Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 84
48 16. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR
SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919
SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000
10
12
7
7
12
10
12
12
16
12
14
WEDDING DAZE kl. 6 - 8 - 10
ÆVINTÝRAEYJA IBBA 600 KR. kl. 6
BALLS OF FURY kl. 6
ROGUE ASSASSIN kl. 8 - 10
10
7
16
12
16
14
12
14
LA VIE EN ROSE/LÍF RÓSARINNAR kl.5.20 - 8 - 10.40
LIONS FOR LAMBS kl.6 - 8 - 10
THIS IS ENGLAND kl.6 - 8 - 10
SUPERBAD kl.5.30 - 8
GOOD LUCK CHUCK kl. 10.30
WEDDING DAZE kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10
WEDDING DAZE LÚXUS kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10
LIONS FOR LAMBS kl. 8 - 10.15
BALLS OF FURY kl. 4 - 6 - 8 - 10
ÆVINTÝRAEYJA IBBA 600 KR. kl. 3.45 - 6
DARK IS RISING kl. 3.45
THE HEARTBREAK KID kl. 5.30 - 8 - 10.30
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
WEDDING DAZE kl. 6 - 8 -10
MR. WOODCOCK kl. 6 - 10.30
ELIZABETH: THE GOLDEN AGE kl. 8
EASTERN PROMISES kl. 8 - 10.20
SYNDIR FEÐRANNA kl. 6 - 10.20
VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8
DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU
BRÚÐKAUPSBILUN
LÍF RÓSARINNAR
BORÐTENNISBULL
ELÍSABET
ÁSTARSORG MYRKRIÐ RÍS
LOFORÐ ÚR AUSTRI
ROGUE LEIGUMORÐINGI
ÞETTA ER ENGLAND
HR. WOODCOCK
LJÓN FYRIR LÖMB
Stórskemmtileg rómantísk gamanmynd með
Jason Biggs úr American Pie og Isla Fisher
úr Wedding Crashers!
- bara lúxus
Sími: 553 2075
AMERICAN GANGSTER kl. 4, 7 og 10 16
MR. WOODCOCK kl. 6, 8 og 10 L
ROGUE ASSASSIN kl. 8 og 10.10 16
ÆVINTÝRAEYJA IBBA kl. 4 og 6 - 600 kr. L
HÁKARLABEITA kl. 4 - 600 kr. L
LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR
www.laugarasbio.is - Miðasala á
Tónlistarmennirnir Jón Ólafsson
og Sigurður Bjóla eru önnum kafn-
ir þessa dagana við að semja kvik-
myndatónlist við næstu mynd
Baltasars Kormáks, Brúðguminn,
sem verður frumsýnd á næsta ári.
„Þetta gengur eins og í sögu,“
segir Jón, sem reiknar með því að
vinnan standi yfir fram í miðjan
desember. Stefna þeir að því að
taka eitthvað upp um þessa helgi.
Þetta verður í fyrsta sinn sem Jón
gerir tónlist við kvikmynd en hann
hefur áður samið tónlist við stutt-
myndir og fyrir sjónvarp.
„Þetta er skemmtileg tilbreyt-
ing fyrir mig,“ segir Jón, sem fékk
upphringingu frá Sigurði um að
taka þátt í verkefninu og var hann
ekki lengi að stökkva á það. „Þetta
hefur gengið mjög vel. Ég hitti
reyndar leikstjórann á eftir og
kannski þurfum við bara að henda
öllu og byrja upp á nýtt,“ segir
hann og hlær.
Jón og Sigurður munu þar með
feta í fótspor Mugison sem samdi
tónlistina við síðustu tvær myndir
Baltasars, Mýrin og A Little Trip
to Heaven, við góðar undirtektir.
Brúðguminn var tekin upp í
Flatey í sumar og með helstu hlut-
verk fara Hilmir Snær Guðnason,
Margrét Vilhjálmsdóttir, Þröstur
Leó Gunnarsson, Ólafur Darri
Ólafsson og Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir. Auk þess að leikstýra mynd-
inni skrifar Baltasar handritið
ásamt Ólafi Agli Egilssyni. - fb
Semja tónlist við Brúðgumann
JÓN ÓLAFSSON Tónlistarmaðurinn Jón
Ólafsson er að semja kvikmyndatónlist
við Brúðgumann, sem verður frumsýnd
á næsta ári.
Þrjár af vinsælustu
popp sveitum Íslendinga,
Sprengjuhöllin, Jeff Who?
og Motion Boys, blása til
poppveislu á NASA í kvöld.
Tilefni tónleikanna er að
fagna breyttum tímum í
íslenskri popptónlist.
