. „Ég hefði viljað sjá okkur grimmari að klára dæmið en á meðan við vinnum er ég sáttur.“ Bragi Magnússon, þjálfari Stjörnunnar, var brosmildur þrátt fyrir tapið. „Þeir voru einfaldlega númeri of stórir. Það er einfalt mál. Við gerðum eins og við gátum en Keflavíkurliðið er bara mun betra en við,“ sagði Bragi. henry@frettabladid.is Kennslustund í körfubolta Keflvíkingar rúlluðu auðveldlega yfir nýliða Stjörnunnar í Ásgarði í gær og unnu 21 stigs sigur, 80-101. Gestirnir kláruðu leikinn í fyrri hálfleik þegar þeir tóku Stjörnuna hreinlega í kennslustund í körfubolta og var unun á að horfa. ÞREYTTUR Bandaríkjamaðurinn Maurice Ingram hjá Stjörnunni var augljóslega ekki búinn að jafna sig eftir leikinn í gær því hann var algjörlega heillum horfinn frá upp- hafi gegn Keflavík í gær. Hann komst ekkert áleiðis. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Grindvíkingar unnu sinn sjötta leik í röð þegar þeir unnu 84-90 sigur á Fjölni í Grafar- vogi. Fjölnismenn byrjuðu og end- uðu vel gegn Grindavík í Iceland Express-deild karla í gær en Grindvíkingar gerðu hins vegar nánast úr um leikinn í millitíð- inni. Grindavík vann 2. og 3. leik- hluta með 21 stigs mun, 50-29. Grindavík skoraði 33 stig úr hraðaupphlaupum í leiknum og fengu hvað eftir annað ódýrar körfur gegn sofandi heimamönn- um sem dugði ekki að skora 14 þriggja stiga körfur í leiknum. Fjölnir tefldi fram tveimur nýjum erlendum leikmönnum í gær en þeir voru báðir nýlentir á landinu og verða ekki dæmdir á fyrsta leik. Anthony Drejaj var með 6 stig og 3 stoðsendingar á 24 mínútum en klikkaði á 9 af 12 skotum sínum og Terrance Herbert var með 6 stig og 7 fráköst á 20 mín- útum. Fjölnismenn þurfa kannski að hafa meiri áhyggjur af Banda- ríkjamanninum Karlton Mims sem bjargaði andlitinu sínu með því að skora 17 af 21 stigi sínum í fjórða leikhluta eftir að Fjölnis- liðið var komið meira en 20 stig- um undir. Skotnýting hans kom Grafarvogsliðinu aftur inn í leik- inn en það var ekki nóg. Níels Páll Dungal var bestur hjá Fjölni og Helgi Hrafn Þor- láksson og Hjalti Þór Vilhjálms- son komu með mikinn kraft og stemningu inn af bekknum. Þorleifur Ólafsson og Páll Axel Vilbergsson voru góðir hjá Grindavík og þeir Jonathan Griff- in og Adama Darboe skiluðu sínu. Eftir áfallið í fyrsta leik er liðið farið að sýna af hverju því var spáð í titlabaráttuna í vetur. - óój Nýir erlendir menn dugðu ekki fyrir Fjölnismenn á heimavelli í gær: Sjötti sigur Grindavíkur í röð Iceland Express-deild karla: Stjarnan-Keflavík 80-101 Stig Stjörnunnar: Dimitar Karadzovski 20, Sigurjón Örn Lárusson 12, Fannar Helgason 10, Kjartan Atli Kjartansson 9, Eiríkur Sigurðsson 8, Maurice Ingram 6, Sævar Haraldsson 6, Sveinn Ómar Sveinsson 4, Birkir Guðlaugsson 4, Guðjón Hrafn Lárusson 1. Stig Keflavíkur: B.A. Walker 32 (5 þriggja stiga), Tommy Johnson 21, Jón Nordal Hafsteinsson 11, Gunnar Einarsson 9, Anthony Susnjara 9, Magnús Gunnarsson 8, Þröstur Leó Jóhannsson 4, Arnar Freyr Jónsson 4, Sigurður Þorsteinsson 3. Fjölnir-Grindavík 84-90 Stig Fjölnis: Karlton Mims 21, Níels P. Dungal 21, Helgi H. Þorláksson 9, Terrence Herber 6, Hjalti P. Vilhjálmsson 6, Anthony Drejaj 6, Árni Þ. Jónsson 6, Tryggvi Pálsson 5, Kristinn Jónsson 4 (7 fráköst). Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 20, Jonathan Griffin 19, Þorleifur Ólafsson 13, Adam Darboe 13, Igor Beljanski 10 (7 fráköst) Páll Kristins-son 8 (8 fráköst), Davíð P. Hermannsson 4, Ármann Ö. Vilbergsson 3. Hamar-Njarðvík 68-75 Stig Hamars: George Byrd 18 (17 frák.), Bojan Bojovic 17, Friðrik Hreinsson 14, Lárus Jónsson 8, Raed Mostafa 5, Frosti Sigurðsson 4, Viðar Hafsteinsson 2. Stig Njarðvíkur: Brenton Birmingham 19, Egill Jónasson 12, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Friðrik Stefánsson 9, Jóhann Árni Ólafsson 9, Sverrir Þór Sverrisson 7, Guðmundur Jónsson 3. Tindastóll-Þór 106-107 Stig Tindastóls: Samir Shaptahovic 31 (8 frák., 8 stoðs, 9 þristar), Donald Brown 23, Svavar Birg- isson 16, Ísak Einarsson 15, Marcin Konarzewski 11, Sergei Poppe 7. Stig Þórs: Cedric Issom 36 (12 stoðs.), Óðinn Ásgeirsson 27, Magnús Helgason 18, Luka Marolt 16, Þorsteinn Gunnlaugsson 6, Hrafn Jóhannesson 4. STAÐAN: 1. Keflavík 7 7 0 703:571 14 2. Grindavík 7 6 1 626:584 12 3. KR 7 5 2 622:602 10 4. Njarðvík 7 4 3 565:521 8 5. Snæfell 6 3 3 532:511 6 6. Þór Ak. 7 3 4 613:650 6 7. Stjarnan 8 3 5 641:677 6 8. Tindastóll 7 3 4 609:648 6 9. Skallagrímur 6 2 4 473:492 4 10. ÍR 6 2 4 484:513 4 11. Fjölnir 7 2 5 550:604 4 12. Hamar 7 1 6 502:547 2 Eimskipsbikar kvenna: Stjarnan-Haukar 34-30 Mörk Stjörnunnar (skot): Sólveig Lára Kjærne- sted 8 (11), Rakel Dögg Bragadóttir 7/4 (10/4), Birgit Engl 6 (8), Ásdís Sigurðardóttir 3 (5), Ásta Agnarsdóttir 3 (6), Alina Petrache 3 (8), Elísabet Gunnarsdóttir 2 (2), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1 (4), Björk Gunnarsdóttir 1 (4). Varin skot: Florentina Stanciu 29/1 (50/2) 58%, Helga Vala Jónsdóttir 2 (11) 18%. Hraðaupphlaup: 6 (Sólveig 3, Birgit 2, Ásdís). Fiskuð víti: 4 (Ásta 2, Birgit, Elísabet). Utan vallar: 2 mínútur Mörk Hauka (skot): Erna Þráinsdóttir 9 (9), Ramune Pekarskyte 7 (14), Hind Hannesdóttir 4 (5), Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3/1 (5/2), Harpa Melsted 3 (7/1), Sandra Stojkovic 2 (5), Inga Fríða Tryggvadóttir 2 (5/1), Nína Kristín Björndóttir 1 (4/1). Varin skot: Laima Miliauskaite 23 (49/2) 47%, Helga Torfadóttir 2 (10/2) 20%. Hraðaupphlaup: 5 (Ramune 2, Harpa, Hind, Nína). Fiskuð víti: 5 (Harpa 2, Sandra, Ramune, Inga). Utan vallar: 2 mínútur Meistaradeildin í körfu: Lottomatica Roma-Brose Baskets 81-57 Jón Arnór Stefánsson var með 14 stig, 4 stoð- sendingar og 2 stolna bolta á 27 mínútum. Hann nýtti 3 af 7 þriggja stiga skotum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.