Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 67
FÖSTUDAGUR 16. nóvember 2007 31 AF BLOGGI UMRÆÐAN Hitaveita Suður- nesja Á ársfundi Sambands sveitarfélaga á Suður nesjum sem hald- inn var sl. laugardag afhenti Hannes Frið- riksson, íbúi í Reykja- nesbæ, undirskriftir þúsunda íbúa hér á svæðinu. Með undir- skrift sinni voru íbúar að hvetja sveitarstjórnarmenn til þess að standa vörð um Hitaveitu Suður- nesja og leggja áherslu á mikilvægi þess að hún yrði í meirihlutaeigu sveitarfélaga. Umsjónaraðili undir- skriftarsöfnunarinnar óskaði eftir að fá að koma á ársfundinn og afhenda undirskriftirnar þar vegna þess að á ársfundinum voru nánast allir sveitarstjórnarmenn Suður- nesja samankomnir og því mikið vald falið í slíkum fundi. Það er skemmst frá því að segja að tekið var á móti þessum undirskriftum af algjöru virðingarleysi. Sveitar- stjórnarmönnum var smalað inn í rútu og keyrðir burtu í vettvangs- ferð á meðan afhendingin fór fram og urðu því ekkert varir við hana. Fráfarandi stjórn tók við undir- skriftunum í litlu bakherbergi og tókst með því að gera þennan atburð að engu. Það var ekki fyrr en undir liðn- um önnur mál sem hægt var að taka málið á dagskrá og þá var það gert að undirlagi undirritaðs sem lagði fram eftirfarandi tillögu: Aðal- fundur SSS samþykkir að kjörin verði nefnd tveggja fulltrúa frá hverju sveitarfélagi sem hlut eiga í HS, einn fulltrúa frá meirihluta og einn fulltrúa frá minnihluta. Nefnd- inni verði falið það verkefni að leita leiða til þess að koma til móts við óskir íbúa sem birtast í þessari undir skriftarsöfnun sé þess nokk- ur kostur. Umræður um þessa tillögu urðu engar, heldur lagði bæjarstjóri Reykja- nesbæjar, sem er klókur maður, það til að tillögunni yrði vísað til stjórnar. Hann vissi mæta vel að með því var hann að ónýta til- löguna, þar sem stjórn SSS hefur ekkert um málið að segja, en aðal- fundurinn með þátt- töku 95% sveitar- stjórnarmanna hafði töluvert með málið að gera. Einnig var hægt að forða sveitarstjórnar- mönnum á Suðurnesjum frá óþægi- legri umræðu um mál sem þeir hafa gjörsamlega klúðrað og fékk því tillaga bæjarstjórans rúss- neskan stuðning. Vegna þessa atburðar og vegna þess að sveitarstjórnarmenn eru ekki tilbúnir til að ræða sameigin- lega málefni Hitaveitu Suðurnesja vil ég leggja fram eftirfarandi spurningar, sem ég hefði kosið að ræddar hefðu verið í hópi sveitar- stjórnarmanna á Suðurnesjum en á því reyndist ekki nokkur áhugi. 1. Hvers vegna nýttu önnur sveitar félög en Reykjanesbær og Hafnarfjörður sér ekki forkaups- rétt við sölu á hlut ríkisins í Hita- veitu Suðurnesja? 2. Hvaða ástæður lágu að baki þeirri ákvörðun að selja nánast allan hlut sinn í HS? Voru þessar ástæður fjárhags- legs eðlis eða lágu einhverjar aðrar ástæður þar að baki? 3. Hvers vegna töldu Grindvík- ingar nauðsynlegt að kalla saman bæjarráð sveitarfélaganna á Suður- nesjum til að ræða málefni Kölku, en sáu ekki ástæðu til þess að óska eftir sams konar fundi þegar ákveðið var að selja Hitaveitu Suðurnesja? 4. Eru bæjarfulltrúar í öðrum sveitarfélögum en Reykjanesbæ enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að selja eignarhluti sveitar- félaga sinna í HS í ljósi þeirrar atburðarásar sem átt hefur sér stað frá því í júlí sl. og telja þeir hags- muni íbúa sinna byggðarlaga tryggða með því eignarhaldi sem nú er á HS? 5. Hvernig telja bæjarfulltrúar að því yrði tekið, ef sú staða kæmi upp að sveitarfélögunum gæfist kostur á því að auka við hlut sinn í HS með það að markmiði að Hita- veitu Suðurnesja yrði aftur komið í meirihlutaeigu sveitarfélaganna? Sveitarstjórnarmenn á Suður- nesjum þurfa ekki að svara mér, til þess hafa þeir engar skyldur, en ég hvet íbúa á Suðurnesjum til þess að spyrja kjörna fulltrúa sína þessara spurninga. Að standa að móttöku undir- skrifta með þessum hætti og forð- ast umræðu um málið er algjör niður læging fyrir sveitarstjórnar- menn á Suðurnesjum og gerir það að verkum að ég mun algjörlega endurmeta hugmyndir mínar um gildi og hlutverk samstarfs sveitar- félaga á Suðurnesjum. Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Kjarklitlir sveitarstjórnarmenn GUÐBRANDUR EINARSSON Afturhald Nú eru þeir farnir að ræða jarðasöfnun auðmanna. Flest getur orðið til að drepa tímann á Alþingi. Fjöldi bænda hefur getað brugðið búi með seðla í vasanum, í flestum tilvikum nægileg eftirlaun. Þeir, sem keyptu jarðirnar, gerðu þetta kleift. Í stað þess að jarðir legðust sjálfkrafa í eyði, engum að gagni. Afturhald Jóns Bjarnasonar og Bjarna Harðarsonar þingmanna hefði skaðað fólk. Hindrað það í að beita markaðsbúskap og hafa gott fyrir sinn snúð. Svonefndir auðmenn flikka svo upp á hús og girðingar. Þeir koma sér upp stóði, sumir rækta skóg, einn ræktaði hör. Allt er þetta af hinu góða. Jónas Kristjánsson jonas.is Sakleysið uppmálað Það er ekki lítið sem ég hef hneyksl- ast á neyslu og bruðli þjóðarinnar að undanförnu. Mér hefur þó lítið dottið í hug að líta í eigin barm - enda er ég ekkert að bruðla. Svona fyrir utan að skreppa með fjölskylduna út að borða, setja upp nýja skápa og hillur, plana sumarleyfi til útlanda, kaupa smotterí af fötum - allt auðvitað miklar nauð- synjavörur - eða myndi fólk kannski vilja hafa mig hlaupandi um berrass- aða? ha? Steinunn Þóra Árnadóttir kaninka.net/steinunn Pínlegt Það er eiginlega orðið pínlegt hvað andstæðingar Sjálfstæðisflokksins ganga langt til að koma höggi á borgar- fulltrúa flokksins, sem voru þó þeir sem sögðu hingað og ekki lengra með það ótrúlega samkrull opinbers fyrir- tækis og einkahagsmuna sem fram fór í Reykjavík Energy Invest. En Vilhjálmur, nú segist þú hafa gert mistök og ekki haft eðlilegt samráð við eigin flokksmenn, en varstu ekki örugglega svikinn af eigin flokks- mönnum? Vefþjóðviljinn andriki.is Einnig fáanleg söluhæsta plata ársins! Öll vinsælustu jólalögin ásamt nýja jólalaginu með Eiríki Fjalar HVER ER SINNAR KÆFU SMIÐUR VINSÆLUSTU LÖGIN Á 2 GEISLAPLÖTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.