Fyrrnefndar hljómsveitir hafa
allar hlotið töluverða spilun á vin-
sælustu útvarpsstöðvunum en
myndu þó seint flokkast með
sveitaballaböndunum sem undan-
farin ár hafa tröllriðið því
umhverfi.
Bergur Ebbi Benediktsson,
gítar leikari og annar tveggja
söngvara í Sprengjuhöllinni, vill
þó ekki meina að hinir nýju
straumar í poppinu vilji ryðja
hinum frá. Ólíkar stefnur eigi
heldur að sameina krafta sína og
bjóða upp á fjölbreyttari tónlistar-
markað. „Áður var þetta svo tví-
skipt,“ segir Bergur Ebbi. „Ann-
ars vegar tónlist sem var mikið
spiluð en naut ekki hylli gagnrýn-
enda og hins vegar tónlist sem
hlaut lof gagnrýnenda og þótti
vönduð en vakti ekki athygli mark-
aðarins. Eftirsóknarvert þótti að
ná þessum jaðarstimpli. En í dag
eru þessar stefnur að renna
saman,“ segir Bergur.
Bergur Ebbi fagnar þessari við-
horfsbreytingu, „því það er svo
leiðinleg pæling að góð tónlist geti
ekki verið vinsæl og öfugt,“ segir
hann og telur þessa þróun afar
jákvæða. „Góð tónlist sem áður
fór lítið fyrir nær nú fleiri eyrum
í gegnum miðla sem tónlistarmenn
á jaðrinum litu jafnvel niður á.
Áður hefði mörgum hljómsveitum
ekki dottið í hug að hafa samband
við vinsælustu útvarpsrásirnar og
óska eftir spilun þar,“ segir Bergur
Ebbi og nefnir hljómsveitirnar
Ampop og Jeff Who? sem braut-
ryðjendur þessarar þróunar, en
lagið Barfly hlaut mikla spilun á
öllum útvarpsstöðvum. „Þetta
jaðar snobb má ekki ganga of
langt,“ segir Bergur Ebbi. „Fólk
er svo upptekið af því að greina
tónlist og flokka hana, og gleymir
hreinu gildi tónlistarinnar. Leyfum
tónlistinni að standa!“
Vonast er eftir fjölbreyttum
hópi tónlistarunnenda á tónleik-
ana í kvöld. Húsið er opnað klukk-
an 23 og miða má nálgast á midi.is
eygloa@frettabladid.is
Íslensk popptónlist þróast
SPRENGJUHÖLLIN Gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Tímarnir okkar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Á netinu er að finna heimasíðu
hóps sem kallar sig Eve, eða Eve
Online. Víðfrægur tölvuleikur
íslenska fyrirtækisins CCP heitir,
eins og mörgum er kunnugt, sama
nafni, en síðurnar eru þó óskyldar
með öllu.
Sú Eve Online-síða sem ekki til-
heyrir tölvuleiknum er vefsvæði
hóps eco-femínista, eða umhverfis-
femínista. Sú tiltekna grein femín-
ismans helgast að ákveðnu leyti af
þeirri hugsun að konur standi nátt-
úrunni nær en karlar, og á síðunni
má kynna sér skoðanir hópsins á
umræðuefnum á borð við karl-
menn, tíðablæðingar og náttúruna
sem kvenveru.
Hilmar Veigar Pétursson, fram-
kvæmdastjóri CCP, segist hafa
vitað af vefsíðunni í lengri tíma.
Hún varð Eve Online-mönn-
um þó ekki innblástur hvað
nafngiftina varðar. „Við
fundum þetta eftir á, og
höfum fundið alls konar
hluti sem heita Eve, enda er
það algengt nafn. Dóttir
mín heitir til dæmis
Eva,“ bendir Hilmar á
og hlær við.
Hann segir tilvist
síðunnar ekki heldur
trufla rekstur Eve
Online, og kveðst
ekki vita til þess að
hún hafi ruglað neinn
í ríminu. „Við erum
með okkar vörumerki varið í þeim
flokkum sem okkur skipta máli og
leggjum áherslu á það. Eins og
staðan er í dag höfum við engin
áform um að fara í umhverfis-
femínisma,“ segir hann glett-
inn.
Eve Online-leikinn má finna á
www.eve-online.com, en
umhverfisfemínisma er
hægt að kynna sér á eve.
enviroweb.org. - sun
Femínismi á Eve Online
ENGINN RUGLINGUR
Hilmar Veigar Pétursson
segir tilvist femínistasíð-
unnar Eve online ekki
hafa valdið neinum mis-
skilningi hjá leikmönnum
Eve Online.