Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 50
● tíska&fegurð8 „Fyrsti barnaskartgripurinn sem ég smíðaði var eftir hönnun sonar míns, Nökkva. Hann var alltaf að teikna svo skemmtilega karla þegar hann var um fimm ára gamall og þá datt mér í hug að prófa smíða eftir einni teikningunni. Síðan þá hef ég smíðað ótal prinsessur, karla, kerlingar, dýr og geimverur eftir teikningum barna,“ segir Sif Ægisdóttir, gullsmiður hjá Hún og Hún á Skólavörðu- stíg. Í dag er sonurinn orðinn níu ára og auk hans á Sif dóttur sem er sextán ára. Sif er enn að smíða eftir hugmyndum barna sinna og segist meðal annars taka gamlar teikningar frá þeim sem hún hefur geymt. Síðan verða þær hugmyndir af fallegu skarti sem nýtur mikilla vinsælda bæði meðal Íslendinga og ferðamanna. „Ég smíða bæði eftir teikningum minna krakka og síðan er fólk mjög dug- legt að koma með ýmsar teikningar barna sinna til að fá smíðaðan grip eftir þeim. Þetta er náttúrulega mjög persónulegur skartgripur en það er aðallega fullorðið fólk sem er að fá sér svona gripi og er að skreyta sig með hugmyndum barna sinna,“ útskýrir Sif sem segir krakkana vera hrifnari af bleikum gripum og perlum. Þó eru margir krakkar að sögn Sifjar sem koma og vilja fá fígúrur á borð við prinsessur og geimverur. En Sif segist einnig smíða mikið af merkjum fyrir ýmsa aðila, bæði vörumerki og merki félagasamtaka og stofnana. Í kjölfarið af fyrstu barnagripunum tók Sif upp á því að auglýsa samkeppni í tengslum við menningarnótt þar sem hún síðan smíðaði eftir teikningu vinnings- hafa. „Síðastliðin fjögur ár hef ég tekið á móti teikningum á menningarnótt og efnt til samkeppni. Síðan hef ég smíðað grip eftir þeirri hönnun sem vinnur og krökkunum finnst þetta alltaf mjög spenn- andi að fá smíðaðan skartgrip eftir sinni eigin teikningu,“ segir Sif og lofar nýrri keppni næstu menningarnótt. - rh Úr hugarheimi barna ● Prinsessur, karlar, kerlingar og dýr renna úr smiðju Sifjar Ægisdóttur gullsmiðs sem fékk innblástur frá teikningu sonar síns. Sif Ægisdóttir gullsmiður smíðar ýmiss konar fígúrur og segir foreldra duglega að koma og fá sér gripi eftir teikningum barna sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUM nám fjölbreytt við allra hæfi I ‹ N S K Ó L I N N Í R E Y K J A V Í K Almennar bóklegar greinar eru hluti af námi á öllum brautum skólans. Allt almenna námið er matshæft á milli skóla eftir því sem við á. Einnig er hægt að stunda nám í almennum greinum í eina til fjórar annir. Þeir nemendur sem lokið hafa eða stunda nám á starfsmenntabrautum geta bætt við sig námi sem leiðir til stúdentsprófs af starfsmenntabrautum/ tæknistúdentspróf. Á rafiðnasviði eru eftirtaldar brautir: Grunnnám rafiðna • Rafvirkjun • Rafeinda- virkjun Rafvélavirkjun • Rafveituvirkjun Símsmíði. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á byggingasviði eru fimm iðnbrautir í framhaldi af grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina: Húsasmíði • Húsgagnasmíði • Múrsmíði • Málun • Veggfóðrun og dúklagningar. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á tölvusviði er ein braut: Tölvubraut sem býður upp á sérhæfingu í forritun og netkerfum. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á sérdeildarsviði eru tvær brautir: Starfsdeild • Nýbúabraut. Auk þess er endurhæfingarnám Janusar (rekið í tengslum við skólann). Á hönnunarsviði eru fjórar brautir: Listnámsbraut (almenn hönnun og keramik) • Hársnyrting Ekki er tekið inn á Fataiðnabraut og Gull- og silfursmíði á vorönn. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á upplýsinga- og margmiðlunarsviði eru þrjár brautir: Upplýsinga- og fjölmiðla- braut • Tækniteiknun • Margmiðlunar- skólinn – en ekki er tekið inn í hann á 1. önn. Fjarnám er áhugaverður kostur fyrir þá sem ekki geta nýtt sér staðbundið nám, t.d. vegna vinnu eða búsetu. Í fjarnáminu er boðið upp á fjölbreytt námsúrval í bóklegum og fagbóklegum greinum ásamt ýmsum greinum meistaranámsins. Skólavörðuholti I 101 Reykjavík Sími 522 6500 I Fax 522 6501 www.ir.is I ir@ir.is alm ennt svið h önnunarsv ið rafiðnasvi ð fjarnám sérdeildasvið by ggingasvið tö lvusviðu pp lý si n ga - o g m ar g m ið lun arsvið Innritun stendur yfir og lýkur 25. nóvember nk. Innritun er rafræn og eru allar upplýsingar á vef skólans www.ir.is og á skólavef menntamálararáðuneytisins www.menntagatt.is Aðstoð við innritun verður í skólanum 20. og 21. nóvember frá kl. 12:30–16:00. Rafræn innritun í fjarnám og kvöldskólann hefst 20. nóvember og eru allar nánari upplýsingar á vef skólans www.ir.is og á skrifstofu í síma 522 6500. 16. NÓVEMBER 2007 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.