Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 86
Sænska deildin er talsvert sterkari en sú íslenska Jón Halldór Eðvalds- son, þjálfari Keflavíkur, getur verið ánægður með sínar stelpur sem eru með fullt hús á toppi Ice- land Express-deildar kvenna. Það hefur ekki verið án fórna því auk þess að missa þrjá landsliðskonur fyrir tímabilið hefur Keflavík þurft að horfa á eftir tveimur bestu leikmönnum sínum, Bryn- dísi Guðmundsdóttur og Keshu Watson, í meiðsli á síðustu dögum. „Þetta var ekki rosalega þægi- leg tilfinning. Bryndís slítur kross- bönd á mánudegi og á miðviku- degi meiðir útlendingurinn sig,“ segir Jón Halldór en bandaríski bakvörðurinn Kesha Watson hefur spilað frábærlega í vetur. „Hún fékk högg á hnéð í KR- leiknum og skaddaði liðbandið í hægra hnénu en sleit það ekki,“ sagði Jón Halldór og bætir við: „Hún fór strax í myndatöku á föstudeginum því við héldum að hún væri með rifið krossband. Hún gat ekkert gengið. Þá kom í ljós að það var ekkert annað að hrjá hana en það að hún tognaði á liðbandi,“ segir Jón Halldór, sem er með meira en hálft liðið hjá sjúkraþjálfara. „Þetta er bara algjör óheppni og álag kemur þessu ekkert við. Ég hef aldrei upplifað svona. Í síðustu viku voru átta leikmenn hjá mér í sjúkra- þjálfun,“ lýsir Jón. Það er ekki víst hvenær Watson getur snúið aftur eftir meiðslin. „Ég geri ekki ráð fyrir henni í næsta leik. Þetta er leikmaður sem við ætlum að hafa í allan vetur og ef það þýðir að ég þurfi að hvíla hana til 1. desember þá geri ég það. Ég hef engar áhyggj- ur af þessu miðað við hvernig mannskapurinn minn er að spila. Þær mæta í leiki með það eitt að leiðarljósi að vinna. Það er að ganga og meðan það er að ganga þá örvæntum við ekki,“ sagði Jón Halldór að lokum. Slapp betur en á horfðist með Keshu Það er lítil stemning í herbúðum Framara þessa dagana. Liðinu hefur lítið gengið á leik- mannamarkaðnum, er búið að missa sinn markahæsta mann frá síðasta tímabili, Jónas Grana Garðarsson, og nú er ljóst að Sví- inn skemmtilegi Alexander Steen, sem var í lykilhlutverki hjá liðinu síðasta sumar, snýr ekki aftur. Framarar hafa gengið mjög hart að honum að koma aftur en eftir langa yfirlegu hefur hann ákveðið að vera áfram í Svíþjóð. „Ég var einn á Íslandi síðasta sumar þar sem unnustan mín gat því miður ekki komið með mér. Það var mjög erfitt fyrir mig. Sama staða yrði uppi á teningnum næsta sumar og við höfum því ákveðið að ég verði áfram hér í Svíþjóð. Ég tjáði Frömurum ákvörðun mína í síðustu viku og þeir voru eðlilega ekki sáttir við hana, sem ég skil fullvel,“ sagði hinn 23 ára gamli Steen í samtali við Fréttablaðið í gær en hann sér ekki eftir því að hafa komið til Íslands. „Ég naut mín vel á Íslandi síð- asta sumar, var sáttur við mína frammistöðu og fannst ég eiga gott sumar. Ég var mjög hrifinn af félaginu en við vorum klaufar í ákveðnum leikjum, sem gerði okkur erfitt fyrir. Það var mjög jákvæð og skemmtileg reynsla að spila á Íslandi sem ég sé ekki eftir.“ Aðstæður hjá Steen og unnustu hans eru talsvert breyttar en hún er búin með sitt nám og er komin á fullt í vinnu sem hún fær sig ekki lausa frá yfir sumartímann. Sjálfur var Steen að fá réttindi sem fasteignasali og hann mun byrja að selja fasteignir í Svíþjóð eftir áramót. „Næsta ár býður einfaldlega ekki upp á slíka ævintýramennsku fyrir okkur. Það hafði vissulega mikið að segja með ákvörðun mína að konan gæti ekki komið en ég er einnig að fara að hefja minn feril á atvinnumarkaðnum. Það hentar einfaldlega ekki að koma aftur til Íslands eins og staðan er í dag. Við vorum líka að kaupa okkur hund,“ sagði Steen léttur en hann var einn besti leikmaður Landsbanka- deildarinnar síðasta sumar. Þrátt fyrir það hafði ekkert annað íslenskt lið samband og reyndi að semja við hann. Steen segist þó ekki vera hættur í fótbolta þó svo að hann sé farinn frá Fram og hafi ákveðið að hefja starfsferil sem fasteignasali. „Ég hætti aldrei í fótbolta og ætla að fara til reynslu hjá ein- hverjum félögum á svæðinu en aðaláherslan hjá mér er vinnan og fótboltinn verður núna númer tvö hjá mér.“ Svíinn Alexander Steen mun ekki spila með Fram næsta sumar. Hann hefur tekið ákvörðun um að vera áfram í Svíþjóð og starfa sem fasteignasali. Fram hefur þar með misst tvo af sterkustu leikmönnum sínum síðasta sumar. Stuðningsmenn Chelsea geisluðu ekki beint af gleði í gær þegar fram kom að hinn tékk- neski markvörður félagsins, Petr Cech, lýsti yfir áhuga á því að ganga í raðir spænska stórliðs- ins Barcelona. „Get ég hugsað mér að vera áfram á Englandi? Því get ég ekki svarað. Ég hef aftur á móti verið mjög hamingjusamur hjá Chelsea og er mjög hrifinn af því að spila í ensku úrvalsdeildinni. Ég er orðinn vanur lífinu í London og okkur hjónunum líkar vel að búa þar,“ sagði Cech í sam- tali við tékkneskan vefmiðil. Hann segir að það yrði aftur á móti erfitt að horfa framhjá því ef lið á borð við Barcelona sýndi sér áhuga. „Ef Barcelona sýndi mér áhuga væri það svo sannarlega þess virði að skoða,“ sagði Cech og spurning hvort Barca bregðist við þessum ummælum. Cech spenntur fyrir Barca
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.